Tónamál - 01.12.1976, Blaðsíða 11
ýmist uppi á húsum eða í skipamöstrum að setja upp
slíkt víravirki.
Niður á Laufásvegi 17 er Birgir Hrafnsson kominn
af stað með verzlun, sem hann nefnir TónkvísL Hann
hafði fyrir nokkrum mánuðum byrjað umboðssölu á
sama stað, en það fullnægði ekki atorku hans, svo
hann er orðinn kaupmaður eins og fyrr sagði. Birgir
leggur aðallega áherzlu á það bezta, sem við kemur
hljóðfærunum sjálfum, hvort sem um er að ræða raf-
magnshljóðfæri eða náttúruleg. Birgi er annt um
hitastigið, enda er hann forsprakki í hljómsveitinni
Ce'cíus, sem lætur sér svo annt um tón'.ist sína, að þeir
spila ekki veikist maður úr hljómsveitinni. Miði maður
við slíka hefð, þá er ekki að vænta lélegra hluta hjá
verz'.un Birgir Hrafnssonar.
Til að fylla kvartett hinna atorkusömu má ekki
gleyma að telja einn forfiðlaranna úr Sinfóníuhljóm-
sveit ís'ands, en sá frómi maður heitir því stutta og
laggóða nafni Jón Sen. Jón byrjaði ungur að fást við
radiótæknina og tók hana grafalvarlega eins og fiðlu-
leikinn. Hann gekk meira að segja svo langt að kvæn-
ast dóttur útvarpsstjórans, Jónasar Þorbergssonar, enda
láir honum enginn.
Jón var þegar orðinn eins konar Edison í ljósvaka-
vísindunum fyrir seinni heimsstyrjöldina, en þá voru
slíkir hugsuðir aðeins í þjónustu ríkisins, ef þeir á
annað borð áttu að teljast löglegir. Hann varð að bíða
til ársins 1950 til að öðlast löggildingarskírteini til út-
varpsviðgerða, en slíkt plagg fengu útvaldir h;á Pósti
og síma í þá daga. Meistararéttindi hlaut hann 1963,
en hefur um áraraðir rekið fyrirtæki sitt, Rafeinda-
tæki, sem er sérhæfð viðgerðaþjónusta með meiru.
Það verkstæði er í Suðurveri 45-47, en verzlun rekur
Jón í Glæsibæ, þar sem hljómplötur og tónabönd eru í
fyrirrúmi. Þar er hægt að panta sér plötur og bönd frá
Sam Goody með stuttum fyrirvara. í Stigahlíðinni er
frekar að finna mælitæki og kallkerfi, fyrir þá sem
farnir eru að missa heyrnina.
Væri nú þessum fjórum stillt saman, þá fengist
Hans á trommur, Arthur á bassa, Birgir á gítar og Jón
á fiðlu. Það yrði fróðlegur kvartett á að hlýða. Ef til
vill fengjum við eitthvað í líkingu við Sven Asmund-
sen, eða hét hann ekki líku nafni þessi með sveifluna
í Danmörku hér áður fyrr?
TÓNAMÁL
11