Tónamál - 01.12.1976, Side 13

Tónamál - 01.12.1976, Side 13
Ferö til Finnlands Til er sú grein norrænnar samvinnu sem miðar að auknum menningartengslum Finnlands við ísland, Færeyjar og Grænland. 26. og 27. nóvember s.l. efndi „Pohjola-Nordens Kulturrepresentantskap" til norrænnar ráðstefnu í Helsinki um ofangreint efni. Ráðstefnuna sóttu auk undirritaðs sem var sendur af hálfu F.Í.H. 10 íslend- ingar, 7 færeyingar, 8 fyrir Grænland en þar af aðeins 3 grænlendingar og 44 finnar. Einnig komu fulltrúar dönsku minnihlutahópanna í Suður-Slesvig sem til- heyrir Vestur-Þýzkalandi svo og fulltrúar frá Álands- eyjum. Dagskrá ráðstefnunnar var allþétt ofin, enda hafði í upphafi verið gert ráð fyrir þrem dögum til fundar- haldanna. Meginhluti fyrra dagsins fór í ræðuhö'd, skýrslur og almennar umræður um það sem þar kom fram. Um kvöldið var hópnum svo skipt niður í þrjár nefndir. Ein ræddi um hina ýmsu menningarmiðla og stofnanir, önnur um þjóðlega menningu og sú hin þriðja um fjölmiðlana og þeirra framlag til útbreiðs'u menningar. Eftir þessa tólf tíma setu var tekið upp léttara hjal og farið í sauna og gleymdist alvara dagsins fljótlega í svita og kaldri sturtu. Eftir þessa hressingu hófst svo óskipulögð dagskrá þar sem hinar ýmsu þátttökuþjóð- ir miðluðu hvorri annarri af menningu sinni ýmist í tali eða tónum. Af íslands hálfu skemmtu Borgar Framh. af bls. 12. og undraði það engan, þar eð hljómlistarmenn gáfu vinnu sína í löngum röðum. Þess utan voru Cleo Laine og Benny Goodmann drjúgir tekjuliðir fyrir hátíð- ina. Það er ánægjulegt, að svo breiður hópur skyldi sækja Listahátíðina í ár, og vonandi er langt í diskó- teklistahátíð hér á landi. Nú er komið hrímkalt haust og horfin sumarblíða, en lifandi hljómlist mun hjálpa okkur til að lifa á- nægjulegu lífi í gegnum skammdegið. Hrafn. Garðarsson sem flutti kostulegan leikþátt sem vakti mikla kátínu og Árni Johnsen sem stjórnaði fjölda- söng af miklum skörungsskap. Daginn eftir var að mestu unnið í nefndum. Ann- ars vegar var haldið áfram þar sem daginn áður hafði þurft frá að hverfa, en hins vegar voru á ný skipaðir þrír umræðuhópar þar sem hvert eyríkið um sig ræddi við gestgjafana, finna, um menningartengsl landanna. Því miður náðu aðeins fyrri hóparnir að skila af sér skýrslum og með herkjum var hægt að afgreiða þær við lokaumræður ráðstefnunnar. Um kvöldið var svo öllum fulltrúum boðið að sjá leikritið „Lindbloms" eftir Claes Andersen í sænska leikhúsinu í Helsinki. Síðast en ekki sízt ber að minnast á hina frábæru aðstöðu sem hin nýja og glæsilega menningarmiðstöð Svíþjóðar og Finnlands „Hanaholmen" hefur uppá að bjóða, en hún er u. þ. b. 7 km frá Helsinki. Lýkur hér með þessum ferðapunktum, en undirrit- aður vonar að þessi ráðstefna svo og aðrar um ókomna framtíð eigi eftir að sýna gildi sitt og árangur í þágu norrænnar samvinnu. TÓNAMÁL 13

x

Tónamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.