Bæjarins besta - 05.01.2005, Qupperneq 1
Fyrsta barn
ársins fæddist
á Ísafirði
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk
Miðvikudagur 5. janúar 2005 · 1. tbl. · 22. árg.
Ísafjarðarbær greiðir út laun samkvæmt nýju starfsmati
Nær 300 starfsmenn sveitarfé-
lagsins fengu 31 milljón króna
Ísafjarðarbær greiddi út laun
samkvæmt nýju starfsmati á
fimmtudag og er þar með eitt
fyrsta stærri sveitarfélaga til
að ganga frá uppgjöri launa á
grundvelli hins nýja starfs-
mats. Alls námu launagreiðsl-
urnar 31 millj.kr. án launa-
tengdra gjalda sem greiddar
voru til nærri 300 starfsmanna.
Í kjarasamningum 2001 var
samið um innleiðingu á nýju
starfsmatskerfi sem gildir frá
1. desember 2002 og átti að
geta leitt til 2-4% hækkunar
launa. Launin hækka mjög
misjafnt eftir einstökum störf-
um. Mörg störf hækka meira
en 4%, önnur störf minna en
2% og enn önnur standa í stað
eða lækka jafnvel. Þó er tryggt
samkvæmt kjarasamningum
að enginn starfsmaður, sem
nú er í starfi, lækkar í launum
við innleiðingu starfsmatsins.
Innleiðing starfsmatsins er
í um 100 sveitarfélögum og
félagar í um 50 stéttarfélögum
eiga þar hlut að máli. Búið er
að meta störf sem um 90%
starfsmanna sveitarfélaganna
gegna. Það var mat samnings-
aðila er að starfsmatinu standa,
að ekki væri rétt að bíða lengur
með framkvæmdina, þar sem
nægjanlegur fjöldi starfa hafi
verið metinn svo innleiða megi
matið gagnvart meginþorra
starfsmanna. Samráð hefur
verið haft við fulltrúa stéttarfé-
laganna, FOS-Vest og Verk-
Vest, um innleiðinguna og þær
niðurstöður, sem lagðar voru
til grundvallar endanlegum út-
reikningum.
Ísafjarðarbær fékk upplýs-
ingar um hið nýja starfsmat
um mánaðarmótin nóvember-
desember s.l. og þá fyrst var
grundvöllur fyrir að hefja
vinnu við útreikninga og að
yfirfara hvort starfsmenn væru
rétt staðsettir í því starfsmati
sem nú liggur fyrir, miðað við
störf og starfsheiti þeirra.
Mestu launabæturnar fá starfs-
menn sem starfa við umönnun
ungra sem aldraðra s.s. ófag-
lærðir á leikskólum, deildar-
stjórar á leikskólum, matráðar,
starfsmenn íþróttamiðstöðva
og starfsmenn sem sinna fé-
lagslegri liðveislu.
– bb@bb.is
Fyrsta barn ársins 2005 fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði kl. 7:49 á nýársdagsmorgunn. Þetta er stúlkubarn
sem vó 3370 grömm við fæðingu, eða rúmar 13 merkur og mældist 51 sentimetri. Foreldrar nýársbarnsins heita Anna
Lára Guðmundsdóttir og Árni Víðir Alfreðsson. Þetta er fyrsta barn Önnu en fjórða barn Árna. Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar heimsótti foreldrana og færði þeim kort frá bæjarfélaginu og gjafabréf til nýfæddrar dótt-
ur þeirra með 20 þúsund króna framlagi. „Barnsfæðing er stórkostlegur viðburður og sérstaklega ánægjulegt að fyrsti
Íslendingur ársins skuli vera Ísfirðingur. Vonandi er fæðingin táknræn um framtíð þessa svæðis með von um eflingu
og aukna bjartsýni sem við öll höfum orðið vitni að á liðnum misserum,“ sagði Halldór í samtali við blaðið.
Anna Lára Guðmundsdóttir með dóttur
sína, fyrsta barn ársins 2005.
Nýja árinu var fagnað með
látum og litadýrð flugelda í
byggðum Vestfjarða þrátt fyrir
að veður hafi sett strik í reikn-
inginn og mikil ofankoma
byrgt mönnum sýn. Víða var
áramótabrennum frestað
vegna veðurs.
Þá var brennt á Hauganesi í
Skutulsfirði á sunnudag og
haldin mikilfengleg flugelda-
sýning Björgunarfélags Ísa-
fjarðar. Rólegt var hjá lög-
reglunni á Ísafirði en tilkynnt
var um eina líkamsárás á veit-
ingastaðnum Tóka munk á
Þingeyri. Ekki hafa borist
neinar fréttir af slysum af völd-
um flugelda eða blysa.
– thelma@bb.is
Nýju ári
fagnað
Missti stjórn
á bifreiðinni
Bíll fór útaf veginum við
Kvíar í Súgandafirði í síðustu
viku. Ung stúlka ók bílnum
og mun ekki hafa verið á mik-
illi ferð þegar hún missti stjórn
á honum með þeim afleiðing-
um að hann endaði ofan vegar.
Bíllinn skemmdist lítið en
stúlkan kenndi sér meins í baki
og hálsi.
01.PM5 6.4.2017, 09:191