Bæjarins besta - 05.01.2005, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 5
Ólafur Örn Haraldsson, verðandi forstjóri Ratsjárstofnunar
Miðstýring ratsjárstöðva frá Miðnes-
heiði vegna fyrirmæla Bandaríkjamanna
Miðstýring fjögurra ratsjár-
stöðva Ratsjárstofnunar frá
Miðnesheiði var ákveðin að
fyrirmælum verkkaupa sem er
Bandaríkjastjórn. Stofnunin
fer að fyrirmælum verkkaupa
samkvæmt samningum þar um
og því virðist ekki vera mögu-
leiki á að hrinda í framkvæmd
þeirri hugmynd bæjarstjórans
í Bolungarvík að fjarstýra rat-
sjárstöðvunum frá Bolafjalli.
Ólafur Örn Haraldsson
verðandi forstjóri Ratsjár-
stofnunar segir að ákvörðun
um fjarstýringu stöðvanna frá
Miðnesheiði sé tekin sam-
kvæmt fyrirmælum frá verk-
kaupa sem eru Bandaríkja-
menn. Aðspurður hvort Rat-
sjárstofnun hafi engan tillögu-
rétt í því efni segir Ólafur að
þessi ákvörðun sé tekin sam-
kvæmt þeim samningi sem
gildi um rekstur stöðvanna.
Sem kunnugt er ákvað Rat-
sjárstofnun fyrir skömmu að
segja upp hluta þeirra tækni-
manna sem hjá stofnuninni
starfa. Er það gert þar sem
fyrir dyrum stendur að fjar-
stýra þremur ratsjárstöðvum á
landsbyggðinni frá stöð á Mið-
nesheiði. Sveitarstjórnarmenn
á þeim stöðum þar sem ratsjár-
stöðvarnar eru hafa lýst þung-
um áhyggjum af þessum fyrir-
ætlunum. Einar Pétursson bæj-
arstjóri í Bolungarvík hefur
sagt fyrirhugaðar uppsagnir
verða mikið högg fyrir byggð-
arlagið. Hann hefur í fjölmiðl-
um varpað fram þeirri hug-
mynd að hægt hljóti að vera
að fjarstýra stöðvunum frá
Bolafjalli eins og frá Miðnes-
heiði. Með ákvörðun um slíkt
geti stjórnvöld sýnt í verki
raunverulegan áhuga sinn í
uppbyggingu atvinnu á lands-
byggðinni.
– hj@bb.is Ratsjárstöðin á Bolafjalli.
Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður
Vill fá að sjá fyrirmælin
Einar Kristinn Guðfinnsson
alþingismaður segir það koma
sér mjög á óvart að Banda-
ríkjamenn geri kröfu um það
að ratsjárstöðvum Ratsjár-
stofnunar verði fjarstýrt frá
Miðnesheiði eingöngu. Bæjar-
stjórinn í Bolungarvík hefur
lagt til að ratsjárstöðvunum
verði fjarstýrt frá Bolafjalli.
Einar Kristinn segir að þessi
tíðindi komi sér sérstaklega á
óvart í því ljósi að búið sé að
starfrækja ratsjárstöðvar á
Bolafjalli og Gunnólfsvíkur-
fjalli um tuttugu ára skeið og
ennþá lengur á Stokksnesi við
Hornafjörð.
„Mér er ekki kunnugt um
annað en að Bandaríkjamenn
hafi verið ákaflega ánægðir
fjarstýring stöðvanna megi
eingöngu fara fram frá Mið-
nesheiði. Ég mun því óska eftir
því að fá að sjá þessi fyrir-
mæli“, segir Einar Kristinn.
Einar segir það skipta höf-
uðmáli að hjá stofnuninni
starfi um 80 manns á ýmsum
stöðum á landinu og af löngum
kynnum sínum af starfsemi
stofnunarinnar geti hann full-
yrt að starfsemi hennar í
breyttri mynd megi til dæmis
stýra frá Bolafjalli. Aðspurður
segist Einar sannfærður um
að tæknilega sé ekkert því til
fyrirstöðu enda hafi hann vak-
ið máls á því á Alþingi fyrir
nokkrum árum að starfsemi
stofnunarinnar yrði efld á
landsbyggðinni. „Ég lagði það
ekki til af tilefnislausu því það
er augljóst að hægt er að sinna
þessum rekstri frá fleiri stöð-
um en Miðnesheiði og Síðu-
múla í Reykjavík“, segir Einar.
Aðspurður hvort hann sem
þingmaður annars ríkisstjórn-
arflokksins hafi beitt sér í
þessu máli segir Einar svo
vera. „Ég hef beitt mér gagn-
vart Ratsjárstofnun og í því
sambandi vil ég nefna að ég
hef í gegnum tíðina átt mikil
og góð samskipti við verðandi
forstjóra stofnunarinnar Ólaf
Örn Haraldsson. Ég þekki
hann ekki af öðru en að vilja
leysa öll vandamál sem upp
koma og það mun hann eflaust
gera í þessu tilfelli“, segir Ein-
ar Kristinn. – hj@bb.is
með þá þjónustu sem þeir hafa
fengið frá þessum þremur
stöðvum. Ég er því mjög hissa
ef það er orðin stefna banda-
rískra hermálayfirvalda að
Einar K. Guðfinnsson.
Kaffihúsið Langi Mangi
Listasýningar bókað-
ar fram til ársins 2006
Listasýningar hafa verið
bókaðar á kaffihúsinu Langa
Manga á Ísafirði til ársins
2006. „Allt árið er bókað og
þrír mánuðir af 2006. Greini-
legt er að listin er að blómstra
hér vestra“, segir Elfar Logi
Hannesson, vert á Langa
Manga. Fyrsta sýning ársins
2005 er á bútasaumsverkum
Öldu Sigurðardóttur, hand-
verkskonu frá Þingeyri.
Á árinu verða 12 sýningar
og listamennirnir eru mest-
megnis Vestfirðingar. „Lista-
mennirnir eru ýmist lífs eða
liðnir og sýningarnar eru
mjög fjölbreyttar. Tvær lista-
kanónur eru í hópnum en í
febrúar verðum við með sýn-
ingu á verkum Nínu Sæ-
mundsson sem þekktust var
fyrir höggmyndlist en ekki
síður myndlist. Þetta er án
efa fyrsta sýning á verkum
hennar á Vestfjörðum en við
fáum að láni verk úr eigu
ættingja hennar. Í október
verður sýning á verkum
Kjarvals sem einnig eru úr
einkasafni fólks“, segir Elfar
Logi. – thelma@bb.is
Tónlistarmaðurinn Mugi-
son á langbestu plötu ársins.
Í árlegri könnun DV meðal
tónlistarsérfræðinga landsins
fær plata hans, Mugimama
(is this Monkeymusic?) næst-
um því þrisvar sinnum fleiri
stig en plata Bjarkar Guð-
mundsdóttur. Sjálfur segir
Mugison að þessi niðurstaða
sé gott klapp á bakið. „Það er
mjög jákvætt að fá svona við-
urkenningar þegar maður
hefur verið í tvö ár að vinna
hörðum höndum að þessari
músík. Þetta er mjög gott og
fallegt klapp á bakið, ég er
ótrúlega þakklátur, alveg
satt,“ segir Örn Elías Guð-
mundsson í viðtali við DV.
DV birtir útkomu úr könn-
un á meðal 18 sérfræðinga
um tónlist sem völdu hver
fimm bestu plötur ársins.
Plata Mugisons var á öllum
listunum nema einum, og
jafnan í fyrsta eða öðru sæti.
Meiri keppni var um valið á
erlendu plötunum. Þar sigr-
aði plata The Streets, A
Grand Dont Come For Free.
Ítarleg umfjöllun er um bestu
plötur ársins í DV 30. desem-
ber. Þar er einnig upprifjun á
tónlistarárinu 2004.
– halfdan@bb.is
Mugison á lang-
bestu plötu ársins
Mugison.
Boltafélag Ísafjarðar og Sparisjóður Vestfirðinga
Á gamlársdag undirrituðu
Eiríkur Finnur Greipsson að-
stoðarsparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Vestfirðinga og Kristján
Pálsson, formaður Boltafélags
Ísafjarðar styrktarsamning til
tveggja ára. Í október rann út
styrktarsamningur sem gilt
hafði í þrjú ár á milli þessara
sömu aðila en samkvæmt hon-
um var Sparisjóður Vestfirð-
inga aðal styrktaraðili Boltafé-
lags Ísafjarðar.
Í þessum nýja samningi
kemur fram að Sparisjóðurinn
verður áfram aðalstyrktaraðili
Boltafélagsins. Eiríkur Finnur
segir forsvarsmenn Sparisjóðs
Vestfirðinga mjög ánægða
með þetta góða samstarf við
Boltafélag Ísafjarðar og þeir
vilji áfram taka þátt í því öfl-
uga og þróttmikla íþrótta- og
æskulýðsstarfi sem félagið
stendur fyrir í bæjarfélaginu.
Kristján Pálsson segir þenn-
an mikla stuðning gefa Bolta-
félaginu kost á að gera gott
Undirrita nýjan samning
starf ennþá betra og það verði
vonandi að veruleika í fram-
tíðinni. „Boltafélag Ísafjarðar
þakkar sparisjóðnum þennan
mikla stuðning á liðnum árum
og óskar þeim og öllum vel-
unnurum, iðkendum og for-
eldrum þeirra gleðilegs nýs
árs“, segir Kristján. – hj@bb.is
Kristján Pálsson og Eiríkur Finnur Greipsson handsala nýjan samning.
01.PM5 6.4.2017, 09:195