Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.01.2005, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 05.01.2005, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 9 auglýsingaleikur minn var mjög skemmtilegur en ég hef nú reyndar engin tilboð fengið í kjölfarið – má ég ekki bara birta símanúmerið mitt með viðtalinu...?! Ég var nú að rifja það upp þegar ég var á leiðinni til þín, að við mig var tekið viðtal í BB fyrir tíu árum og hafði ég þá hátt um að ég ætlaði mér að verða leikari. Ég reyndi einu sinni og var hársbreidd frá að skrifa í umsóknina að ég væri sonur Jóns Baldvins og Bryn- dísar, taldi víst að það myndi fleyta mér alla leið. En ég strokaði það út og ekkert gekk. Ég held að mig hafi ekki lang- að nógu mikið að verða leikari. Ef maður virkilega ætlar sér eitthvað, þá gerist það.“ Bóksalinn spilandi – Að tónlistinni. Þú varst fyrst þekktur sem meðlimur í Geirfuglunum. „Já, það er rétt. Ég er nú reyndar hættur í þeirri ágætu hljómsveit. Ég byrjaði minn feril hér fyrir vestan eiginlega sem uppfylling hjá mér reynd- ari hljóðfæraleikurum. Ég bæði græddi og tapaði á því að elta þá mín fyrstu spor. Ég var nú sá eini vina minna sem var ekki í hljómsveit á árum áður en var svo fyrstur allra til að verða áberandi í bransan- um. Ég hef mikið lært af þeim sem ég hef spilað með enda margir snillingar í þeim hópi. Nú er ég að spila í bandi Dr. Gunna og einnig er ég í hljóm- sveit sem ber það hógværa nafn Reykjavík. Við spiluðum á Airwaves um daginn og það gekk mjög vel. Þar voru Bretar staddir sem hafa áhuga að fá að heyra meira í okkur spila og kannski kemur eitthvað út úr því. Við erum ekki þekktir á nokkurn hátt og tíminn verð- ur að leiða það í ljós hvernig gengur. Í þessari sveit eru fjórir Ís- firðingar, auk mín þeir Valdi- mar Jóhannsson, Haukur Magnússon og Guðmundur Halldórsson. Síðan er einn Norðfirðingur í sveitinni en hann er tengdasonur Brynjars Viborg kennara í MÍ þannig að við eigum allir eitthvað hér vestra. Við stóðum fyrir ís- firsku nýbylgjuhátíðinni sem haldin var í Reykjavík í haust. Hún gekk mjög vel. Þessi inn- rás okkar Ísfirðinga vakti mikla athygli. Hátíðin var mik- ið rædd syðra og ég var mjög hreykinn af því. Ísafjarðarbær tók þátt í þessu með okkur og á skilið miklar þakkir fyrir. Ég skora á bæjaryfirvöld um leið að styðja við bakið á svokölluð- um bílskúrsgrúskurum – út- vega húsnæði eða annars kon- ar styrki. Fordæmi eru fyrir því í Hafnarfirði. Ég er mjög upprifinn af þeirri athygli sem ísfirskir tónlistarmenn fá í Reykjavík. Ísafjörður hefur mjög gott orð á sér sem tón- listar- og menningarbær. Nú er mikill meðbyr og vona ég að bæjaryfirvöld og íbúar nýti sér þau sóknarfæri sem gef- ast.“ – Hér á árum áður var það þannig að hér spiluðu menn lengi á sveitaböllunum og síðan fóru einn og einn lengra á framabrautinni. Hins vegar virðist það vera þannig með þessa drengi héðan sem eru að vekja þessa athygli syðra núna, að þeir hafa ekki farið þessa hefðbundnu leið gegnum sveitaböllin. „Já, það er rétt og við meg- um ekki gleyma bílskúrunum. Ég var aldrei í bílskúrsbandi heldur fór beint í sveitaballa- bransann hér vestra með Mið- nesi. Ég hef lært allt sem ég kann af samherjum mínum í hljómsveitum. Ég hef því ekki farið hefðbundna leið og því síður þeir félagar mínir í hljómsveitinni Reykjavík.“ Dr. Gunni – Nú ertu líka að spila með Dr. Gunna, þeim landsfræga manni sem nú er orðinn teng- dasonur Ísafjarðar. Hann er nú kannski frekar þungur á svip maðurinn. Hvernig er að vinna með honum? „Það er mjög skemmtilegt og gefandi. Ég skal viðurkenna það að hér á árum áður þoldi ég ekki manninn né tónlist hans. Unnar frændi minn hélt mikið upp á hann og þegar við Gummi vinur minn og kollegi í músíkinni vorum að rúnta með Unnari hér áður fyrr, þá reyndum við að fela diskinn með Dr. Gunna svo Unnar næði ekki að spila hann. Dr. Gunni er mikill snilling- ur og gífurlega hæfileikaríkur. Hann á mjög auðvelt með að semja hina fjölbreytilegustu tónlist. Þú mátt hins vegar ekki leyfa þér að dæma tónlist hans eftir eina hlustun. Hann er kannski ekki með allra ómþýð- ustu röddina en hann er alls ekki slæmur söngvari. Sam- starf mitt við hann hefur verið mjög lærdómsríkt. Við gáfum út plötu fyrir ári síðan. Hún fékk nú reyndar engin verð- laun. Þetta var hefðbundið og einfalt rokk sem ætti að eiga upp á pallborðið hjá flestum. Flestir gagnrýnendur völdu hana sem eina af bestu plötum ársins og það vorum við mjög ánægðir með, þrátt fyrir að platan seldist ekki mikið. Dr. Gunni hefur verið mjög heill í því sem hann hefur verið að gera. Hann er öðruvísi en flest- ir aðrir og leyfir sér það. Hann hefur ekki látið fólk breyta sér og það kann ég vel að meta.“ Finnskur tangó „Fyrir utan þessar tvær rokksveitir spila ég einnig finnskan tangó með fyrrum samstarfskonum mínum úr bókabúðinni. Við komum ein- mitt vestur í haust og spiluðum í Edinborg, fengum frábærar viðtökur. Finnski tangóinn hentar okkur Íslendingum mun betur en sá suðræni. Þar er önnur hrynjandi í gangi, skan- dínavískari, hvernig sem það nú hljómar. Það var mjög gam- an að spila á Ísafirði og Dóri Hermanns var ánægður með okkur, það segir okkur eitt- hvað. Vonandi komum við hingað aftur. Við munum hugsanlega gefa út plötu á ár- inu, gott að hafa mörg járn í eldinum.“ – Ferðu ekki að flytja aftur heim? „Ísafjörður kallar á börnin sín. Mér finnst ekki ólíklegt að maður snúi aftur á heima- slóðir, verðandi konan mín er héðan og við eigum nú einn son. Ég sé birtu yfir Vestfjörð- um í framtíðinni. Ég sé líka að hér þarf að bæta aðgengi fólks að tónlist. Ekkert hefur gerst síðan við Heiðar Sigurðsson lokuðum Hljómum 1998. Kannski ég hringi í Heiðar. Ég hef nú því miður enga töfra- lausn á atvinnumálunum eða byggðaþróuninni en treysti á það góða fólk sem hér býr, að horfa í aðrar áttir og breyta um sjónarhorn, það kemur alltaf nýtt út úr því. Ég segi að lykillinn að uppgangi sé mark- aðssetning. Okkur vantar öfl- ugan markaðsfulltrúa sem bá- súnar í fjölmiðlum og víðar að hér sé allt í blóma en ekki allt á kafi snjó og kvótaleysi. Ef neikvæðu fréttirnar eru sífellt ofan á sér fólk svart en ef það jákvæða er í hávegum smitast það út.“ – Halldór Jónsson. 01.PM5 6.4.2017, 09:199

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.