Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.01.2005, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 05.01.2005, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 11 Óvíst er hvenær ráðist verð- ur í síðasta hluta gatnafram- kvæmda sem hófust með hellulögn Hafnarstrætis að Austurvegi og var síðan fram haldið með endurbyggingu Silfurtorgs fyrir nokkrum ár- um. Áformað var á sínum tíma að klára hellulögn frá Silfur- torgi suður Aðalstræti að gam- la pósthúsinu. „Þegar núverandi meirihluti tók við árið 1998 var forgangs- röðuninni breytt. Þá var fjár- hagsstaða bæjarins mjög veik. Við byrjuðum á að skera niður og lögðum í nýrri forgangsröð- un áherslu á snjóflóðavörn fyr- ir ofan Funa til að verja þann mannskap sem þar er“, segir Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar. „Þar að auki var á sínum tíma bullandi óánægja meðal verslunareigenda á svæðinu með hinar fyrirhuguðu fram- kvæmdir í Aðalstræti, aðallega vegna þess að í þeim tillögum var bara gert ráð fyrir örfáum bílastæðum. Þegar allt var tek- ið með í reikninginn sáum við að það þarf að hugsa þetta allt upp á nýtt áður en nokkuð er gert. Það er reiknað með tölu- verðu fjármagni til gatnafram- kvæmda á þessu ári, en hvern- ig verkefnum verður forgangs- raðað er ekki enn ljóst“, segir Halldór. – halfdan@bb.is Gatnaframkvæmdir í miðbæ Ísafjarðar Óljóst hvenær ráðist verð- ur í síðasta áfangann Sveitarstjórn Súðavíkur- hrepps samþykkti samhljóða fyrir áramótin, reglur sem lagt er til að gildi við úthlutun 150 þorskígildistonna byggða- kvóta er kom í hlut sveitarfé- lagsins á dögunum. Í reglunum segir að úthlutað skuli til afla- marksskipa og krókaafla- marksbáta. Þeim sé skylt að leggja til aflaheimildir í bol- fiski til jafns við úthlutaðan byggðakvóta. Til þess að eiga rétt á byggðakvóta skulu bátar og skip hafa verið skráð og hafa átt heimahöfn í Súðavík þann 1. september 2004. Einnig skulu útgerðirnar hafa átt lög- heimili í Súðavíkurhreppi á sama tíma. Þá er einnig gert að skilyrði að afla sem nemi úthlutuðum byggðakvóta sé landað í Súðavík og hámarks- úthlutun sé 80 tonn. Þá segir einnig að byggðakvótinn og mótframlag útgerðar skuli unnið í Súðavík og verða um- sækjendur að gera grein fyrir því í umsókn hvernig staðið verður að vinnslunni. Þá er einnig í reglum Súða- víkurhrepps sagt að tekið skuli tillit til úthlutaðra aflaheimilda og bóta vegna rækju fyrir fisk- veiðiárið 2004/2005. Fylgi út- gerð ekki þeim skilyrðum sem sett eru varðandi vinnslu afla í Súðavík fyrirgerir hún rétti sínum til hugsanlegrar úthlut- unar á næsta ári, að óbreyttum reglum. – hj@bb.is Setur reglur um út- hlutun byggðakvóta Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps Hætt við gjaldtöku af einkaþvotti vistmanna öldrunardeildar HSÍ um ótilgreindan tíma Heilbrigðisstofnunin Ísa- fjarðarbæ hefur hætt við þau áform að innheimta gjald fyrir þvott á fötum vistmanna á öldrunardeild stofnunarinnar. Sú gjaldtaka var ákveðin fyrir skömmu og átti að innheimta 5.500 krónur á mánuði. Þessi ákvörðun vakti töluverða óánægju og meðal annars gagnrýndi Jón Fanndal Þórð- arson formaður félags aldraðra á Ísafirði þessa ákvörðun harkalega í viðtali við bb.is á dögunum. Ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin eftir að þvottahús stofnunarinnar var lagt niður í sumar. Í frétt á vef Heilbrigðisstofn- unarinnar sem birt var þann 31.12 var þessi ákvörðun til- kynnt. Þar segir að stofnunin hafi ákveðið að falla frá áform- um um innheimtu gjalds fyrir þvott á einkafatnaði vistmanna öldrunarlækningadeildar um ótilgreindan tíma eins og segir í fréttinni. Í fréttinni segir einnig: „Varðandi einkaþvott vist- manna þá segir í reglugerð nr. 422/1992 að öldrunarstofnun- um sé ekki skylt að kosta per- sónulega muni eða aukaþjón- ustu sem talin er upp. Í ljósi þessa þá telur stofnunin að sér sé ekki skylt að standa straum af kostnaði við áðurnefndan þvott. Hins vegar þá hefur ver- ið ákveðið að stofnunin muni áfram kosta þvott á persónu- legum flíkum vistmanna öldr- unarlækningardeildar FSÍ um ótilgreindan tíma þrátt fyrir að henni sé það ekki skylt.“ Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. 01.PM5 6.4.2017, 09:1911

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.