Bæjarins besta - 05.01.2005, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 200514
mannlífið
Ábendingar um efni sendist til Thelmu
Hjaltadóttur, thelma@bb.is sími 849 8699
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Í dag er miðvikudagurinn 5. janúar,
5. dagur ársins 2005
Þennan dag árið1874 var stjórnarskrá um hin sér-
stöku málefni Íslands staðfest af konungi. Hún tók gildi
1. ágúst. Alþingi fékk þá löggjafarvald og fjárveitinga-
vald. Þetta var fyrsta stjórnarskrá landsins. Henni var
breytt 18. maí 1920 og hún gilti að mestu óbreytt fram að
lýðveldisstjórnarskránni 17. júní 1944.
Þennan dag árið 1931 fæddist fyrsta barnið á Land-
spítalanum sem var tekinn í notkun tveimur vikum fyrr.
Þennan dag árið 1941 var dreift fjölrituðu bréfi til
breskra hermanna og þeir hvattir að ganga ekki í verk
Íslendinga sem voru í verkfalli. Breska herstjórnin leit á
þetta sem áskorun til hermanna um að efna til upp-
reisnar og voru fjórir menn dæmdir fyrir verknaðinn.
Heimild: Dagar Íslands. Jónas Ragnarsson tók saman.
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Hvað er að frétta? · Sigmundur Þórðarson, húsasmiður á Þingeyri
Á þessum degi fyrir 34 árum
Fádæma góð færð
Vegir hafa verið með eindæmum góðir í vetur fram
undir þetta og lítið þurft að ryðja þá. Aðeins hafa verið
ruddir af og til stöku fjallvegir, sem yfirleitt þykir ekki
koma til tals að halda opnum á vetrum, að því er Hjörleifur
Ólafsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni tjáði mbl.
Nú um helgina kom þó nokkur hríð og lokuðust einstaka
fjallvegir. Á Vestfjörðum lokuðust Breiðadalsheiði og
Botnsheiði. Einnig Kleifarheiði og Hálfdán. Þó er fært frá
Patreksfirði á Rauðasand og til Tálknafjarðar og milli
Þingeyrar og Flateyrar. Einnig frá Ísafirði og út í Bolung-
arvík. Og vegna mikilla fólksflutninga voru bílar í gær að-
stoðaðir yfir Breiðadalsheiði, en ekki var reiknað með að
heiðin yrði fær framvegis.
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Helgarveðrið
Horfur á fimmtudag:
Norðvestan 13-18 m/s og éljagangur norðaustantil, en
annars mun hægari og úrkomulítið. Harðandi frost.
Horfur á föstudag:
Norðaustlæg átt og víða bjart veður, en talsvert frost
um land allt.
Horfur á laugardag:
Norðlæg átt með éljum víða um land, einkum þó
norðan til. Kalt í veðri.
Horfur á sunnudag:
Norðlæg átt með éljum víða um land, einkum þó
norðan til. Kalt í veðri.
Spurning vikunnar
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Falleg og notaleg jól
Það er allt gott að frétta
héðan frá Þingeyri. Aldaraf-
mæli Höfrungs var haldið
þann 20. desember á sjálfan
afmælisdaginn. Þá var skrúð-
ganga frá sparkvellinum hjá
grunnskólanum, þar sem
fyrsta æfingin á vegum Höfr-
ungs fór fram fyrir 100 árum.
Afmælishátíð var í félags-
heimilinu þar sem á annað
hundrað manns komu sem
ég kalla gott miðað hve mikið
er að gera um jólin.
Bærinn er mjög jólalegur
og skemmtilega skreyttur.
Þetta voru falleg og notaleg
jól í jólasnjónum. Á aðfanga-
dag þeystu jólasveinar um
bæinn og færðu börnum
pakka. Þeir gera það hér á
Þingeyri fyrir þá sem vilja.
Þingeyringar héldu svo til
messu í kirkjunni en lokið var
við endurbætur á henni á ný-
liðnu ári og er hún nú orðin
mjög fín. Þar sungum við sam-
an og áttum hátíðlega stund.
Mikið var um gestagang hér
um jólin og mér finnst það
vera að aukast að brottfluttir
Vestfirðingar, vinir og vanda-
menn komi heim um jólin.
Hópurinn tilbúinn fyrir athöfnina, frá vinstri Guðni Einarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir,
Guðlaug Björnsdóttir, Hilmar Danielsson og Ijoma Ojiako.
Krýndur með
húfu og arnarfjöður
Guðni Einarsson, fram-
kvæmdastjóri fiskhausaverk-
unarinnar Klofnings á Suður-
eyri, var sæmdur æðstu nafn-
bót Konungdæmisins Abríba
í Nígeríu við athöfn í bænum
Abiriba þann 20. desember og
ber nú titilinn „chief Guðni“.
„Á Ibo máli er titillinn Chief
Nwanne Dinamba no 1 of Abi-
riba sem þýðir: Bróðir í útlönd-
um. Ég er sá fyrsti sem ber
þennan titil og það mun enginn
annar bera hann fyrr en eftir
minn dag“, segir Guðni.
Við sama tilefni fékk Hilm-
ar Daníelsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Fiskmiðl-
unar Norðurlands titilinn
„Sonur rísandi sólar“. Þessi
mikli heiður kemur í kjölfar
góðrar þjónustu og viðmóts í
garð heimamanna en Guðni
og Hilmar Daníelsson hafa far-
ið fjölmargar ferðir saman til
Nígeríu.
„Við höfum verið að sinna
markaðsmálum í Nígeríu,
kynna okkar vöru og hlusta á
það sem viðskiptavinir okkar
þar hafa að segja. Saman erum
við búnir að taka þátt í fjórum
til fimm vörusýningum víðs
vegar í Nígeríu og það er eitt-
hvað sem ekki hefur gert af
Íslendinga hálfu fyrr þrátt fyrir
að Nígería sé eitt af okkar mik-
ilvægustu viðskiptalöndum”.
Ég held að engum Íslendingi
hafi áður hlotnast þessi heiður
og mjög fáir hvítir menn hafa
fengið þennan titil. Athöfnin
fór þannig fram að við Hilmar
vorum fyrst gerðir að borgur-
um í bænum Abiriba og síðan
færðir fyrir konunginn í Abr-
iba konungdæmi að viðstöddu
höfðingjaráði sem krýndi okk-
ur með prjónahúfu og arnar-
fjöður. Þar með vorum við
orðnir Chiefs. Eiginkonur
okkar fengu sjálfkrafa titilinn
„lolo“, sem þýðir einfaldlega
kona Chief. Með þessu eru
íbúar Abríba að sýna í verki
þakklæti sitt fyrir þá góðvild
og virðingu sem við höfum
sýnt þeim.“
Guðni segir það óvíst hve-
nær hann ferðast aftur til
Abríba. „Líklega fer ég aðra
ferð á vordögunum og að sjálf-
sögðu mun ég þá heimsækja
Abiriba “, segir Guðni sem
fær höfðinglegar móttökur er
hann fer til Nígeríu.
– thelma@bb.is
Guðni krýndur chief Nwonne Dinamba, sem þýðir bróðir í útlöndum.
Chief Guðni í fullum skrúða.
Alls svöruðu 694. – 0-10 þús. sögðu 496 eða 71% – 11-20 þús.
sögðu 81 eða 13% – 21-40 þús. sögðu 38 eða 5% – 41-100
þús. sögðu 23 eða 3% – Meira en 100 þús. sögðu 56 eða 8%
Hversu miklu eyðir þú í kaup á flugeldum?
01.PM5 6.4.2017, 09:1914