Bæjarins besta - 05.01.2005, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 15
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Uppáhalds borgin mín · Inga S. Ólafsdóttir, ferðafræðingur Ummæli vikunnar
Brennslan mín!
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
New York og París
„Ég á svo margar uppá-
halds borgir að erfitt er að
gera upp á milli en helst
myndi ég segja New York í
Bandaríkjunum og París í
Evrópu. Mannlífið í New
York er svo öðruvísi og
skemmtilegt. Þar er allt til
alls og stórglæsileg óperu-
hús, Metropolitan og flottir
veitingastaðir.
Í París aftur á móti er
menningin svo sérstök og á
sér mikla sögu. Það er svo
gaman að fara á söfnin og
margir veitingastaðir þar
bjóða rétti sem kitla bragð-
laukana. Þar er svo margt
sem hægt er að gera og
yndislegt að vera“.París.
Bíllinn skoðaður á sjúkrahúsi?
Þrír bílar áttu aðild að sama árekstrinum í Önundar-
firði nú síðdegis. Einn var fluttur til skoðunar á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Ísafirði, en farþegar munu hafa
sloppið ómeiddir. Svæðisútvarpið – 23. desember.
Það var erfitt að velja aðeins
10 lög af þeim fjölmörgu sem
eru í uppáhaldi hjá mér en
það tókst á endanum. Auka-
lagið á disknum verður svo
Kattadúettinn. Það þýðir svo
ekkert að hlusta á diskinn í
lélegum græjum og ekki vera
feimin við að hækka.
1. The Weight – The Band.
Ég hef haldið lengi upp á
þetta lag, það er eitthvað svo
Gumma Hjalta legt.
2. Wish you were here –
Pink Floyd.
Ég væri til í ferðalag aftur í
tímann til að skella mér á
tónleika með þeim.
3. Friday I´m In Love – the
Cure.
Góð regla sem ég reyni að
fara eftir.
4 .What´s the frequency
Kenneth – REM.
Það gerist varla betra,rödd
Stipes og þetta óviðjafnan-
lega gítarsánd, ég fæ aldrei
leið á þessu lagi.
5. Psyco Killer – Talking
Heads.
Þetta lag er af fyrstu plötu
þeirra ´77. Ég heyrði það
fyrst fyrir nokkrum árum og
fannst það vera ferskt og ég
er ekki frá því að það sé enn
ferskt.
6. One of us – Jaguar.
Ég fékk þetta lag strax á
heilann og þeir eru líklega
langbesta hljómsveit Íslands
í dag.
7. Dead Man Walking –
Quarashi.
Þeir sameina rokk og rapp
á mjög sannfærandi hátt og
verða betri með hverjum
diski.
8. Sunday Bloody Sunday
– U2.
Það jafnast fátt á við að
spila þetta lag í botni, nú og
syngja með auðvitað.
9. London Calling – The Clash.
Þegar þeir komu til Íslands
og tóku þetta lag var ég of
ung til að fá að fara. Þá
tíðkaðist því miður ekki að
foreldrar færu með börnin á
rokktónleika.
10. Back in Black – AC/DC
Það hefur einfaldlega
engum tekist að toppa þetta
rokklag.
Ferðalag aftur í
tímann á tónleika
með Pink Floyd
Matthildur Helgadóttir,
framkvæmdastjóri Snerpu
Innlit til Kristínar Hálfdánsdóttur og Gunnars Þórðarsonar
101 Ísafjörður
Hjónin Kristín Hálfdáns-
dóttir og Gunnar Þórðarson
búa í hjarta Ísafjarðar að Silf-
urtorgi 1 á efstu hæð. BB kíkti
í heimsókn til þeirra og fékk
að litast um íbúðina. Hún er á
tveimur hæðum með risi og út
um svaladyrnar er útsýni yfir
Silfurtorgið sjálft. Húsið var
byggt fyrir Matthías Sveinsson
og tengdaföður hans Árna
Gíslason og þeirra fjölskyldu
1930. Þess má til gamans geta
að það er hinn sami Árni Gísla-
son og stóð fyrir vélvæðingu
íslenskra fiskibáta er hann setti
vél í bátinn Stanley á Ísafirði
árið 1902.
Húsið hefur haldið glæsi-
legu ytra útliti sínu frá upphafi
og er eitt af þeim húsum sem
setja vinalegan svip á miðbæ-
inn. Arkitekt og bygginga-
meistari hússins var Jón H.
Sigmundsson. Greinilegt er að
engu var til sparað við bygg-
inguna, til dæmis voru í upp-
hafi tveir stigar upp í íbúðina
og var sá minni eingöngu ætl-
aður fyrir þjónustufólk íbú-
anna.
Gunnar og Kristín fluttu inn
í lok október og hafa gert mikl-
ar breytingar á íbúðinni. „Við
rifum allt úr eldhúsinu og sett-
um nýja eldhúsinnréttingu
með öllu tilheyrandi. Við tók-
um burt eina ofninn sem var í
eldhúsinu og létum því setja
hita í gólfin. Ég er sérstaklega
hrifin af flísunum sem við
völdum á eldhúsveggina þær
eru úr ítölskum marmara og
engar tvær eru eins“, segir
Kristín.
Þrátt fyrir breytingarnar
hefur íbúðin fengið að halda
sínum upprunalega glæsi-
leika. „Allar innihurðir og
skrár eru upprunalegar, við
skröpuðum alla málningu af
og létum handlakka þær upp
á nýtt. Það gerði Guðmundur
Níelsson og hans menn. Allt
Borðstofan var gerð úr stóru herbergi og borðstofuborðið og skápurinn voru keypt í Mexíkó er fjölskyldan bjó þar.
annað máluðum við sjálf.
Vestfirskir verktakar sáu um
flísalagnir, það var þeirra
maður Jón Þorláksson sem sá
um verkið. En Arnór Magnús-
son sá um uppsetningu á inn-
réttingum. Hluta stofunnar
breyttum við í svefnherbergi
en öðru herbergi skiptum við í
tvennt og gerðum að borðstofu
og svefnherbergi sem yngsti
sonur okkar býr í nú. Ágúst og
Flosi ehf. sá um færslu á
veggjum og parketlagnir en
öll gólfefni eru úr olíuborinni
massífri eik“.
Fjölmörg og litrík listaverk
vekja athygli á hvítmáluðum
veggjunum.
„Grafíkmyndirnar eru eftir
Silviu Outkeerk vinkonu mína
í Hollandi, ullarmyndin í
borðstofunni eftir Huldu Leifs
og klippimyndin eftir Árna
Guðmundsson. Svo eru
nokkrar myndir eftir Söru Vil-
bergs og Guðrúnu Svövu.
Þegar farið er upp á loft blasir
við mynd sem er frá Sri
Lanka, keypt af Hafdísi, dótt-
ur okkar, þegar hún var þar
stödd.
Okkur líður mjög vel hér
og staðsetning íbúðarinnar er
alveg frábær. Segja má að við
búum í 101 Ísafjörður“.
Dökklituð innréttingin er frá Innex og fer vel saman fallegu marmaraflísarnar en
þær voru fengnar í versluninni Vídd. Heimilistækin eru frá Einari Farestveit hf.
Granítborðplötur eru á eldhúsbekknum en þær koma frá S. Helgasyni.
Stofan ber dálítinn keim af Mið-Ameríku en þaðan
hafa hjónin fengið marga muni. Stóra myndin yfir
sófasettinu er frá Mexíkó og hún er unnin úr
lamaull. Sófasettið er frá Valhúsgögnum. Gardínur
eru saumaðar af Agnesi Aspelund og gluggastangir
smíðaðar af 3X stál.
Sneggri, stærri og sterkari!
Foreman var rúmlega miðaldra, skreið með liðagigtarveik hné sín
inn í hringinn. Í dag skyldi barinn 18 ára fagriblakkur, höfðinu hærri
en Foreman, með upphandleggsvöðva af hrossi og sixpakk sem
hefði mátt slægja fisk á, án þess að sæi á því. Hann var sneggri,
stærri, sterkari, og fallegri en Foreman. Eiríkur Örn Norðdahl á
bloggsíðu sinni www.blog.central.is/amen/
01.PM5 6.4.2017, 09:1915