Bæjarins besta - 01.04.2015, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015
Minnihlutinn hefur þungar
áhyggjur af rekstri Eyrar
Minnihlutinn bæjarstjórnar
Ísafjarðarbæjar hefur þungar
áhyggjur af stöðu samninga um
rekstur hjúkrunarheimilisins
Eyrar á Ísafirði. Í bókun minni-
hlutans eru bæjaryfirvöld sökuð
um aðgerðarleysi. Á fundi bæjar-
stjórnar á fimmtudag var lagt
fram skriflegt svar Gísla Halldórs
Halldórssonar bæjarstjóra til
minnihlutans um stöðu mála.
Bæjarstjóri og formaður bygg-
ingarnefndar hjúkrunarheimilis-
ins funduðu í velferðarráðuneyt-
inu 18. mars og segir Gísli Hall-
dór að þar hafi komið fram að
ásetningur ráðuneytisins sé að
rekstur á hjúkrunarheimilinu Eyri
hefjist svo skjótt sem verða má
eftir að það hefur verið afhent.
Bæjarstjóri minnist á að fyrir
lægi viljayfirlýsing Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða, frá því 12.
apríl 2013, um að stofnunin muni
sjá um rekstur hjúkrunarheimilis-
ins í eigin nafni. Gísli Halldórseg-
ir að aðilar séu ásáttir um að
greiðslur fyrir reksturinn miðist
við gildandi daggjöld eða nánara
samkomulag við velferðarráðu-
neytið. „Það virðist því ekki ástæða
til að ætla annað en að HsVest
standi við yfirlýst áform sín um
að hefja rekstur svo fljótt sem
auðið er þegar hjúkrunarheimilið
verður fullbúið, sem áætlað er að
verði í júní,“ segir í svarinu. Gísli
Halldór segir að samningsmark-
mið hans séu að Ísafjarðarbæjar
niðurgreiði ekki að nokkru leyti
rekstur hjúkrunarrýma á Eyri.
Daníel jakobsson, oddviti
Sjálfstæðisflokks, lagði fram
bókun fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks þar
sem lýst er yfir þungum áhyggj-
um af „aðgerðaleysi bæjaryfir-
valda í Ísafjarðarbæ um málefni
hjúkrunarheimilis.“
„Ekkert hefur gerst í þessu máli
á þessu kjörtímabili þrátt fyrir að
gríðarlegir hagsmunir bæjarins
séu í húfi þegar að kemur að
þessum samningum. Það að bæj-
arstjóri sé á sínum fyrsta fundi
um málið í velferðarráðuneytinu
í dag 273 dögum eftir að Í-listinn
tók við stjórn bæjarins er algjör-
lega óásættanlegt,“ segir í bókun
minnihlutans.
Í bókun Í-listans segir að frá-
leitt sé að halda því fram að að-
gerðarleysi bæjaryfirvalda síð-
astliðna mánuði sé um að kenna
að ekki hafi komist á samningur
milli bæjaryfirvalda og Heil-
brigðisstofnunar Vestfjarða um
rekstur hjúkrunarheimilsins Eyr-
ar. „Fyrri meirihluti hafði ekki
árangur sem erfiði að ná samn-
ingum um reksturinn og voru þó
búin að reyna í tvö ár. Fulltrúar Í-
listans eru fullvissir um að bæj-
arstjóri hafi sinnt málinu af kost-
gæfni og telja þennan málflutning
sjálfstæðismanna og framsóknar-
manna leið til gera málið tor-
tryggilegt,“ segir í bókuninni.
Metafli hjá Hálf-
dáni Einarssyni
Mjög góður steinbítsafli hefur
verið undanfarið hjá þeim bátum
sem gera út frá Bolungarvík og
eiga steinbítskvóta. Áhöfnin á
Hálfdáni Einarssyni ÍS komu að
landi á fimmtudagskvöld í síð-
ustu viku með 27 tonn úr einni
sjóferð sem væntanlega telst Ís-
landsmet hjá báti af þessari
stærð. Heildarafli bátsins í mars
mánuði var þá kominn í 182 tonn
í 14 sjóferðum, sem væntanlega
er einnig Íslandsmet. Skipstjóri
á Hálfdáni Einarssyni ÍS er Björn
Elías Halldórsson.
Af öðrum bolvískum bátum
má nefna að Jónína Brynja ÍS er
komin með 124.895 tonn í 17
sjóferðum, Fríða Dagmar er
komin með 107.384 tonn í 17
sjóferðum, Einar Hálfdáns er
kominn með 113.063 tonn í 15
róðrum og Guðmundur Einars-
son er kominn með 60.821 tonn
í 13 sjóferðum. Heildaraflinn í
var kominn í ríflega 1000 tonn.