Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.04.2015, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 01.04.2015, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson. Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Stöndum vörð Spurning vikunnar Hyggst þú ferðast um Vestfirði í sumar? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 344. Já sögðu 222 eða 65% Nei sögðu 66 eða 19% Óvíst sögðu 56 eða 16% Rík ástæða er til að fagna tíu ára afmælis Háskólaseturs Vestfjarða og gleðjast yfir þeim árangri sem þar hefur náðst og þeirri sérstöðu sem stofnunin hefur skapað sér. Eflaust hafa margir lagt hönd á plóginn við þróun Háskólaseturisins en vonandi er á engan hallað þótt aðeins sé íað að starfi forstöðumanns. Engin fjöður skal yfir það dregin að uppskeran sem Háskólinn á Akureyri skóp samfélaginu norður frá gaf Vestfirðingum byr í seglin með kröfu um hliðstæðu á Vestfjörðum; að ekki sé minnst þess uppgangstíma íslenskra stjórnmála þegar svo virtist sem loforð ráðherra, í einskonar hátíðaræðu, nægði til stofnunar háskóla stuttu síðar. Vestfirðingar létu til sín heyra, minnugir harðvítugrar baráttu fyrir menntaskóla. BB var þar engin undantekning. Niðurstaðan hér vestra var Háskólasetur. Og nú, að áratug liðnum, þegar menn al- mennt eru þeirrar skoðunar að takmörk eru fyrir fjölda fullgildra há- skóla í örsamfélagi, líkt og því íslenska, eru líkur á því á tölvuöld að skólasetur séu það sem horft verður til í ríkari mæli. Minnugir að oft á tíðum er erfiðara að gæta fengins fjár en afla þess, verða Vestfirðingar að standa vörð um það sem þegar hefur áunnist í skólamálum, með frekari áfanga að markmiði í pokahorninu. Páskar ,,Aldrei hefur birta morgunsins og litur landsins ljómað eins skært og í dag.“ Ljóst er að með upphafi ljóðsins ,,Á páskum“ er Þorgeir Sveinbjarn- arson að tjá hugarástand manns að morgni páskadags, fagnandi upprisu Krists, eftir að: ,,Með sínum dauða hann deyddi / dauðann og sigur vann,“ eins og meistari Hallgrímur orðar það. Dymbilvika rúmar vikurnar tvær: Páskaviku og Skíðaviku, vikur trúar og útiveru. Sú síðar nefnda með ríka hefð að baki á Ísafirði enda áttatíu ára. Miklar þakkir á það fólk skilið sem þar hefur staðið að baki. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er tekin að tölta inn á annan áratuginn. Það er mikið, þakkarvert afrek. Bæjarins besta býður alla páskagesti velkomna til Ísafjarðar. Megi heimsóknin auka innstæðu hvers og eins í eigin minnninga- banka. Lesendum Bæjarins besta nær og fjær og landsmönnum öllum eru sendar óskir um gleðilega páskahátíð. s.h. Fyrsta farþegaskip ársins Hollenska seglskipið Rembrandt van Rijn kom til hafnar á Ísafirði í síðustu viku. Skipið er þriggja mastra skonnorta sem fyrir tuttugu árum var breytt í farþegaskip. Skipið kom til Ísaf- jarðar frá Færeyjum með viðkomu á Seyðisfirði þar sem 33 farþegar voru settir í land. Sam- kvæmt upplýsingum frá hafnsögumanni tekur skipið farþega á Ísafirði og fer í tvo vikutúra um strendur Vestfjarða. Síðan heldur skipið til Reykjavíkur, tekur um borð farþega þar og siglir til Grænlands. – smari@bb.is Það er ekki laust við að Hrafn- kell Hugi Vernharðsson hafi verið pínu vankaður á mánudags- morgun þegar blaðamaður hafði samband við hann og óskaði hon- um til hamingju með sigur Rythmatik í Músíktílraunum á laugardag. „Það er búið að taka tíma til að átta sig á að við unnum þetta. Markmið okkar var bara að hafa gaman af þessu og skemmta okkur,“ segir Hrafnkell sem er gítarleikari og söngvari í Rythmatik frá Suðureyri. Mús- íktilraunir hafa oft reynst stökk- pallur fyrir hljómsveitir til frekari verka og í einhverjum tilfellum frægðar. Í verðlaun eru meðal annars 20 hljóðverstímar í Sund- lauginni, þátttaka í Airvawes og tónleikahald erlendis. Hljómsveitin var ekki fullskip- uð á Músíktilraunum þar sem Eggert Nielson var fjarri góðu gamni í ferð með Menntaskólan- um á Ísafirði í Frakklandi. Í hans skarð hljóp Bjarni Kristinn Guð- jónsson. „Hann gjörsamlega reddaði okkur og stóð sig eins og hetja.“ En hvað er næst á dagskrá hjá Rythmatik? „Núna erum við bara að fara að hreinsa út úr æf- ingarhúsnæðinu okkar, það var verið að kasta okkur út. 3X var að kaupa húsið þar sem við vorum að æfa. Svo er bara að gíra sig upp fyrir Aldrei fór ég suður og eftir það þurfum við bara að taka okkur smá tíma og anda og pæla í næstu skrefum,“ segir Hrafn- kell. – smari@bb.is Tók tíma að átta sig á sigrinum Sigurvegarar Músíktilrauna 2015. F.v. Bjarni Kristinn Guðjónsson, Valgeir Skorri Vern- harðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Pétur Óli Þorvaldsson. Ljósm: Morgunblaðið.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.