Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.04.2015, Síða 12

Bæjarins besta - 01.04.2015, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 Rabbi hringdi og vantaði söngvara á stundinni „Ætli það hafi ekki verið þegar ég fór að sjá myndina A Hard Day’s Night í Alþýðuhúsinu, þá fór maður að leika sér með bad- mintonspaðann og syngja í lampaskerminn,“ segir Helgi Björns, aðspurður hvort ástæðu þess að hann gerðist leikari og söngvari en ekki eitthvað allt ann- að megi rekja til einhvers sérstaks. Hann er ekki alveg viss hvað hann var gamall þegar þetta var. „Kannski átta til tíu ára. En ég byrjaði að leika á barnaskemmt- unum sem Litli leikklúbburinn hélt utan um, bæði á sumardaginn fyrsta og sautjánda júní, við krakkarnir vorum látnir taka þátt í þeim.“ Og þess má geta að Litli leik- klúbburinn á Ísafirði var stofn- aður 24. apríl 1965, þegar Helgi var einmitt bráðum átta ára, og fagnar því hálfrar aldar afmæli sínu seinna í þessum mánuði. Á síðasta ári hélt Helgi upp á þrjátíu ára söngafmæli. Þá voru 30 ár síðan fyrsta platan hans með Grafík kom út, Get ég tekið cjéns, sem hafði meðal annars að geyma lögin Mér finnst rigningin góð og Þúsund sinnum segðu já. Og Helgi er langt frá því að vera hættur að semja. „Ég er að fara núna í vor í upptökur á plötu sem á að koma út í haust,“ segir hann. Þetta verður nýtt frumsam- ið efni eftir hann sjálfan, bæði tónlistin og textarnir. Frjálsu stundirnar hjá Margréti Óskars Helgi er þrautreyndur bæði sem sviðsleikari og kvikmynda- leikari. Hann hefur leikið í fjöl- mörgum leikritum og söngleikj- um, flestum hjá Leikfélagi Reyk- javíkur og nokkrum í Þjóðleik- húsinu, en auk þess hjá Stúdenta- leikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Loftkastalanum, Leikfélagi Ak- ureyrar og Íslensku óperunni. Kvikmyndirnar eru komnar nokk- uð á annan tuginn, þar af þrjár sjónvarpsmyndir. En upphafið var eins og áður sagði á barna- skemmtunum á hátíðisdögum á Ísafirði. „Síðan byrja ég að leika í upp- færslum hjá Litla leikklúbbnum, til dæmis Sandkassanum sem Bryndís Schram setti upp, og líka var ég að troða upp í Gagnfræða- skólanum ásamt Herði Ingólfs- syni vini mínum. Svo má ekki gleyma því, að Margrét Óskarsdóttir, sem var forkólfur í Litla leikklúbbnum á þeim tíma, var kennari minn í Barnaskólanum þegar ég var tíu- tólf ára. Það var alltaf á stunda- töflunni tími sem kallaðist frjáls stund. Margrét notaði þessa frjálsu stund mikið til þess að leyfa okkur að leika og spinna, eins og kallað er, leika af fingrum fram, og koma fram með ein- hverja brandara eða lítil atriði. Þarna komst maður á bragðið.“ – Varstu ekkert feiminn? „Í sjálfu sér var ég kannski eitthvað feiminn að eðlisfari, en einhvern veginn komst maður al- veg yfir það þegar farið var að gera eitthvað svona.“ Poppstjarna eða atvinnumaður í fótbolta – Þú byrjaðir að nota badmint- onspaðann fyrir gítar, en hvenær fórstu að spila á eitthvað sem heyrðist í og syngja líka? „Þegar ég var upp úr fermingu vorum við með einhverja hljóm- sveit. Hörður Ingólfsson spilaði á píanó en ég söng. Við vorum

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.