Bæjarins besta - 01.04.2015, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015
strax byrjaðir að semja okkar
eigin lög, sem var kannski dálítið
sérstakt á þeim tíma, ekki eldri
en við vorum,“ segir Helgi.
Því má skjóta hér inn, að þeir
Hörður og Helgi eru svo jafnaldra
að einungis munar á þeim fjórum
dögum.
„Við fluttum þessi lög á gagn-
fræðaskólaskemmtunum og ein-
hverju slíku. Vilberg Viggósson
var þarna líka þegar við vorum
að leika okkur í bílskúrnum, eins
og gengur, með einhverja skóla-
hljómsveit. Svo þróast þetta
smám saman, alveg þangað til
ég fer suður í Leiklistarskólann.
– Kom á þeim tíma eitthvað
fleira til greina hjá þér, kom til
greina að verða eitthvað allt ann-
að en tónlistarmaður og leikari?
„Nei, það kom aldrei neitt ann-
að til greina nema þá fótbolti. Ég
sagði við sjálfan mig þegar ég
var eitthvað tíu-tólf ára, að ég
ætlaði að verða annað hvort popp-
stjarna eða atvinnumaður í knatt-
spyrnu.“
Rokkið og stelpurnar
– Þú spilaðir vissulega fótbolta
í gamla daga ...
„Ég var náttúrlega í árgangi
sem var ansi sterkur í boltanum á
Ísafirði og skilaði sér síðan í því
liði sem fór upp í efstu deild á
sínum tíma. Þegar við vorum í
fimmta flokki í Vestra spiluðum
við úrslitaleik um Íslandsmeist-
aratitilinn á móti Val. Í liðinu
voru meðal annarra Magni Blönd-
al, Ómar Torfa, Jón Odds og
Krissi Kristjáns. En svo hætti ég
að spila fótbolta þegar ég var
kominn í annan flokk, kláraði
þriðja flokk en svo datt ég út. Þá
var það rokkið og stelpurnar.“
Helgi var miðjumaður, eða
halfsent eins og kallað var á þeim
tíma. Aðspurður hvort hann hafi
verið vanur að skora mikið tekur
hann lítið undir það. „Jú, eitthvað,
en maður lagði fyrst og fremst
upp úr góðum sendingum og að
dreifa spilinu.“
Ekki átti Helgi langt að sækja
fótboltann, ef svo má segja, því
að Björn Helgason faðir hans
(Bjössi Helga), síðar lengi íþrótta-
fulltrúi Ísafjarðarbæjar, var á sín-
um tíma einhver allra besti knatt-
spyrnumaður Ísfirðinga fyrr og
síðar og um tíma landsliðsmaður,
þá leikmaður með ÍBÍ og Fram. Í
tilefni af fimm ára afmæli Stóra
Púkamótsins á Ísafirði árið 2009
var efnt til netkosningar þar sem
þeir Björn Helgason og Ómar
Torfason voru kjörnir bestu knatt-
spyrnumennirnir í sögu Ísa-
fjarðar, en Halldór Sveinbjarnar-
son var líka tilnefndur.
Í sjálfu sér geta allir sungið
– Svo ferðu í leiklistarskóla ...
„Já, þá er ég tuttugu og eins.
Við Vilborg konan mín erum þá
byrjuð saman og búin að eignast
okkar fyrsta barn, þegar við sækj-
um bæði um í Leiklistarskóla
Íslands.“
Þetta var ríkisskóli sem þá var
tiltölulega nýstofnaður, eða tveim-
ur árum fyrr. Áður voru Þjóð-
leikhúsið og Leikfélag Reykja-
víkur hvort með sinn skóla og
síðast sameiginlegan skóla, sem
var kallaður Húsaskólinn. Seinna
eða um aldamótin varð Leiklist-
arskóli Íslands deild í hinum nýja
Listaháskóla Íslands.
Helgi og Vilborg voru bæði
tekin inn í skólann og voru þar
með í þriðja árgangi hans. Alls
voru umsækjendur talsvert á ann-
að hundrað, en af þeim voru að-
eins átta teknir inn. Með Helga
og Vilborgu í bekk voru m.a.
Edda Heiðrún Backman, María
Sigurðardóttir síðar leikstjóri og
leikhússtjóri, Eyþór Árnason,
seinna fyrsti sviðsstjóri í Hörpu,
og Sigurjóna Sverrisdóttir, ættuð
frá Ísafirði, sem giftist síðar
Kristjáni Jóhannssyni óperu-
söngvara.
Námið í Leiklistarskóla Íslands
tók fjögur ár og endaði með nem-
endaleikhúsi. „Síðasta árið fór
bara í uppsetningar á þremur leik-
ritum,“ segir Helgi. Hann segir
að leiklistarnámið hafi verið
skemmtilegt. „Þetta var mjög
skapandi og gefandi.“
Aftur á móti er Helgi alveg
sjálflærður í tónlistinni. „Ég lærði
bara nokkra gítarhljóma þegar
ég var tólf-þrettán ára og svo
byrjaði ég að raula og syngja. Ég
var mikið að hlusta á tónlist í
útvarpinu heima og söng með og
síðan byrjaði ég mjög snemma
að gutla eitthvað.
Í sjálfu sér geta allir sungið,
sumir hafa kannski eitthvað
meira næmi fyrir því en aðrir, en
í grunninn er þetta fyrst og fremst
þjálfun. Því meira sem þú syngur,
þeim mun betri söngvari verð-
urðu.“
Kannski er það
Sódóma Reykjavík ...
– Hvor listgreinin hefur þér
fundist skemmtilegri, leiklistin
eða tónlistin?
„Það er nú oftlega þannig, að
þegar maður er að leika, þá er
skemmtilegra að syngja, og þegar
maður er að syngja, þá er skemmti-
legra að leika. Samanber grasið
hinumegin við girðinguna.“
– En þú hefur væntanlega al-
drei séð eftir því að hafa ekki
orðið eitthvað allt annað en leik-
ari og tónlistarmaður, til dæmis
atvinnumaður í fótbolta eða kaup-
maður eða stýrimaður?
„Nei, í almáttugs bænum, ég
er alger lukkunnar pamfíll að hafa
fengið að starfa við það sem veitir
mér svo mikla gleði, hefur verið
mín ástríða gegnum lífið. Það eru
nú ekki allir sem fá að gera það.“
– Varðandi kvikmyndirnar: Er
einhver ein mynd, eða kannski
einhverjar tvær-þrjár, sem þér
hefur þótt skemmtilegra að vinna
við heldur en aðrar, eða þykir
vænna um en aðrar?
„Kannski er það Sódóma Reyk-
javík,“ segir Helgi eftir dálítið
hik, „það er náttúrlega mjög gam-
an að hafa tekið þátt í þeirri mynd,
og hún lifir ótrúlega sterku lífi.
Og Ungfrúin góða og húsið, það
var líka mjög gaman að taka þátt
í þeirri mynd.
Svo þykir mér mjög vænt um
síðustu myndirnar,“ segir hann,
og nefnir París norðursins sem
tekin var upp á Flateyri og frum-
sýnd á síðasta ári. „Þar var ég í
skemmtilegu hlutverki og hafði
gott pláss í myndinni, þannig að
maður hafði svigrúm til að sýna
fleiri hliðar.“
Trillan sem vildi ekki sökkva
– En hvaða mynd var erfiðust?
„Ég veit það ekki, átta mig
ekki á því. Reyndar kemur í hug-
ann sjónvarpsmynd sem heitir
Laggó og Jón Tryggvason gerði
á Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Þessi mynd fjallaði um tvo trillu-
sjómenn sem ætluðu að sökkva
trillunni sinni og fá trygginga-
bæturnar. Þeim gekk ekkert að
koma trillunni niður, hún bara
fylltist af sjó en vildi ekki sökkva.
Mikill hluti myndarinnar gerð-
ist í þessari trillu, sem var hálffull
af sjó. Þarna vorum við rétt fyrir
utan Arnarstapann að sulla í sjón-
um allan daginn, blautir frá
morgni til kvölds. Þó að maður
ætti að heita að vera í einhverjum
blautbúningi var þetta helvíti
erfitt, bæði slark og kalt. Að öðru
leyti var þetta mjög skemmtilegt
verkefni.“
Grafík
– Snúum okkur að tónlistinni.
Hvað viltu segja um hljómsveit-
ina Grafík og starfið með henni?
„Það var frábært að fá tækifæri
til að vinna með þeim snillingum.
Ég var bara rétt að útskrifast úr
Leiklistarskólanum, þetta var
1983, ég var ekki orðinn tuttugu
og fimm ára, og var nýbúinn að
fá hlutverk í kvikmyndinni Atóm-
stöðinni sem gerð var eftir sögu
Halldórs Laxness. Þessi mynd
var mikið stórvirki á þeim tíma.
Hún var tekin upp á bæði íslensku
og ensku því að það átti að selja
hana út um allan heim og mikið í
hana lagt. Ég var að leika í þessari
mynd allt sumarið.
Meðan ég var þar á fullu hringir
Rabbi í mig [Rafn Jónsson í
Grafík]. Þá hafði söngvarinn hjá
þeim hætt allt í einu og það vant-
aði söngvara á stundinni, þeir
voru búnir að bóka sig allt sum-
arið á Vestfjörðum. Ég fékk bara
daginn til að hugsa mig um og
ákvað að slá til, var kominn til
Ísafjarðar þrem dögum seinna að
syngja í Sjallanum á föstudags-
kvöldi og á Patreksfirði kvöldið
eftir.
Þannig leið sumarið, ég var að
leika í kvikmyndinni í miðri viku
og flaug svo til Ísafjarðar um
helgar og söng með Grafík föstu-
dags- og laugardagskvöld. Þetta
var byrjunin.“
Gæfuleg blanda
– Þú hefur auðvitað þekkt alla
í Grafík áður ...
„Já, og þeir voru náttúrlega
reyndir í bransanum, þannig að
þetta var góður skóli. Ég lærði
mikið af þeim, en kannski kom
ég líka með nýjan kraft í hljóm-
sveitina, svona nýútskrifaður úr
skólanum. Það var gæfuleg
blanda sem hristist þarna saman
og skilaði af sér tveimur plötum
sem ég gerði með Grafík.“
Af lögum á fyrri plötunni, sem
jafnframt var fyrsta plata Helga
Björns, má nefna Þúsund sinnum
segðu já og Húsið og ég, öðru
nafni Mér þykir rigningin góð,
sem enn í dag lifa góðu lífi.
„Við sömdum nú mest af þess-
um lögum í sameiningu,“ segir
Helgi. Hann samdi allar laglínur
og textana og síðan komu félagar
hans að frekari vinnslu og útsetn-
ingum.
„Þannig urðu flest laganna með
Grafík til, en textinn við Rign-
inguna er eftir Vilborgu konu
mína. Hann var saminn þegar
við vorum að kynnast á Ísafirði,
hún var barnakennari í græna hús-
inu sem stóð við Hafnarstræti 33
og ljóðið er um það hús. Ég greip
einhvern tímann ofan í ljóðabók-
ina hennar og tók þennan texta
með mér á æfingu, og þar varð
lagið til.“
Æfðu á messutíma
í þrjá mánuði
– Næsti stóri áfanginn hjá þér
á þessari braut var Síðan skein
sól eða SSSól eins og hljómsveit-
in kallaðist þegar fram í sótti.
Hvernig kom hún til?
„Einhvern veginn voru leiðir
mínar og strákanna í Grafík farnar
að skiljast. Ég var kominn á kaf í
leikhúsið líka og þeir voru komnir
í önnur verkefni sjálfir. Við fund-
um bara að leiðir lágu ekki saman
lengur. Við hættum saman 1986
og síðan var ég bara í leikhúsinu.
Svo kom að því að ég fann að
ég væri ekki búinn að fá nóga
útrás fyrir músíkina, þannig að
ég stofnaði hljómsveit með Pétri
Grétarssyni, sem var með mér í
sýningunni Land míns föður í
Iðnó. Ég heyrði svo í Jakobi
Smára, sem ég hafði tekið með
mér inn í Grafík og hafði hætt
þar um leið og ég, en Jakob fékk
síðan til okkar félaga sinn Eyjólf
Jóhannesson, sem hafði verið
með honum í Tappa tíkarrassi
ásamt Björk Guðmundsdóttur,
Eyþóri Arnalds og fleirum.“
Helgi segir að nánast eini tím-
inn sem Sólarmenn höfðu til að
æfa saman hafi verið messutím-
inn á sunnudagsmorgnum.
„Leiksýningarnar voru svo
þéttar að við Pétur vorum yfirleitt
uppteknir öll kvöld, en Jakob og
Eyjólfur unnu á dagvinnutíma.
Eini tíminn sem við fundum var
klukkan ellefu á sunnudags-
morgnum. Við æfðum stíft á
messutíma í þrjá mánuði.“
– Þið hafið vonandi ekki verið
með æfingarnar við hliðina á
kirkju ...
„Neinei,“ segir Helgi og hlær.
„Við vorum í einhverjum skúr í
Skipholtinu, ef ég man rétt. Þar
varð Sólin til.“
– Og hún var talsvert lengi á
lofti.
„Já, ansi lengi, og jafnvel ekki
alveg hnigin til viðar ennþá. Með-
al annars ætlum við að spila í
Krúsinni á Ísafirði núna á föstu-
daginn langa.“
– En þið komið samt ekki oft
saman ...
„Við höfum nú komið til Ísa-
fjarðar undanfarin ár og haldið
þar páskaböll, en, jú, það er orðið
mjög sjaldgæft núna að Sólin
spili.“
Fjórar plötur með
Reiðmönnum vindanna
– Síðan komu Reiðmenn vind-
anna. Hvernig komu þeir til? Var
einhver hljómsveit á milli Sólar-
innar og þeirra?
„Nei, ekki þannig. Ég gerði
reyndar eina ryþmablúsplötu sem
kallast Kokkteilpinnarnir. En
varðandi Reiðmenn vindanna, þá
hafði ég oft verið að fara í langar
hestaferðir á sumrin þar sem var
mikið sungið. Ég var að hugsa að
maður þyrfti að koma á plötu
einhverju af þessum hestalögum
sem maður var alltaf að syngja.
Það varð samt ekkert úr því fyrr
en þegar ég var búinn að vera í
Berlín í nokkur ár og hlusta mikið