Bæjarins besta - 01.04.2015, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 15
á blús og country, svona rótar-
tónlist, þá ákvað ég að smella
þessu saman og gera hestaplötu í
þeim anda.
Árið 2008 kom ég heim á
Landsmót hestamanna og skellti
mér í stúdíó og tók upp þessa
plötu á einni viku og gaf hana út
bara einn, tveir og bingó. Þetta
átti nú bara að vera til að koma
þessu frá mér, ég var búinn að
vera svo lengi að hugsa um þetta,
og ætlaði mér ekkert meira með
það. En síðan varð þetta svo
svakalega vinsælt að það varð
ekki aftur snúið, það voru kröfur
um að fá meira af þessu, og það
endaði með því að ég gerði fjórar
plötur með Reiðmönnum vind-
anna við miklar vinsældir.“
Leikhúsið við
Friedrichstrasse
– Þegar þú varst búinn að vera
í Berlín í nokkur ár, sagðirðu.
Hvers vegna fórstu þangað til að
reka leikhús og hvernig gekk það
fyrir sig? Rifjaðu þann tíma að-
eins upp.
„Jón Tryggvason félagi minn
var að setja upp Hellisbúann og
fleiri sýningar í Þýskalandi. Við
stofnuðum síðan annað fyrirtæki
utan um önnur verk og fórum að
setja upp Sellófan og fleiri verk-
efni í Evrópu. Meðframleiðandi
okkar á þessum verkum í Þýska-
landi hafði augastað á þessu leik-
húsi við Friedrichstrasse í Berlín
fólki og náttúrunni og landinu
sínu. Það er búið að vera ótrúlega
gefandi að hafa farið á kaf í hesta-
mennskuna.“
– Þú hefur væntanlega fyrst
kynnst hestamennskunni á æsku-
slóðum fyrir vestan ...
„Já, afi var með hesta í Hnífs-
dal og svo var pabbi með hesta á
tímabili þegar ég var lítill. Ég fór
nú ekki mikið á bak en var mikið
í kringum hestana. En svo þegar
ég er búinn með Leiklistarskól-
ann og er að leika í þýsku sjón-
varpsmyndinni Nonna og Manna,
þá er ég þar í hópi eftirreiðar-
manna. Við vorum að ríða fram
og til baka um Grundarfjörðinn
og þar byrjaði ég að kynnast
hestamennskunni aftur, og síðan
hefur áhuginn verið til staðar.
Svo má líka segja að Auður
systir mín eigi dálítinn þátt í
þessu. Þegar hún fór til Noregs
að læra hundaþjálfun þurfti hún
að koma sínum uppáhaldshesti
fyrir, sem var mikill stólpagripur.
Hún kom honum fyrir hjá mér,
þannig að þennan vetur var ég í
fyrsta sinn með hest á húsi í Víði-
dalnum. Það má segja að hún
hafi með þessum gjörningi ýtt
mér úr vör. Þetta var frábær hest-
ur sem gaf manni lystauka fyrir
því að halda áfram í hestamenn-
skunni.“
Í fantastuði
komnir yfir áttrætt
Producers, kvikmynd Mel Brooks.
„Þetta var mikið Broadway-
sjó í New York og fór svo um
heiminn. Sjálf uppsetningin hjá
okkur í Berlín tókst vissulega
mjög vel, en Þjóðverjarnir voru
hins vegar ekki tilbúnir að horfa
á Hitler í sympatísku gervi. Þarna
er Hitler fígúra sem þú hlærð að
og hefur samúð með, en til þess
var Þjóðverjinn ekki tilbúinn enn-
þá. Þetta var misráðið hjá okkur.
Við héldum að sá tími væri
kominn, að þeir gætu farið að sjá
fortíðina að einhverju leyti í skop-
legu ljósi, en svo reyndist ekki
vera. Það kostar fleiri hundruð
milljónir að setja upp svona sýn-
ingu, þannig að þetta kollsigldi
okkur.“
– Fórstu illa út úr þessu per-
sónulega?
„Ég tapaði auðvitað fullt af
peningum, en allt í góðu með
það. Þetta var heldur betur ævin-
týri. Maður lærir af öllu, og ég
hefði ekki viljað missa af þessu.
Ég á mikið af vinum þarna úti og
er enn mikið að stússa þar.“
Með stólpagrip í fóstri
– Áhugamál? Þú nefndir hesta-
ferðir og söng, samanber Reið-
menn vindanna ...
„Já, hestamennskan hefur ver-
ið stór þáttur í lífi mínu, virkilega
skemmtileg. Hún er heill heimur
út af fyrir sig. Maður kynnist svo
mörgu í kringum það allt saman,
og fékk okkur með í þann pakka
ásamt tveimur öðrum Þjóðverj-
um.
Við bjuggum til konsept utan
um þetta verkefni, um það sem
við vildum láta fara fram í húsinu.
Það var samkeppni um þetta hjá
Berlínarborg, fimmtán aðilar
með ýmsar hugmyndir sem sóttu
um, og okkar hugmynd var valin.
Við fengum húsið afhent og
þurftum að gera það allt upp í
þeim anda, hafa þar leikhús og
klúbb og veitingahús. Við vorum
milli tvö og þrjú ár að vinna að
þessu og koma því í gang. Það
var árið 2003 sem við vorum út-
valdir og síðan þurfti að fjár-
magna verkefnið og byggja þetta
allt saman upp. Við opnuðum
síðan í ágúst 2006 og rákum þetta
í fjögur ár.“
Hitler kafsigldi reksturinn
„Það er erfitt að reka leikhús,
þetta var ekkert ríkisstyrkt eða
borgarstyrkt, en húsin í kringum
okkur voru á styrkjum,“ segir
Helgi. „Þetta var mjög stórt hús,
stóri salurinn var eins stór og
Eldborgarsalurinn í Hörpu og svo
voru þrjú önnur leikhús í húsinu.
Það mátti lítið út af bregða.“
– Hvernig lauk þessum rekstri
hjá ykkur?
„Fyrst og fremst var það ein
sýning sem kafsigldi okkur,“ seg-
ir Helgi, en þar var um að ræða
svarta kómedíu sem gerð var eftir
– Svo varstu náttúrlega í fót-
boltanum í gamla daga, eins og
fram hefur komið, en hefurðu
verið í fleiri íþróttum?
„Badminton hef ég nú alltaf
iðkað svona meðfram. Pabbi var
mikið í badminton og ég hef hald-
ið áfram að stunda það fram eftir
öllum aldri og geri enn. Það er
bæði gefandi og góð þjálfun.
Menn spila badminton fram eftir
öllu, jafnvel eru á vellinum við
hliðina á mér menn komnir yfir
áttrætt og alveg í fantastuði.
Hins vegar er ég alveg hættur
að spila fótbolta, ég treysti mér
ekki í það lengur. Maður gleymir
sér algjörlega, keppnisskapið er
svo mikið að maður er ekkert að
hugsa um það hvað líkaminn
getur.“
Eini strákurinn
í stórum systrahópi
Foreldrar Helga Björns eru
hjónin María Gísladóttir og Björn
Helgason á Ísafirði. Helgi er eini
bróðirinn í hópi fimm systra, á
eina eldri hálfsystur og fjórar
yngri alsystur. Því mætti spyrja:
– Hvernig var að alast upp sem
eini strákurinn í stórum stelpna-
hópi?
„Það var lúxus. Þær gerðu nú
mikið grín að mér stelpurnar,
sögðu að ég væri prinsinn á heim-
ilinu og slíkt. Mamma dekraði
mig nú kannski svolítið, eins og
mömmur vilja gera. Og vegna
Ljósmynd: Spessi.