Bæjarins besta - 30.07.2015, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Ferðamönn-
um fjölgar
Erlendum ferðamönnum
sem lögðu leið sína til Íslands
fjölgaði um 31% fyrstu fimm
mánuði þessa árs samanborið
við sama tímabil í fyrra.
Metfjöldi skemmtiferðaskipa
kemur til Ísafjarðar á þessu
sumri og fara Vestfirðir því
ekki varhluta af aukningunni.
Flestir ferðaþjónar sem blað-
ið hefur rætt við telja að aukn-
ing hafi orðið á Vestfjörðum
frá fyrra ári. Að sögn sérfræð-
inga innan ferðageirans er
útlit fyrir að haustið verði
mun betur bókað af erlendu
ferðafólki en verið hefur.
Að öllu samanlögðu fjölg-
ar ferðamönnum um 25% á
þessu ári samanborið við síð-
asta ár. Fjölgunin þýðir að
ein milljón og 250 þúsund
ferðamenn sæki Ísland heim
á þessu ári. Ferðaþjónustan
er orðin mannaflafrekasti at-
vinnuvegurinn sem stundað-
ur er hér á landi.
Tæplega 72% af þeim fjármun-
um sem varið var til lækkunar á
höfuðstól þeirra sem voru með
verðtryggð lán á árunum 2008
og 2009, hin svokallaða leiðrétt-
ing, fór til heimila í Reykjavík
og á Suðvesturlandi. Alls eru
landsmenn 329 þúsund talsins
og af þeim búa rúmlega 211 þús-
und á þessum tveimur landsvæð-
um eða 64 prósent. Þetta kemur
fram í úttekt Kjarnans á skýrslu
Bjarna Benediktssonar fjármála-
ráðherra um lækkun á höfuðstól
verðtryggðra húsnæðislána. Því
rann um 72 prósent leiðrétting-
arinnar til svæða þar sem 64 prós-
ent íbúa landsins búa eða 28 prós-
ent hennar til landsbyggðarinnar,
þar sem 36 prósent hennar búa.
Til Vestfjarða rann 1,1% fjár-
munanna, en þar búa rúm 2%
landsmanna, það þýðir helmingi
minna á hvern íbúa, en hefði verið
ef fjármununum hefði verið jafnt
skipt. Í skýrslunni eru einnig birt-
ar upplýsingar um hvernig leið-
réttingin skiptist milli tekjuhópa.
Samkvæmt því fær tekjuhærri
helmingur þeirra sem fá leiðrétt-
ingu 62 prósent heildarupphæð-
arinnar en þeir tekjuminni 38
prósent hennar. Þeir sem þéna
meira skulda þó einnig meira en
hinir tekjulægri. Alls er meðaltal
eftirstöðvar húsnæðisskulda um
15 milljónir króna hjá tekjulægri
helmingi leiðréttra Íslendinga en
um 19,6 milljónir króna hjá tekju-
hærri helmingnum.
Tveir tekjuhæstu hóparnir, þar
sem árstekjur heimila eru frá 14
til 21,2 milljónir króna annars
vegar og yfir 21,2 milljónir króna
hins vegar, fá samtals 29 prósent
heildarupphæðarinnar, en sá hóp-
ur er 22 prósent þeirra sem fá
leiðréttingu. – smari@bb.is
Eitt prósent til Vestfjarða
Ísbjarnarfeldur úr Hornvík kominn á safn
Árið 1963 voru nokkrir menn staddir í
Hornvík til að huga að eggjum í björgunum
fyrir norðan þegar þeir urðu varir við ís-
björn. Þeir felldu dýrið sem reyndist birna
í ansi góðum holdum. Feldur dýrsins ásamt
vopninu sem notað var til að fella það
hefur verið afhentur Byggðasafni Vest-
fjarða til varðveislu. Í bjargferðinni fyrir
rúmri hálfri öld voru þeir Stígur Stígsson,
Kjartan Sigmundsson,Trausti Sigmunds-
son og Ole N. Olsen
Feldurinn var fyrst í eigu Ole N. Olsen
og hafði hann feldinn lengi í rækjuverk-
smiðjunni O.N. Olsen og síðar heima hjá
sér. Eftir lát hans fékk Selma dóttir hans
feldinn og hafði á heimili sínu um árabil.
Fyrir nokkrum árum fór Már Óskarsson
á Ísafirði að spyrja um feldinn og fékk
hann til varðveislu. Már hafði samband
við Davíð Kjartansson, son Kjartans Sig-
mundssonar, og spurði hvort byssan sem
ísbjörninn var skotinn með væri enn í
eigu fjölskyldunnar. Það reyndist vera
en Már hafði hug á að feldurinn og byssan
færu saman á safn. Þegar systur Davíðs,
þær Bergrós og Kristín, voru í heimsókn á
Ísafirði þótti tilvalið að færa Byggða-
safninu feldinn og byssuna. Viðstaddur
var einnig Stígur Stígsson, sá eini sem
eftir lifir af leiðangursmönnum í bjargið
árið 1963. Til stendur að setja upp sýningu
tengda þessum atburðum næsta vor.
– smari@bb.is F.v. Bergrós, Davíð, Stígur og Kristín.