Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.07.2015, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 30.07.2015, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Steinshús vígt í ágúst Undanfarin átta ár hefur verið unnið að því að endur- byggja gamalt samkomuhús að Nauteyri við Ísafjarðar- djúp. Það er sjálfseignar- stofnunin Steinshús ses. sem annast hefur allar fram- kvæmdir á staðnum. Húsið stórskemmdist í eldsvoða árið 2002 en hefur nú fengið nafnið Steinshús og er í eigu sjálfseignarstofnunar með sama nafni. Í Steinshúsi er safn og fræðimannasetur til minningar um skáldið Stein Steinarr. Aðalsteinn Krist- mundsson, sem síðar tók sér skáldanafnið Steinn Stein- arr, fæddist að Laugarlandi í Skjaldfannardal í þáver- andi Nauteyrarhreppi 13. október árið 1908. Þórarinn Magnússon seg- ir að hugmyndin að safninu hafi kviknað árið 2008, þeg- ar 100 ár voru liðin frá fæð- ingu skáldsins. „Þetta hefur verið ævintýri líkast, safnið hefur verið byggt í sjálf- boðavinnu og allir eru boðn- ir og búnir. Steinn Steinarr og faðir minn, Magnús Gunnlaugsson, síðar bóndi og hreppsstjóri á Ytra Ósi í Steingrímsfirði voru bekkj- arfélagar að Núpi 1925 til 1926 og kynntust þar. Steinn kom stundum í heimsókn að Ytra-Ósi og systur mínar muna vel eftir honum“. Stærð Steinshúss er um 150 m² og skiptist þannig að íbúðarhluti er um 50 m² og safnahluti um 100 m². Íbúðin er fullgerð og búin öllum nauðsynlegum inn- réttingum og búnaði. Á sýningu sem opnuð verður í Steinshúsi 15. ágúst næstkomandi er fjallað um helstu æviatriði Steins Stein- arrs - uppruna skáldsins við Djúp, hreppaflutninga í Saurbæ, fyrstu kynni af skáldskap hjá Stefáni frá Hvítadal, nám þar hjá Jó- hannesi úr Kötlum, fyrstu skáldskapartilraunir, náms- dvöl að Núpi, lausamenn- sku í vinnu, útgáfur ljóða, upphaflega gerð Tímans og vatnsins, áhrif hans á ung- skáld, síðustu ár hans og ýmislegt fleira. Sýningin er unnin í sam- starfi við Vaxtarsamning Vestfjarða og Landsbóka- safn Íslands – Háskólabóka- safn sem varðveitir frum- gögn, en Steinshús fær eftir- gerðir til afnota á sýning- unni. Ólafur J. Engilberts- son tók saman sýningar- textann og Anna Yates sá um enska þýðingu hans. „Í fámennustu sóknunum duga sóknargjöldin hvergi til þess að halda uppi safnaðarstarfi eða sinna nauðsynlegu viðhaldi á kirkjubyggingum. Víða byggist þetta allt á sjálfboðnu starfi og því að fólk sem kirkjunum tengist borgar það sem þarf úr eigin vasa,“ segir séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skál- holtsstifti í samtali við Morgun- blaðið. Hann og séra Magnús Erl- ingsson, prófastur í Vestfjarða- prófastsdæmi, vísiteruðu hverja kirkju og sókn vestra á dögunum. Þetta er svæðið frá Skarðsströnd í Dölum og þaðan um Vestfirði og Strandir allt suður í Bitrufjörð. Þarna eru alls 62 kirkjur, kapellur og aðrir helgistaðir. Almennu kirkjustarfi í landinu, utan launagreiðslur til presta, er haldið úti með sóknargjöldum sem innheimt eru í gegnum skatt- kerfið. Ríkið hefur skert þessi framlög talsvert á undanförnum árum, en nú er kirkjunni skilað 824 kr. á mánuði eða 9.888 kr. á ári fyrir hvern fullveðja einstakl- ing sem í sókn er skráður. „Víða á Vestfjörðum hefur fólki fækkað mikið og í sumum byggðum og sóknum er sárafátt,“ segir sr. Kristján Valur. Bendir þar á að sóknarbörn Óspakseyrarkirkju á Ströndum séu 17, við Nauteyrar- kirkju í Ísafjarðardjúpi eru þau þrjú og sjö á Melgraseyri, 13 í Núpssókn við Dýrafjörð og tíu í Ögursókn í Djúpi og Saurbæ á Rauðasandi. Víðar eru tölurnar á svipuðu róli. Í Kirkjubólssókn í Valþjófsdal við Önundarfjörð eru þrjár sálir og á Ingjaldssandi, þar sem Sæbólskirkja stendur, aðeins tvær. „Það segir sig sjálft að kannski 100-150 þúsund krónur í sóknar- gjöld á ári duga ekkert,“ segir Kristján Valur. „Víða bjargar málum að framlög fást frá Húsa- friðunarnefnd og Jöfnunarsjóði sókna en það dugar skammt – nær varla að brúa fastan kostnað. Fyrir vikið situr annað á hakan- um, svo sem messuhald, enda kostar sitt að fá til dæmis organ- ista og aðra þjónustu ef messa skal. Í sumum kirkjum í fámenn- ustu sóknunum er kannski mess- að einu sinni á ári, og við sérstök tilefni. Í fjölmennari byggðarlög- um er staðan þó allt önnur og betri.“ Sumum kirkjum vestra, þar sem allir íbúar eru á brott, er sagt prýðilega haldið við af fólki sem þangað á tengsl. – smari@bb.is Fólkið greiðir útgjöld kirkjunnar sjálft Verkfall hefur ekki áhrif á Ísafirði Hafnsögumenn, sem starfa ekki hjá Faxaflóahöfnum, eru farnir að undirbúa aðgerðir til að þrýsta á betri kjör. Ekki er komin ná- kvæm dagsetning á aðgerðirnar en rætt hefur verið um að hefja þær 1. ágúst næstkomandi. Illa gengur í viðræðum hafnsögu- manna við Samband íslenskra sveitafélaga (SÍS). Myndu að- gerðirnar þýða að ekkert yrði af komu skemmtiferðaskipa til landsbyggðarinnar enda þurfa hafnsögumenn að leiðbeina skip- stjórum til hafnar. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að verkfallið komi ekki til með að hafa áhrif á Ísa- firði. „Ég er hafnarstjóri og yfirhafn- sögumaður og er í FosVest og fer ekki í verkfall. Það er einn hafnsögumaður á höfninni sem er í Félagi skipstjórnarmanna, en þriðji skipstjórnarmenntaði starfs- maðurinn okkar er einnig í FosVest. Meðan ég er heima þá verður þetta í lagi,“ segir Guð- mundur. Hann hefur fulla trú á að menn nái að semja. „Önnur stéttarfélög hafa ekki verið í löngum verkföll- um að frátöldum háskólamönn- um þannig að ég lít björtum á að menn nái að semja. Ég á sumarfrí í lok ágúst og ef það verður verk- fall á þeim tíma þá erum við ekki í góðum málum,“ segir Guð- mundur. Samkvæmt könnun um áhrif skemmtiferðaskipa á Íslandi sem Hafnasamband Íslands lét árun- um 2013 og 2014 í skipum sem komu í höfn á Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík. Hefjist aðgerð- irnar í byrjun ágúst raskar það komu nokkurra skipa en fá skip hafa boðað komu sína í ágúst. Gera í samstarfi við Cruise Iceland kemur fram að komur skemmtiferðaskipa til Íslands skapa 6 milljarða króna tekjur á ári. Sé reiknað með beinum og óbeinum áhrifum skapast 238 heilsársstörf í hagkerfinu vegna þeirra. Könnunin var gerð á árunum 2013 og 2014 í skipum sem komu í höfn á Ísafirði, Akur- eyri og í Reykjavík. – smari@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.