Bæjarins besta - 30.07.2015, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
í tuttugu og fimm ár. Ég var um-
boðsmaður fyrir bæði Arnarflug
og Íslandsflug. Ég setti hérna á
fót ferðaskrifstofu og skipulagði
meðal annars ferðir til útlanda.
Svo vorum við Gísli sonur minn
umboðsmenn fyrir Coca Cola,
keyptum vörubíl til að keyra það
út um tíma.“
Og ýmsar hugmyndirnar hefur
Úlfar fengið um dagana sem hafa
ekki orðið að veruleika. Að minn-
sta kosti ekki enn. Hann barðist
lengi fyrir nánum tengslum milli
Ísafjarðar og Austur-Grænlands
og taldi í því mikil sóknarfæri í
atvinnumálum. Hann barðist á
sínum tíma fyrir beinu flugi milli
Ísafjarðar og útlanda. Og ein af
hugmyndum hans, sem sumum
þótti heldur í stórbrotnara lagi,
var að komið yrði upp kláfferju
upp á Eyrarfjall við Ísafjörð, sem
Úlfar vildi reyndar heldur kalla
kapalferju.
Verslunarstjóri í
Neista og Siggi blindi
– En hvernig kom það til að þú
fórst að reka verslun sjálfur?
„Eftir þessi þrjú ár hjá Jóni
Bárðar fór ég út að læra enskuna,
eins og ég nefndi, og eftir að ég
kom heim hitti mig á förnum
vegi Júlíus Helgason, sem átti
verslunina Neista ásamt Ágústi
Leós, og spurði hvort ég vildi
koma og vera eins konar verslun-
arstjóri og skrifa líka reikninga
fyrir verkstæðið. Hann var á
þessum tíma með stórt rafmagns-
verkstæði en pínulitla búð. Og
það tókst svo vel til hjá mér og
Óla gamla Þórðar, að þegar ég
hætti þarna árið 1968, þá var
þetta orðin mjög stór búð en
verkstæðið aftur á móti pínulítið.
Við byrjuðum með margar nýj-
ungar hér í sölumennsku.
Á þessum árum mínum í
Neista var öðru hverju að koma
þar blindur maður, Sigurður Sv.
Guðmundsson í Hnífsdal, jafnan
kallaður Siggi blindi. Við vorum
orðnir ágætis kunningjar, og einn
daginn segir hann við mig: – Ég
á strák úti í Svíþjóð sem er að
læra þar verslunarfræði, og hann
vantar vinnu þegar hann kemur
heim, væri ekki vit í því að þið keypt-
uð búðina af Jóni Bárðar, hann
var að auglýsa hana til sölu?“
Búðin keypt af
Jóni Bárðarsyni
„Fyrst fannst mér þetta nú al-
veg galið, en þarna hittist svo á, í
eitt af fáum skiptum, að ég átti
dálítið af peningum. Við Ína vor-
um búin að kaupa okkur bíl og
íbúð suður í Reykjavík, vorum
eiginlega á því að fara að flytja
þangað. Við gerðum Jóni tilboð
sem við töldum gott, en síðan
hringir hann og segist ekki geta
selt okkur búðina, það væru aðrir
sem byðu betur. Við Ína urðum
mjög vonsvikin yfir þessu, búin
að selja bílinn og áttum fullt af
peningum sem við vissum ekkert
hvað við ættum að gera við, og
ákváðum bara að fara í sumarfrí.
Við höfðum aldrei farið í sumar-
frí, orðin 28 ára gömul. Við fórum
í þriggja vikna ferð til Majorka
með Tedda Norðkvist og Ingu
konu hans, feiknarlega góð ferð.
En þegar við komum heim aft-
ur, þá hringir Jón Bárðar og segir:
– Þið getið fengið búðina, þessir
menn sem ætluðu að kaupa gátu
ekki staðið við það. Þá er ég
búinn að eyða öllum peningunum
úti á Majorka. En þá er ég svo
lánsamur, að íbúðin sem við vor-
um búin að kaupa í Reykjavík
hafði hækkað svo í verði, að í
samningunum við Jón Bárðar
höfðum við makaskipti við hann
á íbúðinni hans í Sólgötu 8 hérna
á Ísafirði og íbúðinni okkar í
blokkinni í Reykjavík og fyrir
mismuninn gátum við jafnframt
borgað okkar hlut í búðinni.
Ásamt okkur Ínu keyptu búðina
Siggi blindi og Sigurður Heiðar
sonur hans og Hörður Árnason
mágur minn og Guðjón Sig-
tryggsson skipstjóri frændi minn.
Þetta var 30. september 1968 sem
við skrifuðum undir samningana.
Og síðan byrjuðum við að
versla. Heiðar sem er mjög snjall
maður og hörkuduglegur var
verslunarstjóri en ég átti að heita
framkvæmdastjóri. Á þremur
árum stofnuðum við þrjár versl-
anir hér í bæ og eina kjötvinnslu.
Hana vorum við með í kjallaran-
um þar sem veitingastofan Húsið
er núna. Við réðum kjötiðnaðar-
meistara, Herbert Jónsson, og
hann tók strax nema í kjötiðn,
Benedikt Kristjánsson, sem
seinna var löngum kenndur við
Vöruval.“
– Hvernig kom heitið Hamra-
borg til?
„Við vorum að velta fyrir okk-
ur hvað búðin ætti að heita, og þá
kom Siggi blindi með þetta. Það
var einhver hóll úti í Hnífsdal
sem heitir Hamraborg. Og þar
var nafnið komið, dálítið stórt!“
Töpuðu öllu og
miklu meira en það
„Okkur gekk í raun mjög vel –
að selja! Við byrjuðum þarna árið
1968, einmitt þegar kreppan er
að skella yfir, síldarleysið og allt
það. En það vissum við auðvitað
ekki þá. Við keyptum einmitt í
lok blómatíma í verslun, eftir að
hér hafði verið viðreisnarstjórn í
tæpan áratug með frjálst verðlag.
Fengum yfir okkur öll gömlu
verðlagshöftin aftur, illvígari og
óbærilegri en nokkru sinni fyrr,
og það var í rauninni ómögulegt
að reka verslun, að minnsta kosti
úti á landi. Álagningin var
skömmtuð, og hún var mjög lág,
og ekki mátti taka neitt tillit til
kostnaðar við flutning á vörunum
út á land.
Þetta þýddi einfaldlega að við
töpuðum peningum, miklum
peningum. Við vorum ekki einir
um það. Aðrar verslanir hér töp-
uðu á þessum árum ekki síður en
við. En sá var munurinn, að þær
áttu höfuðstól sem þær gátu geng-
ið á, en við áttum ekkert.
Árið 1971 var svo komið, að
við vorum eiginlega komnir í þrot.
Sameignarmennirnir Hörður og
Ebbi (Guðjón Sigtryggsson)
vildu losna út úr þessu, ég held
nú bara að þeir hafi þá verið
fluttir úr bænum. Menn vildu þá
bara setja þetta í gjaldþrot, og
kannski var eðlilegast þar sem
um hlutafélag var að ræða með
mjög öfugan höfuðstól, að lýsa
það gjaldþrota og gera það upp.“
Úlfar og Heiðar skiptu
á milli sín súpunni
„Ég átti hins vegar mjög erfitt
með að sætta mig við slíka nið-
urstöðu. Mér fannst að megin-
ástæða þess hvað við höfðum
komist langt í því að safna skuld-
um hefði verið sú, að menn