Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.07.2015, Page 14

Bæjarins besta - 30.07.2015, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Úlfar Snær.“ – Hvernig bar það til að þið Ína kynntust? Hún er Ísfirðingur að uppruna rétt eins og þú. „Við erum náttúrlega jafngöm- ul og vorum að hluta til í sama bekk í skólanum. Hún hefur stundum verið spurð að þessu, og þá kemur alltaf sama sagan hjá henni, að hún hafi ekki þolað þennan strák, hann hafi verið svo frekur og leiðinlegur. En svo fór bara hjá okkur eins og Kitti lóðs orðaði það varðandi sig og Ingu konu sína: – Við töluðum nú ekk- ert saman og það jókst bara orð af orði. Og úr því varð hjónaband hjá bæði þeim og okkur Ínu. Þegar ég fór á vertíðina í Sand- gerði átján ára gamall var ég að- eins farinn að blikka hana, og við höfum hangið saman síðan. Svona var nú þetta,“ segir Úlfar. „Ég er óskaplega lukkulegur með strákana mína. Gísli og Úlf- ur keyptu af mér 95 prósent í Hamraborg árið 1990, ég á ennþá fimm prósent í fyrirtækinu. Þeir hafa rekið hana síðan með miklum glæsibrag, miklu meiri glæsibrag heldur en þegar ég var með þetta. Axel er viðskipta- fræðingur og býr syðra og sá eini sem hefur klárað langskólanám. Hann hefur starfað hjá nokkrum stórfyrirtækjum eins og Air Atlanta og Eimskipum og núna hjá Össuri. Viðfangsefni hans þar er það sem kallast á ensku beyond budgeting. Ég veit ekki betur en hann sé þekktasti sérfræðingur okkar Íslendinga í þeim efnum. Hann hefur haldið mörg nám- skeið um þetta og núna er hann búinn að stofna um þetta fyrirtæki hér á Íslandi sem er hluti af al- þjóðlegu batteríi.“ Voru báðar miklir kommar – Segðu mér frá uppvextinum og baslinu í æsku þinni. „Ég man eftir mér þegar ég var kannski fjögurra-fimm ára gam- all. Þá bjuggum við úti í Lofti, eins og það var kallað þá, í fallegu húsi úti í Krók sem er ennþá til ofan við Hnífsdalsveginn utar- lega en heitir víst eitthvað annað. Þar bjuggum við pabbi og mamma og systur mínar uppi í risi. Ég man eftir því að innar og sjávarmegin við Hnífsdalsveginn var lítið hús hálfgrafið inn í bakk- ann og hjólbörur lágu á hvolfi fyrir norðan húsið. Ég hafði gam- an af því sem krakki að fara þang- að og skralla með hjólinu. Ein- hvern tímann þegar ég var skralla heyrði ég þessi voðalegu óhljóð, muuuuuu. Þegar ég leit upp var kominn þarna hópur af beljum sem stóðu og störðu á mig eins og naut á nývirki. Ég varð svo hræddur að ég öskraði þannig að heyrðist um allan Ísafjörð. Ég var sjö ára gamall þegar ég kom fyrst upp á bíl, svo ég muni. Þetta var þegar við vorum að flytja úr Loftinu í Mjógötu 7, hús í eigu Gunnlaugs Halldórssonar sýsluskrifara. Kona hans var Guðrún Finnbogadóttir ljósmóð- ir. Mig grunar að ástæðan fyrir því að mamma og pabbi komust inn á þau hafi verið sú, að Guðrún og mamma voru báðar miklir kommar, mjög harðir vinstrisinn- ar. Guðrún vissi náttúrlega að þetta var mikið basl hjá mömmu, sem var komin með tvö börn og hafði lítið fyrir sig að leggja. Við áttum heima í Mjógötunni þangað til verkamannabústaðirn- ir við Fjarðarstræti 7 og 9 voru byggðir. Við fengum þar íbúð mínus eitt herbergi, það var látin inn á okkur gömul kona sem fékk eitt herbergi. Það þótti of mikið fyrir fimm manna fjölskyldu eins og við vorum þá að fá þriggja herbergja íbúð.“ Vissi ekkert um fátæktina „Eftir að við fluttum í Fjarðar- strætið vorum við komin í ágætis heimilisaðstöðu, þarna var raf- magnseldavél og mamma gat keypt sér litla þvottavél, allt vegna þess að rækjuveiðarnar í Djúpinu voru byrjaðar. Fljótlega kom líka ísskápur og við fórum að hafa það býsna gott. En með alla erfiðleikana í æsku minni, það var nokkuð sem ég vissi ekkert um á þeim tíma. Ég áttaði mig ekki á því að við hefð- um verið fátæk fyrr en ég var orðinn rígfullorðinn. Ég veit í rauninni ekki hvað það er að vera fátækur, ég hef aldrei fundið þá tilfinningu sjálfur. Líklega er ég bara svona skertur.“ Verslunarmaður hjá Jóni Bárðarsyni – Hvernig kom það til að þú fórst út í verslunarstörf? „Það er nú ástæða fyrir því. Þetta var árið 1960 í kringum miðjan ágúst, ég var rétt orðinn tvítugur. Þá var ég af einhverjum ástæðum staddur niðri á Uppsöl- um ásamt Grétari Steinssyni skólabróður mínum og vini. Hann var fóstursonur Jóns Ö. Bárðarsonar kaupmanns, sem átti matvöruverslun. Ég man að Grét- ar sagði: – Núna ferðu bara að vinna fyrir hann Jón, hann er al- veg í vandræðum kallinn, Haukur Inga, sem er nú talinn besti versl- unarmaðurinn á Íslandi, hann er fluttur suður til Keflavíkur og það hefur enginn fengist í staðinn. Haukur var bróðir Reynis og Ernis og Búbba og þeirra. Ég spurði Grétar hvort hann væri eitthvað bilaður, hafði aldrei komið inn fyrir búðarborð á æv- inni og hafði enga menntun og ekki neitt. – Þú ferð bara til Jóns í fyrramálið og talar við hann, segir Grétar. Þegar ég kom heim fór ég að tala um þetta við Ínu og henni fannst þetta rosalega flott. Hún vildi ekki eiga sjómann, en ég hafði fram að því ekki unnið neitt almennilegt nema að vera sjó- maður, og henni þótti það nú fínt ef ég gæti fengið vinnu í landi.“ Enskunám og gagnfræðapróf „Ég var svo í búðinni hjá Jóni Bárðar í þrjú ár eða fram á haust 1963. Þá var Ína sífellt að nudda um það að ég yrði að læra eitt- hvað. Á þessum tíma voru hér á Ísafirði talsverð viðskipti við bresku togarana, og okkur fannst sniðugt að ég færi til Englands og lærði ensku, þó ekki væri nú annað. Ég sagði upp hjá Jóni Bárðar og fór síðan til Englands eftir áramótin og ætlaði að vera þar fjórðung úr ári að læra ensku. Þá hittist bara þannig á, að páskarnir voru svo snemma í ár- inu að þetta urðu ekki nema um tveir mánuðir sem ég var í skóla. Þetta er mín eina menntun um- fram gagnfræðaprófið. Það er nú eitt sögulegt varðandi gagnfræðaprófið. Þegar ég settist í fjórða bekk haustið 1957, þá var ég hundleiður. Ég nennti ekk- ert að vera í skólanum, ég átti enga peninga, en hinir strákarnir voru farnir að vera á bílum og drekka brennivín og svona. Ég ákvað að hætta, fór til skólastjór- ans sem hét Guðjón Kristinsson, mikill öðlingskall, og hann skildi mig mjög vel. Ég hætti þannig í skólanum eftir mánaðarveru um haustið og fór að vinna hjá raf- veitunni við að grafa skurði. Upp úr áramótum réð ég mig svo á Örnina ÍS 18 hans Torfa Björnssonar. Við fórum suður í Sandgerði og ætluðum að gera það gott á vertíð þar. Torfi hafði leigt bátinn einhverjum ævintýra- mönnum og réð sjálfan sig með sem vélstjóra, vildi ekki vera skipstjóri, vildi ekki bera ábyrgð á útgerðinni, en vildi fylgjast með bátnum. Þannig fór að enginn skipstjóri sem við fengum kunni neitt til sjómennsku, það fiskaðist ekkert og menn gáfust upp og við komum heim um páska. Þá fór ég að hugsa hvers konar vit- leysa það væri að klára ekki þetta gagnfræðapróf. Ég fór aftur til Guðjóns með skottið á milli fótanna og spurði hvort ég mætti koma og reyna að taka prófið þó að það væri ekki nema hálfur mánuður eftir af skólanum. Guðjón féllst á það, hélt kannski að ég gæti eitthvað lært. Og með aðstoð góðra kenn- ara tókst mér að ljúka gagnfræða- prófinu þetta vor.“ Ætlaði að skapa fullt af störfum Þegar Úlfar er beðinn að rekja kaupmannsferilinn í stuttu máli segir hann að það verði nú varla gert í mjög stuttu máli. „Ég ætlaði alltaf að verða stór kaupmaður eða stór atvinnurek- andi. Ég ætlaði að bjarga bænum mínum, skapa hér atvinnu og fullt af störfum fyrir fólkið hér. En það varð nú ekki úr því, þó að ég reyndi töluvert mikið! Ég er bú- inn að vera með bílaleigur, ég var umboðsmaður fyrir Morgun- blaðið í allmörg ár, tók við af Matta Bjarna og byrjaði á því að fá krakka til að bera það út til áskrifenda eins og alls staðar er gert núna, og var fréttaritari þess

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.