Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.07.2015, Page 22

Bæjarins besta - 30.07.2015, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Krossgátan Dagar Íslands eftir Jónas Ragnarsson 30. júlí 1946: Bifreið var ekið í fyrsta sinn yfir Lágheiði. Ferð- in frá Haganesvík í Fljótum til Ólafsfjarðar tók sex klst. 31. júlí 1991: Kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, var frumsýnd í Stjörnubíói. Í aðalhlutverkum voru Gísli Halldórsson og Sig- ríður Hagalín. Myndin var sýnd daglega í meira en eitt ár og tilnefnd til Óskarsins. 1. ágúst 1964: Franskir vís- indamenn skutu eldflaug af Dragon-gerð upp í háloftin frá Mýrdalssandi og annarri tæpri viku síðar. Flaugarnar komust í 400 km hæð. Til- gangurinn var að mæla raf- eindir í gufuhvolfinu. 2. ágúst 1924: Flogið var í fyrsta sinn yfir Atlantshaf til Íslands. Flugmaðurinn var sænskur, Eirik H. Nelson. Hann flaug frá Orkneyjum til Hornafjarðar. Vélin kom til Reykjavíkur 5. ágúst, ásamt annarri vél sem kom degi síðar til Hornafjarðar. Báðar fóru til Grænlands 21. ágúst. Minnismerki um flugið var af- hjúpað á Hornafirði 1954. 3. ágúst 1980: Hrafnseyrar- hátíð var haldin til að minnast þess að 100 ár voru liðin frá andláti Jóns Sigurðssonar. Kapella var vígð á Hrafnseyri og minjasafn opnar en þetta var fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands. 4. ágúst 1928: Ásta Jóhann- esdóttir synti fyrst kvenna frá Viðey til Reykjavíkur, fjögurra kílómetra leið, á tæpum tveimur klukkustundum. 5. ágúst 1992: Eiríkur Kristó- fersson fyrrverandi skipherra varð 100 ára. Fjöldi fólks heimsótti þessa hetju úr fyrsta þorskastríðinu við Breta. Horfur á föstudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s. Skýjað fyrir norðan og súld við ströndina. Hiti 5-14 stig. Horfur á laugardag: Norðaustlæg átt. Skýjað um landið norðanvert en bjart með köflum sunnantil. Hiti 7-16 stig. Horfur á sunnudag: Norðaustlæg átt. Skýjað um landið norðanvert en bjart með köflum sunnantil. Hiti 7-16 stig. Helgarveðrið

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.