Bæjarins besta - 07.01.2004, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004
ISSN 1670 - 021X
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560,
Fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Kristinn Hermannsson
sími 863 1623
kristinn@bb.is
Halldór Jónsson
sími 892 2132
hj@bb.is
Ritstjóri netútgáfu:
Sigurjón J. Sigurðsson
sími 892 5362
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson
sími 894 6125,
halldor@bb.is
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
Sölustaðir á Ísafirði:
Hamraborg, Hafnarstræti
7, sími 456 3166. Flug-
barinn, Ísafjarðarflugvelli,
sími 456 4772. Bónus,
Ljóninu, Skeiði, sími 456
3230. Bókhlaðan, Hafn-
arstræti 2, sími 456 3123.
Bensínstöðin, Hafnarstræti,
sími 456 3574. Samkaup,
Hafnarstræti 9-13, sími 456
5460. Krílið, Sindragata 6,
sími 456 3556.
Umboðsaðilar BB:
Eftirtaldir aðilar sjá um
dreifingu á blaðinu á þétt-
býlisstöðum utan Ísa-
fjarðar: Bolungarvík:
Sólveig Sigurðardóttir,
Hlíðarstræti 3, sími 456
7305. Súðavík: Sólveig
Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími
456 4106. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson,
Aðalgötu 20, sími 898
6328. Flateyri: Gunnhildur
Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi
12a, sími 456 7752.
Þingeyri: Anna Signý
Magnúsdóttir, Hlíðargötu
14, sími 456 8233.
RITSTJÓRNARGREIN
Gróskumikið menningarár að baki
Lausasöluverð er kr. 250
eintakið m.vsk. Áskriftarverð
er kr. 215 eintakið. Veittur
er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti.
ÚTGÁFAN
Héraðsdómur Vestfjarða
Sýknaður af ákæru fyrir kyn-
ferðisbrot þar sem sök var fyrnd
Héraðsdómur Vestfjarða
hefur sýknað karlmann af
ákæru fyrir kynferðisbrot
gegn barnungri stúlku á
þeirri forsendu að sök
mannsins væri fyrnd, en
brotin voru talin framin á
árunum 1985 til 1989 þegar
stúlkan var 6-10 ára. Bóta-
kröfu var vísað frá af sömu
ástæðu. Stúlkan kærði málið
árið í september 2002.
Héraðsdómur taldi framburð
konunnar trúverðugan, þrátt
fyrir neitun mannsins, og taldi
með honum nægilega sannað
að maðurinn hefði framið það
sem honum var gert að sök.
Stúlkan var systurdóttir eig-
inkonu mannsins og gætti
móðursystirin hennar oft, svo
og maðurinn. Fram kemur í
dómnum, að stúlkan skýrði
móður sinni í bréfi frá atferli
mannsins þegar hún var 14-15
ára og einnig sagði hún kær-
asta sínum frá því á svipuðum
tíma. Héraðsdómur segir, að
sálfræðiskýrsla styðji mjög
trúverðugleika framburðar
konunnar og bréfið sem hún
ritaði móður sinni styrki fram-
burð hennar mikið. Sama sé
að segja um skýrslu móður
hennar og framburð vitna af
háttsemi ákærða.
Þá segir dómurinn, að
framburður vinstúlku kon-
unnar, um það er maðurinn
sýndi þeim klámfengið
myndband og lét konuna
snerta lim sinn, sé til þess
fallinn að styrkja framburð
konunnar um háttsemi
mannsins. Ýmis önnur atriði
voru talin gefa sterkar vís-
bendingar um hvatir manns-
ins.
Vestfirðingar kvöddu gamla árið á landsvísu með glæsibrag. Framlag vestfirskra tónlistar-
manna og söngvara, í samfylgd tveggja landskunnra listamanna, í ,,Kveðju frá Ríkisútvarpinu“
á gamlárskvöld vakti verðskuldaða athygli.
Nýliðið ár bar með sér sterka hefð á sviði allskyns lista hér vestra. Með flutningi á
,,Söngvaseið“ var ráðist í það ,,ómögulega“ og því skilað með slíkum ágætum að undrun
sætti. Fjögur ungmenni frá Tónlistarskóla Ísafjarðar tóku þátt í framhaldsstigs píanókeppni
EPTA. Eitt þeirra komst í úrslit. Öll voru þau sér, skóla sínum og heimahögum, til sóma.
Listaskóli Röngvaldar Ólafssonar varð 10 ára 5. desember. Fjórir aðilar standa þar að baki.
Stofnun skólans bar á sínum tíma vott um áræði og framsýni. Slíkur skóli er sérhverju bæjar-
félagi mikilvægur. Við grósku mikið menningarstarf á liðnu ári verður ekki skilist án þess
að nefna nýútkominn hljómdisk Sunnukórsins ,,Kveðju mína og kærleiksband“. Þetta er
önnur plata kórsins, sem verður 70 ára 25. janúar, en 1968 gaf kórinn, í samstarfi við Karla-
kór Ísafjarðar, út plötuna ,,Í faðmi fjalla blárra“. Vel var við hæfi að minnast afmælis kórsins
með slíkum hætti og fullyrða má að hljómdiskurinn sé óbrotgjarn minnisvarði um sjö ára-
tuga tilvist Sunnukórsins í menningarlífi Ísfirðinga og öllum þeim er að komu til upphefðar.
Fyrir fjórum árum komst sá háttur komst á í menningarbænum Ísafirði að velja árlegan
bæjarlistamann. Fyrstur til að hljóta þennan heiður var Jónas Tómasson, yngri, tónskáld.
Næstur í röðinni var Vilberg Vilbergsson, betur þekktur sem Villi Valli, hljómlistarmaður og
listmálari, síðan Harpa Jónsdóttir, rithöfundur og grunnskólakennari. Að þessu sinni hlotnaðist
Jóni Sigurpálssyni, myndlistarmanni og safnverði á Ísafirði, heiðurinn. BB óskar Jóni til
hamingju með verðskuldaðan heiður. Auk þess að vera þekktur fyrir listaverk sín, sem meðal
annar má sjá víða um Vestfirði, er hann kunnur fyrir tveggja áratuga gifturíkt starf, sem safn-
vörður á Ísafirði.
Vandi er þeim vissulega á höndum sem falið er að velja bæjarlistamann. Um verklag í þeim
efnum er BB með öllu ókunnugt. Til framtíðar horft leyfir blaðið sér þó, í vinsemd og að fullu
og öllu á eigin ábyrgð, að nefna að á meðal býsna margra, sem til greina koma á komandi ár-
um, er maður sem staðið hefur í stafni á fjölmörgum sviðum tónlistar áratugum saman, og er
enn að, Hnífsdælingurinn Baldur Geirmundsson. Því einu er við að bæta, að hví skyldu bæj-
arbúar vera feimnir við koma á framfæri ábendingum um bæjarlistamann?
– s.h.
Nýliðið ár var það hlýjasta
sem komið hefur við Djúp frá
upphafi mælinga árið 1897.
Samkvæmt upplýsingum
Trausta Jónssonar veðurfræð-
ings á Veðurstofu Íslands var
meðalhiti ársins 4,9 gráður
sem er töluvert meira en í með-
alári. Til samanburðar má
nefna að árið 2002 var meðal-
hiti 4,1 gráða.
Aðeins tvö ár eru svipuð
síðasta ári í meðalhita. Það
eru árin 1941 og 1933.
– hj@bb.is
Að kvöldi nýársdags var
tilkynnt til lögreglunnar á
Ísafirði um að eldur logaði
í opnum ruslagámi sem
stóð á skólalóð Grunnskól-
ans á Ísafirði við Grundar-
götu. Slökkvilið var kvatt
út til að slökkva eldinn og
var gámurinn fjarlægður.
Grunur leikur á að þarna
hafi verið að verki ungir
piltar sem sáust hlaupa frá
gámnum rétt fyrir tilkynn-
inguna að sögn lögreglu.
Gámurinn mun hafa
skemmst vegna þessa.
Lögregla vill hvetja for-
eldra til að fylgjast vel með
því hvað börn þeirra aðhaf-
ast og leiðbeina þeim um
hættuna sem getur hlotist
af glannaskap sem þessum.
Ein líkamsárás var kærð
til lögreglunnar á Ísafirði í
liðinni viku, en um var að
ræða ungann karlmann
sem sagðist hafa orðið fyrir
árás eins manns fyrir utan
skemmtistað á Ísafirði
aðfaranótt nýársdags.
Áverkar voru ekki alvar-
legir og er málið til rann-
sóknar. – kristinn@bb.is
Ísafjörður
Grunaðir um
að kveikja í
ruslagámi
Árið 2003
það hlýjasta
frá upphafi
mælinga
Ísafjarðardjúp
Hlutabréf Hraðfrysti-
hússins-Gunnvarar hf. í
Hnífsdal lækkuðu um 11,4
% á síðasta ári. Hlutabréf
flestra sjávarútvegsfyrir-
tækja á aðallista Kauphall-
ar Íslands lækkuðu á ár-
inu. Eina sjávarútvegs-
fyrirtækið sem hækkaði
var Grandi hf. en gengi
hlutabréfa þess fyrirtækis
hækkuðu um 16,5 % á
liðnu ári. Aðeins sex fyrir-
tæki á aðallista Kauphall-
arinnar lækkuðu meira en
HG þar af þrjú sjávarút-
vegsfyrirtæki, Vinnslu-
stöðin hf. en gengi hluta-
bréfa þess fyrirtækis lækk-
uðu um 14 %, hlutabréf í
Síldarvinnslunni hf. lækk-
uðu um 20,6 % og hluta-
bréf í Tanga hf. lækkuðu
um 25,8 % á árinu. Þessar
upplýsingar komu fram í
viðskiptafréttum Morgun-
blaðsins.
– hj@bb.is
Bréf fyrirtækisins lækk-
uðu um 11,4 % á liðnu ári
Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf., í Hnífsdal
01.PM5 12.4.2017, 09:002