Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2004, Síða 8

Bæjarins besta - 07.01.2004, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 „Ótrúlegur árangur á ekki leng Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði fagn- aði nýverið 10 ára afmæli en stofndaginn bar upp á 119. fæðingarafmæli Rögnvaldar Ólafssonar, arki- tekts, 5. desember 1993. Fjölbreytt námskeiðahald hefur verið hjá skólanum frá upphafi, m.a. hefur hann sinnt margvíslegri myndlistarkennslu, tónlist, dansi, og leiklist svo fátt eitt sé nefnt. Rögnvaldur Ólafsson, oft kallaður fyrsti íslenski arkitektinn, hannaði Edinborgarhúsið sem hefur verið helsta aðsetur listaskólans. Menningarmiðstöðin Edin- borg og listaskólinn eru nátengd en eigendur lista- skólans eru allir hluthafar í Edinborgarhúsinu og hefur skólinn átt drjúgan þátt í að gæða menning- armiðstöðina lífi. Að listaskólanum standa Mynd- listarfélagið á Ísafirði, Litli leikklúbburinn, Tón- listarskóli Margrétar Gunnarsdóttur og Lúðrasveit Ísafjarðar var einnig stofnaðili. Tæpast er átaka- laust að setja á fót og starfrækja heilan listaskóla. Því þótti forvitnilegt að taka frumkvöðlana tali, spyrja um tilurð skólans og reynslu síðasta áratug- ar. Fyrir svörum urðu Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari og myndlistarmennirnir Jón Sigur- pálsson, Ólöf Oddsdóttir og Pétur Guðmundsson. Jón: „Við Hrönn fórum í Lands- bankann og skrifuðum undir víxil fyrir öllu saman. við vorum við nám úti í Hol- landi. A.m.k. kom hugmyndin að menningarmiðstöð að vissu leyti þaðan því þar eru menn- ingarmiðstöðvar í hverjum bæ þar sem allt er að gerast, ef svo má segja.“ Pétur: „Núverandi- og fram- tíðartakmarkið er að geta hýst sem flestar greinar undir sama þaki.“ Lögð að veði í Landsbankanum – Starfsemin er sprottin af frumkvæði áhugasamra ein- staklinga en ekki tilkominn út af ályktun í einhverri nefnd eða slíku. Má ekki kalla þetta grasrótarstarf? Pétur: „Jú það má segja að Listaskólinn hafi orðið til eftir réttri leið. Þetta hófst með mannlegu brölti en síðan hlóðst húsnæðið og annað til- heyrandi utan á.“ Jón: „Litli leikklúbburinn kom einmitt að með hugmynd- ina um að kaupa Edinborgar- húsið, ég held að Hrönn Benó- nýsdóttir hafi fengið þessa hugdettu og unnið að henni með fleiru góðu fólki þar. Síð- an komu þau og báru sínar pælingar upp við okkur í Myndlistarfélaginu. Þetta hefði náttúrlega aldrei verið hægt nema af því að Djúpbáturinn hf. kom að með 40% hlut í húsinu.“ Margrét: „Í upphafi var þetta spurning um að fjármagna kaupin. Fyrir húsið voru borg- aðar ellefu milljónir sem okkur þótti ansi mikið að vera með á herðunum“ Jón: „Við Hrönn fórum í Landsbankann og skrifuðum undir víxil fyrir öllu saman. Mér skilst að Hrönn eigi einmitt ennþá eftirminnilegt bréf frá bankanum þar sem segir víxill yðar að upphæð níu milljónir er í vanskilum. Það ætti nú að ramma þetta plagg inn og hafa hérna í hús- inu.“ Ólöf: „Mér finnst alltaf góð sagan af því þegar Jón og Hrönn sátu á Landsbanka- tröppunum í öngum sínum yfir að leggja sig að veði hjá bank- anum og Kristján heitinn Jón- asson, hjá Djúpbátnum, stóð yfir þeim og tautaði þegiði bara og skrifið undir. Ég veit hreinlega ekki hvað hefði orð- ið úr þessu dæmi öllu saman ef hans hefði ekki notið við.“ Margrét: „Hann var ekki hræddur við neitt og kunni tök- in á að ganga frá svona málum. Hann sá t.d. um að semja við Sambandið um kaupin á hús- inu.“ – Má ekki segja að upp- bygging þessara stofnana sé samhangandi, þ.e. menningar- Jón: „Það má að einhverju leyti rekja sögu Listaskólans til Myndlistarfélagsins á Ísa- firði sem var stofnað árið 1984. Ári síðar hóf félagið rekstur listasalarins Slunkaríkis en auk sýningarhalds var mark- mið félagsins að standa fyrir námsskeiðum. Margrét hóf einkakennslu í tónlist árið 1991 og við sameinuðumst. E.t.v. má segja að hug- myndafræðin um að sameina í einn skóla margar ólíkar grein- ar og láta þær allar vinna sam- an sé svolítið í anda þess sem við Margrét kynntumst þegar miðstöðvarinnar Edinborgar og Listaskólans? Jón: „Fyrir okkur var Lista- skólinn settur á stofn út af hugsjón og líka til að skapa húsinu verkefni. Eitt er að kaupa hús og annað að reka það.“ Góð aðsókn úr öllum áttum Margrét: „Skólinn byrjar á að kenna vítt og breitt. Við fengum inni í Kaupfélagshús- inu og fórum þaðan niður í Vestrahús en síðan kemur að Edinborgarhúsinu. Gerður var samningur við Grunnskólann á Ísafirði um að Listaskólinn sæi um mynd- menntakennslu og útvegaði kennara. Þá vorum við að fá kennara úr Reykjavík sem voru um 6 vikur í senn, svipað og gert er núna með listdans- kennsluna, og þá urðum við að gera eitthvað í því að kom- ast inn í húsið. Fyrstu kennslu- stundirnar fóru fram úti af því húsnæðið var ekki tilbúið. Þær framkvæmdir voru kláraðar á mettíma og mikil spenna með- an á þeim stóð. Húsnæðið var mjög hrátt og mér fannst þetta ótrúlega erfitt tímabil.“ – Mér heyrist að þið hafið staðið í ýmiskonar stappi og streði í kringum starfsemina og efast um að fólk skrifi hvern einasta tíma á Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Af hverju eruð þið að standa í þessu? Pétur: „Ætli það sé ekki bara gaman.“ Margrét: „Jú, og svo snýst það um að hafa trú á því sem maður er að gera sjálfur og vilja til að aðrir fái að njóta þess. Maður hefur líka fengið mikla reynslu og þroskast af því að láta ekki erfiðleikana buga sig.“ Pétur: „En starf- semin á nú líka að vera liður í að efla bæjarfélagið, á móti brimsins böli, eins og við sögðum einhvern tímann. þó þessar stofnanir tengist að sjálfsögðu. Þetta byrjaði allt undir sömu kennitölunni í upphafi þó nú sé búið gera formið betur úr garði.“ – Skólinn hefur staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum, mætti jafnvel segja að ekkert mannlegt sé honum óviðkom- andi? Margrét: „Að minnsta kosti er honum fátt óviðkomandi. Það er svo skemmtilegt að hugmyndirnar að þessum námskeiðum koma úr öllum áttum. Jóna Símonía Bjarna- dóttir , héraðsskjalavörður, vildi t.d. hafa kaffinámskeið, og Rósa Þorsteinsdóttir, í Gamla bakaríinu, stakk upp á kertanámskeiði. Við höfum reynt að mæta hugmyndum fólks og ábendingum. Mörg fleiri námskeið hafa komið svona utan að ef svo má segja. T.d. var stungið að okkur hug- myndinni um að hafa nám- skeið fyrir krakka í að syngja í hljóðkerfi. Svo fáum við ýmiskonar hvatningu frá samfélaginu, t.d. var mjög þrýst á við héldum áfram með listdanskennslu. Þar rákumst við á hvern vegg- inn á fætur öðrum við að fá kennara og ég missti það út úr mér við ágæta konu hér í bæ að ég væri alveg að gefast upp á þessu. Hún leit á mig hvöss og sagði þú klifrar þá bara yfir vegginn!. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og svaf ekki næstu nótt. Hún lamdi í borðið til að leggja áherslu á málið – enda sendi hún okkur blóm- vönd á afmælishátíðinni. Síðan höfum við átt góð tengsl við ýmsa aðila, í gegn- um tíðina. Farskóli Vestfjarða, sem var fyrirrennari Fræðslu- miðstöðvar Vestfjarða, stóð fyrir ýmiskonar námskeiða- haldi og Guðmundur Einars- Jón: „Mér finnst alltaf svo- lítið fallegt sem Sigurður Guð- mundsson, myndlistarmaður og rithöfundur, sagði að starf listamannsins sé svipað trú- boðastarfi. Að listamenn boði visst fagnaðarerindi sem sé mannlífsbætandi – ég held að það sé dálítið til í því.“ Pétur: „Maður fær heilmikið út úr þessu starfi persónulega, það bætir mann sjálfan að vera kennari.“ Ólöf: „Þetta er einmitt spurningin, af hverju er maður kennari? Ég er á því að maður fái eitthvað til baka fyrir kenn- sluna sem sé töluvert mikils virði. Stundum er það spurn- ingin hvort lærir meira nem- andinn eða kennarinn?“ – Er ekki heilmikið af fólki sem hefur sótt námskeið hjá skólanum í gegnum tíðina? Pétur: „Jú það er orðinn ágætis hópur og vert að geta þess að fólkið á fjörðunum hérna í kring hefur verið mjög duglegt við að koma. Það hefur í rauninni komið okkur mjög á óvart hvað er mikið sótt hingað frá ná- grannabyggðum Ísafjarðar. Sérstaklega mikið úr Dýrafirð- inum. Manni finnst það ótrú- legt þegar fólk er að koma alla þessa leið að vetri til að sækja námskeið.“ Fyrsta styrkumsókn- in til bæjarstjórnar Margrét: „Fyrsti fundurinn okkar með bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar var erfiður. Skila- boðin voru að við værum ekki framarlega í forgangsröðinni og okkur fannst það mikil höfnun. Fyrsti styrkurinn frá bænum kom síðan haustið 1999 upp á 120 þúsund á mán- uði. Þessu miðar hægt og bítandi áfram og við höfum alltaf verið glöð yfir hverjum áfanga. Bær- inn hefur heldur ekki endalaust fé að moða úr og auðvitað skilur maður þá klemmu sem menn eru í við að útdeila því.“ Pétur: „En starfsemin á nú líka að vera liður í að efla bæjarfélagið, á móti brimsins böli, eins og við sögðum ein- hvern tíman. Það er eins og ein kona sagði við mig, að allt sem væri um að vera í Edinborg, bæði hjá skólanum og í menningarmið- stöðinni, styrkti hennar trú á bænum, þó hún væri ekki mik- ið í að sækja viðburði eða nám- skeið sjálf. Henni einfaldlega liði betur vitandi af þessu lífi í bænum.“ Balletáhugamenn berja í borðið – Stofnanirnar sem starfa í Edinborgarhúsinu hafa verið ansi nátengdar í gegnum tíðina og oft er litið á starfsemina í húsinu sem eina heild, er það svo? Jón: „Í upphafi var Lista- skólinn svo samtvinnaður menningarmiðstöðinni í Edin- borg af því hún hafði ekki húsnæði. Þá voru þeir sem störfuðu við skólann að undir- búa viðburði og slíkt. Síðan hafa mörkin verið að skýrast 01.PM5 12.4.2017, 09:008

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.