Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2004, Side 11

Bæjarins besta - 07.01.2004, Side 11
11MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík. er stórframkvæmd á mæli- kvarða lítils sveitarfélags og ég vona að hún muni auka íbúum hér kjark og þor og trú á sveitarfélagið til framtíðar. Þar að auki vona ég að sam- göngur batni enn á árinu en sannleikurinn er sá að íbúar Reykhólahrepps eru í ótrúlega slæmu vegasambandi við aðra hluta Vestfjarða. Þetta er merkileg staðreynd, ekki síst í ljósi þess að Reykhólar eru ekki útkjálki. Þvert á móti er enginn þéttbýlisstaður á Vest- fjörðum nær höfuðborgar- svæðinu en Reykhólar (að Borðeyri við Hrútafjörð e.t.v. einni undanskilinni!). Ólafur M. Birgisson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum á inn- lendum vettvangi á árinu sem er að líða? Undirritaður var samningur við ríkið um verkefni í dreif- mennt í V.- Barðastrandasýslu sem sveitarfélögin binda mikl- ar vonir við. Uppbygging vega um Klettsháls og Bröttu- brekku, algjör bylting í sam- göngumálum. Uppbyggingin á Austurlandi, sýnir hvað hægt er að gera í byggðamálum ef áhugi er fyrir hendi, frábært að sjá Austurland vera að blómstra. Alþingiskosningar- nar voru ansi skrautlegar og yfirboðin mörg. Einhvern veg- inn fannst mér skynsemin í málflutningi allra framboða fara út í veður og vind þegar nálgaðist kjördag. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum af er- lendum vettvangi á árinu sem er að líða? Írak stríðið hefur sett stór- ann svip á árið sem er að líða. Það var orðið nauðsyn- legt að ná Saddam til að missa ekki alveg tökin í stríð- inu. Manchester United varð enskur meistari sem er alltaf jafn frábær tilfinning (ótrúlegt hvað skapið getur sveiflast með gengi liðsins). Hvað er eftirminnilegast á árinu hvað þig sjálfa(n) varðar á árinu sem er að líða? Það stendur uppúr að við hjónin eignuðumst stúlku 6. september, algjör gullmoli, er að ganga í gegnum erfið veikindi en brosir alltaf sínu blíðasta. Einnig er vert að geta þess að Púkarnir, sem er „old boys“ knattspyrnulið hér í Tálknafirði, vann sinn fyrsta sigur á Pollamóti Þórs á Akur- eyri og það í fjórðu tilraun (í árum talið). Hvaða væntingar berð þú til ársins 2004? Það eru miklir umbrotatímar í sveitarstjórnamálum t.d. sameiningar sveitarfélaga. Þar verða að fara að liggja fyrir einhverjar línur fyrir framtíð- ina. Þetta hangir yfir enda- laust án þess að búið sé að setja fram með sterkum rök- um hverju eigi að ná fram. Ég vona að aðstæður útgerða og fiskvinnslu verði betri árið 2004 heldur en 2003, það er grundvallar atriði fyrir sveit- arfélag eins og Tálknafjarðar- hrepp. Að Vestfirðingar detti í lukkupottinn varðandi at- vinnurekstur sem gæti verið akkeri með fiskveiðum og vinnslu. Að Englendingar verði Evrópumeistarar í fót- bolta (óskhyggja). Að lokum óska ég Vestfirðingum og öðr- um landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir sam- skiptin á liðnum árum. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum á inn- lendum vettvangi á árinu sem er að líða? Það var margt eftirminnilegt sem bar upp á, á nýliðnu ári. Á landsvísu er einna minnisstæð- ast þegar síðastliðið sumar byrjað var á virkjunarfram- kvæmdum á hálendi Austur- lands, sem eiga eftir að hafa miklar og jákvæðar breytingar í för með sér fyrir sveitarfé- lögin og íbúa þess á Austur- landi og munu efla þá sýn þjóðarinnar á að landsbyggðin geti verið eftirsóknarverður og öflugur búsetustaður. Einnig er minnisstætt þær uppstokk- anir og eignahaldsbreytingar sem áttu sér stað á fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. Oft stórtæk, innskiljanleg inngrip og afskipti fjármálastofnana inn í íslenskt atvinnulíf og samhliða því hefur verið at- hyglisvert að fylgjast með hug- takinu ,,siðferði í viðskiptum” sem mér finnst oft á tíðum hafa farið halloka og skemmt fyrir mörgum góðum fyrir- tækjum og stofnunum. Það verður verkefni næsta árs og ára að móta nýjar og skerpa á eldri leikreglum sem virðist vera orðið mikilvægt í því samfélagi sem við lifum í. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum af er- lendum vettvangi á árinum sem er að líða? Á erlendum vettvangi eru þung mál minnisstæðust, fyrst ber að nefna innrásina í Írak sem gerð var í mars og þess ástands sem þar ríkir nú og ekki er séð fyrir endann á. Morðið á Önnu Lindh utan- ríkisráðherra Svíþjóðar í sept- ember síðastliðnum og síðast en ekki síst sá hörmulegi at- burður sem átti sér stað í Íran í desember þar sem hátt í 40. þúsund manns létust í jarð- skjálftanum. Þar sáum við enn og aftur hvað náttúruöflin geta verið óvægin og hvað við Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps megum okkur lítils á slíkum stundum. Hvað er eftirminnilegast á árinu hvað þig sjálfa(n) varðar á árinu sem er að líða Hvað mig varðar er það einna eftirminnilegast að fá Ester dóttir mína til landsins og kynnast henni en ég hafði ekki séð hana í 17 ár þar sem hún hefur búið erlendis, en við höfum ætíð haldið síma- sambandi og síðustu ár einnig netsambandi. Ester, sem er 19. ára var hjá okkur í fimm vikur og ferðuðust við, fjölskyldan með henni þvert og endilangt um landið á þeim tíma og er óhætt að segja að þar hafi okk- ur einnig gefist tækifæri á að kynnast landinu frá öðru sjón- arhorni, þar sem við settum okkur í nánd við landið eins og hægt er að ímynda sér að erlendir ferðamenn geri þegar þeir sækja landið heim. Einnig er minnisstætt á árinu, ánægju- legt og árangursríkt samstarf með starfsmönnum Súðavík- urhrepps og allra íbúa sem ég hef átt samskipti við á árinu. Er ég lít til baka er ekki annað hægt en að vera sáttur við þann árangur sem við höfum náð í sveitarfélaginu, þó alltaf megi gera meira og betur, en það verður á verkefnalista fyrir árið 2004. Hvaða væntingar berð þú til ársins 2004? Ég ber mikilar væntingar til ársins 2004. Sjálfur mun ég leggja mig fram um að vanda mig og gera betur á nýju ári, bæði í einkalífi og starfi. Í mínu sveitarfélagi sé ég fram- undan mörg krefjandi og áhugaverð verkefni til að vinna að og fylgja öðrum eftir sem þegar eru komin af stað. Ég trúi því að á árinu munum við fara að stíga upp úr þeim tímabundna öldudal sem við höfum verið í hér á Vestfjörð- um, út frá atvinnu og búsetu- legum skilningi séð. Við erum komin inn í nýtt hagvaxtar- skeið sem á eftir að eflast á árinu og leiða af sér ný og áhugaverð sprotafyrirtæki og efla önnur. Ég vænti þess að tímabili fólksfækkunar á Vest- fjörðum sé nú að mestu lokið og framundan sé hæg en örugg fjölgun íbúa. Þetta er háleit en raunhæf sýn, og það skemmtilega við þetta er að það er undir okkur komið hvernig til tekst. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum á inn- lendum vettvangi á árinu sem er að líða? Það eru nokkur atriði sem koma upp í hugann og þá sér- staklega miklar breytingar á fjármálamarkaði. Þar ber hæst sala ríkisbankanna, sameining Kaupþings og Búnaðarbanka og nú hugsanlega Spron. Launamál Kaupþingsmanna voru áberandi og þau viðbrögð sem urðu við því sem kallað hefur verið sjálftaka launa. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi stærstu fyrirtækja landsins og sér ekki fyrir end- ann á þeim. Alþingiskosningar eru líka eftirminnilegar og það vakti athygli hvað sjávarút- vegsmálin voru áberandi í um- ræðunni og einnig hvað Evr- ópumálin voru lítið til um- ræðu. Á vettvangi íþróttanna er árangur knattspyrnulands- liðanna mér ofarlega í huga og ásamt afar skemmtilegu unglingalandsmóti sem fram fór á Ísafirði. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum af er- lendum vettvangi á árinum sem er að líða? Stríðið í Írak er ofarlega í huga og tel ég mjög mikilvægt að Saddam hafi náðst þó seint væri. Mikið hefur verið um sjálfsmorðsárásir og hriðju- verk sem ég er hræddur um að eigi eftir að verða yfirvofandi vá um ókomin ár. Morðið á Önnu Lind var ógeðfellt og vakti athygli á þeirri hættu sem stjórnmálamenn geta verið í vegna sinnar vinnu. Náttúru- hamfarir settu svip sinn á árið og voru jarðskjálftar þar fyrir- ferðamiklir, gríðarlegt mann- fall í jarðskjálftanum í Íran er óhuggulegt og mér ofarlega í huga. Hvað er eftirminnilegast á árinu hvað þig sjálfa(n) varðar á árinu sem er að líða? Það er að sjálfsögðu nýtt starf mitt sem bæjarstjóri og flutningur fjölskyldunnar til Bolungarvíkur. Í vor útskrifað- ist svo Aníta eiginkona mín sem rekstrafræðingur frá Við- skiptaháskólanum á Bifröst og tók við nýju starfi og sonurinn Ólafur Atli byrjaði í nýjum skóla. Við fórum í skemmti- legar útilegur á ættarmót, fót- boltamót og unglingalandsmót en annars var lítið um frí á árinu. Hvaða væntingar berð þú til ársins 2004? Í starfi vona ég að mér og mínu samstarfsfólki takist að ná sem flestum markmiðum okkar er varða hagsmuni Bol- ungarvíkur og ég láti gott af mér leiða í starfi mínu. Í einka- lífinu held ég að árið eigi eftir að verða fjölskyldunni gleði- og hamingjuríkt. Markmiðið er að reyna að komast í betra frí en síðasta ár og hafa meiri tíma fyrir fjölskylduna og áhugamálin. Ég er bjartsýnn á að árið 2004 verði gæfuríkt ár. lendum vettvangi á árinu sem er að líða? Eftirminnilegustu atburðir- nir af innlendum vettvangi eru Íslandsmeistaratign KR í knattspyrnu karla, sem ætíð er fagnaðarefni og samningur um dreifmenntarverkefni í V- Barð. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum af er- lendum vettvangi á árinum sem er að líða? Af erlendum merkisatburð- um ber einnan helst að Swartz- enegger var kjörinn ríkisstjóri í Kaliforníu - og Keikó drapst við Noregsstrendur. Hvað er eftirminnilegast á árinu hvað þig sjálfa(n) varðar á árinu sem er að líða? Eftirminnilegast hvað sjálf- an mig varðar árið 2003: óvenjulega lélegt veiðiár. Að- eins ein stutt veiðiferð á Arn- arvatnsheiðina - og Siv lokaði á rjúpnaveiðina (hafi Siv þakk- ir fyrir). Hvaða væntingar berð þú til ársins 2004? Þó ekki sé liðnir nema tæp- lega tveir dagar af árinu 2004 er ljóst að það verður fyrirsjá- anlega betra ár en 2003, í alla staði. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum á inn- Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri í Vesturbyggð Gerist áskrifendur í síma 456 4560 Ertu orðinn áskrifandi? 01.PM5 12.4.2017, 09:0011

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.