Bæjarins besta - 07.01.2004, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004
STAKKUR SKRIFAR
Fækkun og framtíðin
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
smáar
Til sölu er Nissan Micra árg. 96,
5 dyra. Bifreiðin lítur mjög vel út
og er ekin 91 þús. km. Uppl. í
síma 868 2664 og 477 1041.
Til sölu eða leigu er 3ja herb.
íbúð á eyrinni á Ísafirði. Öll til-
boð skoðuð. Upplýsingar í síma
690 2100.
Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urð-
arvegi 78. Uppl. í símum 456
3928 eða 456 4323.
Óska eftir að taka á leigu 4-5
herb. íbúð, helst í Holtahverfi. Á
sama stað óskast geislaspilari.
Uppl. í síma 893 4857.
Til sölu er vínrauður Subaru Leg-
acy ST, árg. 2000, sjálfskiptur,
ekinn 33 þús. km. Uppl. í síma
456 6158 eftir kl. 17.
Til sölu er Nissan patrol SE 2,8,
árg. 1998, breyttur fyrir 35",
ekinn 100 þús. km., hvítur að
lit, vetrar- og sumardekk. Uppl.
í síma 862 7826.
Hvolpar fást gefins. Upplýsingar
í síma 456 3184.
Til sölu er 4ra herb. blokkaríbúð
á eyrinni á Ísafirði. Mikið uppgerð
Uppl. í síma 661 5042.
Nú hefur komið í ljós að Vestfirðingum hefur fækkað um 95 á liðnu ári. Svo
segir Hagstofan og notar tímabilið 1. desember 2002 til jafnlengdar 2003.
Ýmislegt fleira fróðlegt kom í ljós, þar á meðal að Vestfirðingar eru samkvæmt
þessu 7.835 og tveir þriðju hlutar þeirra búa á norðanverðum Vestfjörðum.
Þriðjungurinn dreifist því um Strandasýslu og Barðastrandarsýslur. Það dregur
nokkurn mátt úr mönnum að sjá hve fækkun íbúa á Vestfjörðum er stöðug. Þá
kemur einnig í ljós að á liðnu ári fæddust alls 49 börn á Ísafirði á móti 62 árið
2002. Á Patreksfirði fæddust aðeins tvö börn, en þar komu 20 til ungbarnaeftirlits
og ætla má að 18 nýir Vesturbyggðungar hafi fæðst annars staðar. Ljóst er að
börn fæðast í auknum mæli syðra, væntanlega á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.
Valið verður framvegis í þá veruna að börn fæðist á fullkomnari sjúkrahúsum.
Það er skiljanlegt, en skilar sennilega ekki fullkomnari börnum. Fróðlegt væri
að sjá tölur um fæðingar barna sem eiga foreldra í Ísafjarðabæ, Bolungarvík og
Súðavíkurhreppi, en hafa komið í heiminn annars staðar.
Mest fækkaði í Vesturbyggð, um 47 og um 26 í Ísafjarðarbæ. Í fyrrnefnda
sveitarfélaginu búa innan við 1.100 manns og í því síðar nefnda ríflega 4.100
íbúar, rúmur helmingur Vestfirðinga. Hvað um framtíðina? Vonir okkar um
viðsnúning sýnast ekki rætast samkvæmt þessu. Þróunin hefur verið stöðug
fólksfækkun, brottflutningur og færri fæðingar. Ekki hillir undir ný tækifæri á
vinnumarkaði. Sjávarútvegurinn hefur verið lífæðin, en innan hans skiptast
menn í fylkingar með og á móti línuívilnun, eins glöggt hefur komið fram í
ummælum Einars Vals Kristjánssonar framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins
Gunnvarar hf. Hann sér lítið gagn af því að taka aflaheimildir frá einum og færa
til annars með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að atvinna minnki hjá þeim sem
af er tekið, í þessu tilviki HG. Deilt er um hugmyndina að háskóla á Vestfjörðum,
sem er af góðum rótum sprottin, en getur reynst erfið í framkvæmd og nýtur að
því er best verður séð ekki velvilja hins fjársvelta háskólasamfélags á Íslandi.
Hugsunin að baki háskóla, sem flestir munu ætla stað á Ísafirði tekur ekki mið
af aðstæðum. Íbúar á Vestfjörðum eru fáir, færri en í Garðabæ og leita margir
suður eftir þjónustu nú þegar. Svo áhrifin dygðu til fjölgunar er nauðsynlegt að
fá nemendur og kennara inn á svæðið eins og sagt hefur verið hér áður.
Ferðaþjónusta er góðra gjalda verð en til þess að hún skili sér í umtalsverðri
aukningu atvinnu þarf að ná miklu fleiri ferðamönnum til Vestfjarða og þá
vantar meiri gistirými, sem kostar fé að byggja upp. Sá galli fylgir gjöf Njarðar
að nýting gistirýmis yfir veturinn er ekki nógu góð og hvað þá er gistiplássum
fjölgar að mun. Kjarni málsins er þó sá að auka þarf atvinnu, trú Vestfirðinga
á framtíðina og efla mönnum bjartsýni byggða á raunhæfum grunni. Nýja Vest-
fjarðaáætlun vantar. Ekki á að sjóða hana saman í hendingu heldur byggja á því
sem fyrir er og bæta við nýju eftir fremsta megni. Megi nýbyrjað ár verða Vest-
firðingum frjósamt og gott.
Snilldarréttir, dans,
söngur og flugeldar
Nýársfagnaður SKG-
veitinga var haldinn á
Hótel Ísafirði á laugar-
dagskvöldið að viðstöddu
fjölmenni. Veislustjóri var
Kristrún Lind Birgisdóttir
frá Flateyri og sá söngtríó-
ið Eyrarrósirnar um að
skemmta gestum. Mat-
reiðslumenn SKG-veitinga
töfruðu fram hvern snilld-
arréttinn á fætur öðrum. Á
miðnætti var síðan flug-
eldasýning og loks stiginn
dans við undirleik Baldurs
og Margrétar. Ljósmynd-
ari bb.is tók meðfylgjandi
myndir á fagnaðinum.
Fleiri myndir munu birtast
á svipmyndum á bb.is í
vikunni. – hj@bb.is
Netheimar ehf.
Vinningshaf-
ar í jólaleik
Þrír heppnir Vestfirðingar
hafa verið dregnir út í jólaleik
tölvuþjónustunnar Netheima á
Ísafirði. Í fyrsta vinning er
MP3 spilari að verðmæti kr.
11.999 sem kom á miða nr.
216.
Annar vinningur, DVD spil-
ari að verðmæti kr. 9.999 kom
á miða nr. 1067 og þriðja vinn-
inginn, þráðlausa mús að verð-
mæti kr. 4.999, hlýtur handhafi
miða nr. 1792. Vinningshafar
geta vitjað vinninga hjá Net-
heimum í Aðalstræti 18 á Ísa-
firði.
Framvísa verður dreifibréfi
með útdregnu númeri til að
vinningur teljist gildur.
– kristinn@bb.is
Gerist
áskrifendur í
síma 456 4560
01.PM5 12.4.2017, 09:0012