Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 4

Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 20044 Fegurðardrottning með bíladellu Ungfrú Vestfirðir árið 2004 er tvítug Önundar- fjarðarmær, Margrét Magn- úsdóttir, dóttir hjónanna Magnúsar Hrings Guð- mundssonar og Ebbu Jóns- dóttur á Hóli. Að þessu sinni tóku 9 yngismeyjar þátt í keppninni, sem fram fór á Ísafirði um miðjan síðasta mánuð. Þær þóttu hver ann- arri glæsilegri enda ákvað dómnefnd að senda ekki einn heldur þrjá fulltrúa til keppni um titilinn Ungfrú Ísland. Margrét er nemandi á fjórða ári í Menntaskólanum á Ísafirði og stefnir á að ljúka stúdentsprófi við lok næstu haustannar. Hún gerði reyndar hlé á bóknáminu um tíma og lauk prófi í blóma- skreytingum frá dönskum skóla. Óhætt er að kalla Margréti hörkukvendi. Víst er hún gullfalleg og fáguð í framkomu en gefur staðal- myndinni um fegurðardrottn- inguna langt nef. Hún er öll- um hnútum kunnug á mynd- arlegu kúabúi fjölskyldunnar og segir það ekki ganga hjá sér að safna nöglum. Það færi illa saman við sveita- störfin. Þá er hún mikil bíla- áhugakona og ráku karlkyns skólafélagar hennar upp stór augu þegar hún fékk sér for- ljóst að ekki yrði slegið af við líkamsrækt og göngu- æfingar fyrir keppnina um titillinn Ungfrú Ísland sem haldin verður á Broadway í Reykjavík 29. maí. Reyndar gerði Margrét smáhlé á æfingum fyrstu dagana eftir Vestfjarðakeppnina en fór fljótlega af stað á ný. – Er ekki óhætt að segja að þátttakan í keppninni hafi verið mikil törn hjá ykkur stelpunum? Þurfti ekki að æfa heilmikið fyrir stóra kvöldið? „Undirbúningurinn fór rólega í gang. Við fengum hver og ein dagskrá um það sem við áttum að leggja áherslu á í líkamsræktinni og síðan þegar keppniskvöldið nálgaðist bættust við göngu- æfingar.“ – Hvernig gengur að samræma námið og undir- búning og þátttöku í fegurð- arsamkeppni þegar þetta ber upp á prófatímann? „Að minnsta kosti er ljóst að maímánuður er anna- samur og þá gildir að skipu- leggja tímann vel – maður verður að púsla þessu tvennu saman. Að auki er þetta líflegur tími í sveitinni með sauðburði og tilheyrandi stússi.“ – Fyrirfram er álitið að fegurðardrottningar séu frekar fínar píur en þú gengur í sveitaverkin af fullri hörku... „Já, auðvitað, það þýðir ekkert annað – það er ekki hægt að sitja inni eins og pempía heldur tekur maður þátt í búrekstrinum með fjölskyldunni eins og alltaf.“ – Svo þú getur ekkert ver- ið að safna nöglum á fing- urna, eða hvað? „Nei, ég væri fljót að rífa þær af.“ Komin á jeppa – Það vakti víst mikla eftirtekt á sínum tíma þegar þú varst nýkomin með bíl- próf og keyptir þér Mercedes Benz. Ertu áhugamanneskja um bíla? „Já, það er óhætt að segja það.“ – Ertu jafnvel með bíla- dellu? „Já, mikla bíladellu. Bensinn var fyrsti bíllinn sem ég eignaðist og ég var löngu búin að ákveða að fá mér þannig bíl. Pabbi hvatti mig til að setja mér takmark og safna fyrir honum svo að það var unnið og unnið þar til hann var í höfn. Frændi minn hefur verið að flytja inn bíla svo ég fékk hann á góðu verði.“ – Áttu Bensinn ennþá? „Nei, við unnusti minn átt- um bæði bíla sem við seld- um og fengum okkur Toyota LandCruiser jeppa í staðinn. Þó að færðin hafi verið mjög góð og lítill snjór að undan- förnu, þá finnst mér hentugra að vera á jeppa. Bensinn mátti sín lítils þegar byrjaði að snjóa þó að það hafi verið mjög ánægjulegt að aka honum þess á milli.“ Vill fást við sköpun Anna Fríða Magnúsdóttir, systir Margrétar, býr í Dan- mörku og það varð kveikjan að því að Margrét hélt utan til náms í blómaskreyting- um. „Mér fannst ég farin að missa tengslin við Önnu Fríðu og vildi fara í lýðhá- skóla í Danmörku og vera nálægt henni. En síðan var mér bent á blómaskreytinga- skóla sem vinkona hennar láta drossíu af gerðinni Mer- cedes Benz. Þátttakendur í fegurðarsamkeppni Vest- fjarða lögðu hart að sér við undirbúninginn og strax var 21.PM5 12.4.2017, 10:114

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.