Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 200410
Mörgæsin Georg tók á móti leikskólabörnum af Eyrarskjóli á Ísafirði og Bakkaskjóli í
Hnífsdal í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði á mánudag. Georg söng og sprellaði fyrir
börnin og var boðið upp á kleinur og ávaxtasafa. Georg hefur verið tákn bankans um
nokkurt skeið og nýtur vinsælda hjá yngstu börnunum líkt og segir í slagorðunum
„Georg og félagar, vinsælir alls staðar.“ Óhætt er að segja að dagurinn hafi verið með
líflegra móti hjá starfsmönnum útibúsins en Georg var á svæðinu fram eftir degi og tók
á móti fulltrúum fleiri leikskóla. – thelma@bb.is
Mörgæsin Georg í heimsókn
Á fundi sveitarstjórnar
Súðavíkurshrepps fyrir stuttu
var lögð fram tillaga um bygg-
ingu tveggja einbýlisshúsa við
Holtagötu til að bregðast við
húsnæðisskorti. Tillagan er
enn á teikniborðinu en að sögn
Helgu Sigurjónsdóttur stað-
gengils sveitarstjóra er stefnt
að því að hefja framkvæmdir
sem fyrst. „Það vantar húsnæði
og þetta er leið hreppsins til
að bregðast við því,“ segir
Helga.
Enda þótt Súðavíkurhreppur
sé ekki mjög fjölmennur, en
þar búa rúmlega 230 manns,
þá er hann meðal þeirra víð-
lendustu á landinu. Í Súðavík
við Álftafjörð eru um 190
íbúar en aðrir búa í sveitunum
inn með öllu Djúpi og úti í
Vigur.
– thelma@bb.is
Stefnir á byggingu
tveggja einbýlishúsa
Súðavíkurhreppur
Fjörutíu kylfingar mættu til leiks á vormóti Golfklúbbs Bolungarvíkur
Páll Guðmundsson bar sigur úr býtum
Góð þátttaka var á fyrsta
móti Golfklúbbs Bolungarvík-
ur sem fram fór á Syðridals-
velli á sunnudag en 40 kylf-
ingar mættu til leiks. Leiknar
voru 18 holur í punktakeppni.
Páll Guðmundsson frá Golf-
klúbbi Bolungarvíkur sigraði
með 41 punkt, Hagbarður
Marinósson varð annar með
39 punkta og Tómas Rúnar
Sölvason varð þriðji en hann
fékk einnig 39 punkta.
Bjarni Pétursson (GBO)
fékk verðlaun fyrir besta skor-
ið á mótinu en hann lék hol-
urnar 18 á 74 höggum sem er
þremur höggum yfir pari vall-
arins. Bjarni hlaut nándarverð-
laun á 3/12 holu og Örnólfur
Þórir Örnólfsson (GBO) hlaut
nándarverðlaun á 5/14 holu.
Þá fékk Rögnvaldur Magnús-
son (GBO) verðlaun fyrir leng-
sta púttið á 9. flöt.
Verðlaunahafar mótsins Örnólfur Þórir Örnólfsson, Rögnvaldur Magnússon, Páll Guð-
mundsson og Bjarni Pétursson. Myndir: Baldur Smári Einarsson.
21.PM5 12.4.2017, 10:1110