Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 11

Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 11 SUMARAFLEYSING Starfsmann vantar í sumarafleysingu á slökkvistöð Ísafjarðarbæjar frá 1. júní til 1. september. Aldurstakmark er 20-40 ára. Æskilegt er að viðkomandi hafi rétt- indi meiraprófsbílstjóra. Laun eru samkvæmt kjarasamningi F.O.S.Vest. Slökkviliðsstjórinn í Ísafjarðarbæ. Þórir Guðmundsson og Sig- urður Þorsteinsson, leikmenn KFÍ, urðu á laugardag Norður- landameistarar í körfuknatt- leik leikmanna undir 16 ára aldri þegar lið Íslands vann stóran sigur á liði Svíþjóðar í úrslitaviðureigninni með 86 stigum gegn 55. Leikurinn fór fram í Solna í Svíþjóð. Í úrslitaleiknum skor- aði Sigurður fimm stig og tók auk þess 9 fráköst og stal tvis- var sinnum boltanum af and- stæðingunum. Árangurinn er óneitanlega mjög glæsilegur og ekki spillti gleði ungu drengjanna að Íslendingar urðu einnig Norðurlanda- meistarar í flokki pilta undir 18 ára aldri og stúlkna undir 16 ára aldri. Árangur Þóris og Sigurðar er sennilega sá besti sem Ís- firðingar hafa náð í flokka- íþrótt og verður því mikil hvatning til þeirra og annarra liðsmanna KFÍ. Norðurlandamótið í körfubolta Þórir og Sigurður Norðurlandameistarar Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar Vill 23 sóknardaga smábáta Bæjarstjórn Ísafjarðarbæj- ar samþykkti samhljóða á fundi í síðustu viku áskorun til Alþingis um að sóknar- dagar smábáta verði að lág- marki 23 við breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var Magnús Reynir Guð- mundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra sem lagði fram svohljóðandi til- lögu á fundi bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæj- ar skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja, að sóknardagar í frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um fiskveiðar, sem nú er til afgreiðslu á Al- þingi og varðar sóknardaga smábáta, verði að lágmarki 23.“ Í umræðum um tillögu Mag- núsar Reynis lögðu bæjarfull- trúar Samfylkingarinnar, Bryndís Friðgeirsdóttir og Lárus G Valdimarsson, fram svohljóðandi bókun: „Enn á ný ætla stjórnvöld að fleygja í okkur hungurlús til að berjast um. Í stað þess að leggja til grundvallarbreytingar á stjórn- un fiskveiða þá er nú krukkað í smábátakerfið, sem skapar úlfúð og deilur og beinir sjón- um frá höfuðvanda málsins, sem er framsal aflaheimilda. Á meðan kvótinn safnast á æ færri hendur er sífellt verið að færa til dúsur innan smá- bátakerfisins, sem skapar enn á ný óvissu meðal fjölda fólks á landsbyggðinni, sem byggir afkomu sína á veið- um smábáta.“ Tillaga Magnúsar Reynis var samþykkt með níu sam- hljóða atkvæðum. – hj@bb.is Fjölmenni tefldi á alþjóðlegu skákmóti Hróksins á Ísafirði Jóhann Hjartar og Þröstur sigruðu Fjölmenni, og þar af sjö stór- meistarar, tók þátt á alþjóðlegu skákmóti taflfélagsins Hróks- ins og UMFÍ sem haldið var á Ísafirði um síðustu helgi. Mót- ið var tileinkað börnum á Vest- fjörðum og segir Hrafn Jökuls- son, formaður Hróksins, ánægjulegt að finna góðar undirtektir þeirra. „Þetta gekk eins og í draumi og var afskap- lega ánægjulegt að fá svo mikla þátttöku krakkanna sem komu í tugatali af norðursvæð- inu og suðursvæðinu og alla leið af Ströndum.“ Sigurvegari mótsins urðu stórmeistararnir Jóhann Hjart- arson og Þröstur Þórhallsson með 7½ vinning en í 3.-5. sæti urðu Tomas Oral, Henrik Danielssen og Hrafn Jökuls- son með 7 vinninga. Sigurður Þráinn Geirsson, fæddur 1995, varð hlutskarp- astur meðal grunnskólakrakka í 1.-3. bekk með 5 vinninga. Í flokki krakka í 4.-7. bekk varð Ingvar Ásbjörnsson, fæddur 1991, sigursælastur með 6,5 vinning og í flokki krakka í 8.- 10. bekk vann Samúel Sig- urðsson, fæddur 1988, með 5 vinninga. Allir þátttakendur voru sjálfkrafa þátttakendur í happ- drætti og var dregið út forláta reiðhjól frá Húsasmiðjunni á Ísafirði sem endaði í Árnes- hreppi. Teflt var í íþróttahúsinu á Torfnesi sem þótti ekki síður henta vel fyrir andans raunir en aflsins og segir Hrafn greinilega hægt að halda mörg stórmót þar í framtíðinni. Mót- ið var haldið með tilstyrk fjöl- margra aðila og ekki síst Flug- félags Íslands sem sá um að koma stórmeisturunum á stað- inn. Mótið var liður í skákvakn- ingu Hróksins á Vestfjörðum en í síðustu viku heimsóttu liðsmenn Hróksins grunnskóla í fjórðungnum og tefldu fjöl- tefli. Regína Pokorna, skák- drottning Hróksins, tefldi við samtals hundrað börn í Bol- ungarvík, Súðavík og Ísafirði og á sama tíma var tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral í sendinefnd Hróksins á Strönd- um og tefldi við krakka á Borð- eyri, Drangsnesi og Hólmavík. Hann heimsótti líka krakkana á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði og var hvarvetna mikil stemmning. Danski stór- meistarinn Henrik Danielsen heimsótti Flateyri og Suður- eyri, en á báðum stöðum er mikil skákvakning. Þannig tefldu hátt í fjörutíu börn á Suðureyri við stórmeistarann. Hrafn segir vakningarstarfi Hróksins hvergi nærri lokið. Þessa daga er félagið að safna áheitum en Hrafn ætlar að tefla 200 skákir í 30 klukkustunda skákmaraþoni í Smáralind um næstu helgi. Afrakstrinum verður varið til starfsins á næsta skólaári en þá er ætlunin að heimsækja alla skóla lands- ins og efna til 200 skákhátíða. – kristinn@bb.is Vinningshafar á skákmóti Hróksins á Ísafirði. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. 21.PM5 12.4.2017, 10:1111

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.