Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.05.2004, Page 14

Bæjarins besta - 26.05.2004, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 200414 > RÚV: 29. maí kl. 22:05 Árás Japana á flotastöð Banda- ríkjamanna á Pearl Harbor er sögusvið þessarar stórmyndar frá 2001 sem Ríkissjónvarpið sýnir á laugardagskvöld. Myndin segir frá tveimur vinum í bandaríska hern- um sem verða ástfangnir af sömu konunni. Meðal leikenda eru Ben Affleck, Josh Hartnett, Alec Baldwin og Cuba Gooding. Árás Japana á Perluhöfn > Stöð 2: 28. maí kl. 20:55 Spennan nær hámarki í American Idol í kvöld. Aðeins tveir keppendur eru eftir og nú verður krýnd næsta popp- stjarna Bandaríkjanna. Stelpurnar tóku fljótt öll völd í lokaúrslitunum en George Huff, sem datt út í byrjun maí, var síðasta von karlþjóðarinnar. Sem fyrr er ógjörningur að segja til um úr- slit enda ljóst að fyrri afrek hafa lítið að segja. Sigurvegari American Idol > Sýn: 30. maí kl. 10:45 Ísland mæti Japan í fyrsta leik Man- chester-mótsins sem hefst í dag. Englendingar eru þriðja þátttöku- þjóðin en heimamen mæta Íslend- ingum nk. laugardag. Leikurinn gegn Japönum verður íslensku landsliðsstrákunum örugglega erfið- ur enda hafa Japanir á að skipa firnasterku liði og eru engir aukvisar eins og glögglega sást í úrslitakeppni HM fyrir tveimur árum. Landsleikur: Ísland – Japan Helgarveðrið Horfur á fimmtudag: Suðaustan 5-10 m/s suð- vestanlands, en annars mun hægari austlæg átt. Rigning sunnan- og vest- anlands en víða bjartviðri í öðrum landshlutum. Horfur á föstudag: Austlæg átt og skýjað með köflum eða léttskýjað en þokuloft eða súld með suðurströndinni. Hiti 12- 20 stig að deginum Horfur á laugardag: Austlæg átt og skýjað með köflum eða léttskýjað en þokuloft eða súld með suðurströndinni. Hiti 12- 20 stig að deginum. Spurningin Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Eiga Íslendingar að halda áfram að taka þátt í Eurovision söngvakeppninni? Alls svöruðu 693. Já sögðu 411 eða 59% Nei sögðu 263 eða 38% Óvíst sögðu 19 eða 3% Kirkjustarf Ísafjarðarkirkja: Fermingarmessa á hvíta- sunnudag kl. 11:00. Hnífsdalskapella: Fermingarmessa á hvíta- sunnudag kl. 14:00. Fjórðungssjúkrahúsið: Guðsþjónusta á sal kl. 16:00 með kór Ísafjarðar- kirkju. „Vorskipið“ fór fulllestað til Fljótavíkur Eitt af föstum merkjum sumarkom- unnar er þegar bátar byrja að ferja fólk og varning norður á Hornstrandir. Í síðustu viku mátti sjá hvar Fengsæll ÍS-83 var lestaður varningi vegna fram- kvæmda sem fyrirhugaðar eru í Fljóta- vík í sumar. Auk hefðbundins viðhalds húsakosts þar nyrðra stendur til að endurbæta vatnsveituna í víkinni. Þegar norður er komið þarf að ferja varning- inn í land með minni bátum eða fleyta honum til lands. Ein af dætrum Fljóta- víkur, Herborg Vernharðsdóttir, er fyrir nokkrum farin norður til sumardvalar og hefur án efa tekið vel á móti vor-skipinu og áhöfn þess. – hj@bb.is Eins og sjá má á mynd Þorsteins Tómassonar kennir ýmissa grasa um borð í Fengsæl ÍS sem flutti varning til Fljótavíkur. Félag hjartasjúklinga á Vestfjörðum ásamt vel- unnurum færðu Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísa- firði hjartalínuritstæki ásamt fylgihlutum að gjöf í síðustu viku. Verðmæti tækisins er tæpar 1,9 millj- ónir króna. Í hófi sem haldið var á FSÍ færðu hjónin Sigríður Brynjólfs- dóttir og Ásgeir Guð- bjartsson, Minningarsjóði um Úlf Gunnarsson fyrr- verandi yfirlækni, eina milljón að gjöf. Sjóðurinn er eingöngu nýttur til tækjakaupa fyrir sjúkra- húsið og hefur hann á undanförnum árum veitt sjúkrahúsinu veglegar gjafir með öflugum stuðn- ingi velunnara sjúkra- hússins. Í kaffisamsætinu var einnig kynnt nýtt fæð- ingarrúm sem Úlfssjóður ásamt dyggri aðstoð styrktaraðila færðu fæð- ingardeild sjúkrahússins. Gefendur á öllum aldri voru staddir afhending- una og þeir yngstu voru nokkur börn sem héldu tombólu til styrktar fæð- ingadeildinni. – thelma@bb.is Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar- bæjar berast veglegar gjafir Jóhann Kárason formaður Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum afhendir Þresti Óskarssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar og Þorsteini Jóhannessyni hjartalínuritstækið. Velunnarar Heilbrigðisstofnunarinnar skoða nýja fæðingarrúmið. 21.PM5 12.4.2017, 10:1114

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.