Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.05.2004, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 26.05.2004, Blaðsíða 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk www.bb.is – daglegar fréttir á netinu Guðbjartur Ólafsson ráðinn aðstoðarskólameistari Menntaskólans Vel gengur að ráða kennara Guðbjartur Ólason hefur verið ráðinn í starf aðstoðar- skólameistara Menntaskól- ans á Ísafirði til næstu fjög- urra ára. Tekur hann við starf- inu af Jóni Reyni Sigurvins- syni. Guðbjartur er fram- haldsskólakennari og var um skeið skólastjóri Brúarás- skóla á Jökuldal. Hann hefur undanfarið ár gengt starfi að- stoðarskólameistara í fjar- veru Jóns Reynis sem var í ársleyfi. Aðeins ein um- sókn barst um starfið. Þá hefur Stella Hjaltadóttir verið ráðin námsráðgjafi við skólann. Frá og með næsta hausti er gert ráð fyrir tveimur námsráðgjöfum í hálfu starfi við skólann, en fram til þessa hefur verið einn námsráðgjafi í hlutastarfi. Fyrsta árið mun Stella gegna 75% starfi í fjar- veru Guðrúnar Á. Stefánsdótt- ur sem verður í rannsóknar- leyfi. Vel gengur að ráða kennara að skólanum að sögn Ólínu Þorvarðardóttur skólameist- ara. Enn er þó óráðið í stærð- fræði- og raungreinakennslu. Þá barst engin umsókn um starf forstöðumanns bóka- safns skólans og hefur staðan verið auglýst að nýju. Menntaskólinn á Ísafirði. Tveir ungir piltar tóku bíl nákomins ættingja annars þeirra ófrjálsri hendi aðfara- nótt laugardags og óku henni frá Ísafjarðarbæ og áleiðis til Reykjavíkur. Þegar þetta upp- götvaðist hafði lögreglan á Ísa- firði samband við lögreglu- stöðvarnar á leiðinni og fann lögreglan í Borgarnesi bifreið piltanna bensínlausa í Norður- árdal. Þeim var ekið til baka og komið til foreldra sinna. Annar piltanna hefur náð sakhæfis- aldri en hinn ekki og hvorugur þeirra hefur náð aldri til að öðlast ökuréttindi. Máli þeirra var komið í hendur starfs- manna Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu Ísafjarðarbæjar. – kristinn@bb.is Stálu bíl og óku til Reykjavíkur Próflausir ungir piltar á Ísafirði Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og fyrsti þingmaður NV-kjördæmis Ekki komi til fækkunar eða upp- sagna í starfsliði ríkisstofnana Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra og fyrsti þing- maður Norðvesturkjördæmis, hefur ritað Halldóri Halldórs- syni, bæjarstjóra í Ísafjarðar- bæ, bréf þar sem hann lýsir með hvaða hætti þingmenn kjördæmisins brugðust við í kjölfar fundar þeirra með bæj- arstjórn Ísafjarðarbæjar þann 1. mars þar sem rætt var um byggðamál. Sturla segir þing- menn hafa beint því til ráðu- neyta að tryggð verði starfsemi þeirra stofnana ríkisins sem starfræktar eru á Ísafirði svo ekki komi til uppsagna eða fækkunar í starfsliði. Þá segir í bréfinu að þing- menn leggi ríka áherslu á að atvinnutækifærum fjölgi í op- inberri þjónustu en fækki ekki og atvinnuskapandi verkefni verði færð inn á svæðið á veg- um opinberra stofnana svo sem kostur er. Ekki er gerð nánar grein fyrir því í bréfinu með hvaða hætti það gæti orðið. Þá segir að þingmenn lýsi stuðningi við tillögur sem verkefnisstjórn í byggðamál- um hefur nú til meðferðar og að þingmenn muni leggja þeim málum lið. Þeir telja líka að stjórnin eigi að taka til með- ferðar þau mál er varðar at- vinnuþróun á svæðinu. Þing- mennirnir telja nauðsynlegt að stjórnin kanni hvort nýta megi hugmyndir sem nú er unnið eftir á Eyjafjarðarsvæðinu til eflingar byggðar á Vestfjörðum. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar Þörf á reglum um tónlistarnám nem- anda utan lögheimilissveitarfélags Ingibjörg María Guðmunds- dóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísa- fjarðarbæjar, segir að þörf sé á viðmiðunarreglum um náms- vistir í tónlistarskólum sveitar- félaga utan lögheimilis nem- anda. Á síðasta fundi fræðslu- nefndar Ísafjarðarbæjar var formanni nefndarinnar, Svan- laugu Guðnadóttur, og for- stöðumanni Skóla- og fjöl- skylduskrifstofunnar falið að leggja drög að reglum um tón- listarnámsvist utan lögheim- ilissveitarfélags. Stefnt er að því að sú vinna hefjist í júní eftir lokun tónlistarskólanna og reglurnar verði unnar hratt svo hægt verði að koma þeim í gagnið áður en næsta skólaár hefst. „Það eru margir þættir sem þarf að taka tillit til t.d hvort að nemandi sé á fyrsta stigi eða áttunda, hvort boðið sé upp á tónlistarnámið í sveitar- félagi nemandans og svo fram- vegis. Það er þörf á reglum svo beiðnir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags séu ekki afgreiddar eftir hentisemi hverju sinni.“ Rekstur tónlistarskólanna er á höndum sveitarfélaga og hafa töluverðar umræður skap- ast um þessi mál, sérstaklega eftir að Reykjavíkurborg neit- aði að hleypa tónlistarnemum utan borgarinnar að nema þeir greiddu sinn námskostnað sjálfir. – thelma@bb.is Tónlistarskólinn á Ísafirði. 21.PM5 12.4.2017, 10:1116

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.