Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.11.2004, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 03.11.2004, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 3 Ánægður með ákvörðun bæjarráðs Atlantsolíu úthlutað lóð undir bensínstöð á Skeiði Hugi Hreiðarsson markaðs- stjóri Atlantsolíu ehf. segist ánægður með þá ákvörðun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að gefa fyrirtækinu kost á lóð undir bensínstöð á Ísafirði. „Þetta er búið að eiga sér lang- an aðdraganda en það er endanleg niðurstaða sem skiptir máli og hún er okkur að skapi“, segir Hugi. Atlants- olía hefur verið að færa út kvíarnar að undanförnu. Á höfuðborgarsvæðinu rekur félagið tvær bensínstöðvar og fyrirtækið hefur fengið vilyrði fyrir lóðum undir bensínstöðv- ar í Stykkishólmi og í Grundar- firði. Að auki er fyrirtækið með aðstöðu til þess að selja eldsneyti til skipa og báta á nokkrum stöðum. Atlantsolíumenn hafa látið hafa eftir sér að mögulegt sé að hefja afgreiðslu bensíns á Ísafirði þremur mánuðum eftir að lóð undir starfsemi er til- búin. Hugi segir að undirbún- ingur að starfsemi á Ísafirði sé hafinn en ekki sé tímabært að spá fyrir um það hvenær hægt verði að opna stöðina. Að- spurður hvort þeir hafi í hyggju að þjónusta skipa- og bátaflot- ann í kjölfar opnunar bensín- stöðvar segir Hugi ekkert hafa verið ákveðið í þeim efnum. „Við tökum eitt skref í einu og tíminn verður að leiða það í ljós hvað við gerum í kjölfar- ið. Við einbeitum okkur á næstunni að benínstöðinni og erum mjög spenntir að geta byrjað að skipta við Vestfirð- inga. Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr vestra þannig að við erum bjartsýnir á fram- haldið“, segir Hugi. hj@bb.is miður var meirihluti bæjar- stjórnar ekki á þeirri leið. Mestu máli skiptir að það tókst að ná þeim inn á þá leið að lokum eftir mikla baráttu. Nú vona ég að hinir nýju aðilar fái tækifæri til þess að byggja upp sína starfsemi með tíman- um og með því verði tryggð hér raunveruleg samkeppni í sölu eldsneytis. Það er aðalat- riði málsins þegar upp er stað- ið“, segir Lárus Valdimarsson. Guðni Geir Jóhannesson formaður bæjarráðs Ísafjarðar- bæjar segir að strax að lokinni samþykkt bæjarstjórnar þann 7. október hafi undirbúningur að útboði hafist. Þegar til hafi komið hafi þó ýmsir annmark- ar komið í ljós. „Það komu einfaldlega upp efasemdir um að sú leið sem við ætluðum að fara væri fær. Í það minnsta fannst okkur hún illfær og því ákváðum við að undirbúa þá tillögu sem samþykkt var í síð- ustu viku.“ Aðspurður hvort með þess- ari samþykkt sé meirihlutinn að láta undan endurteknum til- lögum bæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar um að úthluta Atlantsolíu lóð á Skeiði segir Guðni Geir svo ekki vera. „Sá endurtekni tillöguflutn- ingur hafði ekki áhrif á þetta mál. Það kom einfaldlega í ljós að sú leið sem við vildum fara var ekki nægilega trygg. Við vorum ekki sannfærð um að við gætum sett þau skilyrði sem við vildum helst hafa í útboðinu. Þá var betra að staldra við og hugsa málið að nýju.“ Aðspurður hvort að sátt muni verða meðal olíufélag- anna um þessa ákvörðun bæjarráðs í gær segist Guðni Geir ekkert um það vita. „Ég tel að það sé almenn sátt í samfélaginu um þá sam- þykkt sem við gerðum í gær. Hvort að sú sátt nær til olíufé- laganna verður að koma í ljós. Á næstunni mun hinsvegar koma í ljós raunverulegur áhugi olíufélaganna á því að koma hér upp samkeppni. Vonandi er sá áhugi raunveru- lega til staðar og það er aðal- atriði málsins að hér komist á samkeppni í sölu eldsneytis“, segir Guðni Geir Jóhannesson. – hj@bb.is „Bæjarfulltrúar Samfylk- ingarinnar tóku strax þá af- stöðu að styðja óhikað umsókn þess fyrirtækis sem með inn- komu sinni á markaðinn syðra tryggði raunverulega sam- keppni í umhverfi sem hafði staðnað fyrir mörgum áratug- um. Með því töldum við al- mannahagsmuni í bæjarfélag- inu best tryggða. Þetta er búinn að vera langur og lítt skiljan- legur forleikur hjá meirihlut- anum en öllu máli skiptir að þeir náðu áttum. Það sannar að oft gerast góðir hlutir hægt“, segir Lárus. „Þetta mál sannar líka svo ekki verður um villst að Sam- fylkingin er eini flokkurinn sem horfir á mál út frá hagsm- unum allra bæjarbúa. Því „Sáum að útboðsleiðin var illfær“ Bæjarfulltrúi Samfylkingar fagnar stefnubreytingu meirihluta bæjarstjórnar Lárus Valdimarsson bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ segist fagna þeirri ákvörðun bæjaráðs að úthluta Atlantsolíu ehf. lóð undir ben- sínstöð á Skeiði í Skutulsfirði. Lárus Valdimarsson. Fyrirhuguð lóð Atlantsolíu í nágrenni Bónus á Skeiði. Tölvu- og raftækjastórmarkaðurinn BT Hyggst opna verslun á Ísafirði Forsvarsmenn tölvu- og raftækjastórmarkaðarins BT hafa í hyggju að opna verslun á Ísafirði. Aðspurður segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri BT að vissulega hafi fyrirtækið verið að hugsa sér til hreyf- ings vestur á firði. „Við höfum verið að ræða við nokkra aðila um þjónustu í bænum, því við viljum ekki koma vestur ef við þurfum síðar meir að segja öllum okkar viðskiptavinum að senda tölvurnar sínar til Örn Rafnsson, sem kemur til greina að sjái um verslun- ina.“ „Við erum að leita að þjón- ustuaðila fyrir vestan og höfum ekki enn getað klárað það mál. Ef allt gengur upp gæti verslunin þó opnað til- tölulega fljótlega. Þegar allt er klárt, húsnæði, þjónustu- aðilar og annað, erum við mjög snöggir að opna“, segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri BT. – halfdan@bb.is Reykjavíkur ef þær bila. Við viljum hafa sem mesta þjón- ustu á staðnum“, segir Guð- mundur. „Við höfum líka verið að skoða mögulegt húsnæði á Ísafirði, en við viljum vera með myndarlega verslun með gott úrval, og að sjálfsögðu sama verðið og í Reykjavík.“ Nokkrar staðsetningar koma til greina, m.a. í Neistahúsinu og í Pollgötu við hlið Ísa- fjarðarapóteks. „Svo höfum við verið í viðræðum við valin- kunnan Vestfirðing, Rúnar Enginn frá Vestfjörðum í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga Enginn fulltrúi frá höfn- um Vestfjarða á sæti í stjórn Hafnasambands sveitarfé- laga að loknu fyrsta þingi sambandsins. Í stjórn sam- bandsins sitja sjö menn og í stjórn sambandsins á síðasta starfsári sat Ragnheiður Há- konardóttir formaður hafnar- stjórnar Ísafjarðarbæjar sem fulltrúi Vestfjarða. Með nýjum lögum sambands- ins eru stjórnarmenn ekki lengur skipaðir eftir landshlutum heldur tekjuflokkum hafna. Hlaut enginn fulltrúi frá Vestfjörðum kosningu í stjórnina en Ragn- heiður og Guðmundur Guð- laugsson bæjarstjóri Vestur- byggðar voru kosin í varastjórn. – hj@bb.is Ársreikningur Hólmavíkurhrepps og stofnana 2003 Skuldir jukust mikið Ársreikningur Hólma- víkurhrepps og stofnana fyrir árið 2003 var samþykktur í hreppsnefnd fyrir skömmu. Heildartekjur hreppsins á síðasta ári voru rúmar 190 milljónir króna eða nánast þær sömu og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Skatt- tekjur voru þó nokkru hærri en gert var ráð fyrir. Framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var hins vegar lægra en reiknað hafði verið með. Rekstargjöld hreppsins námu rúmum 180 milljónum króna sem er um 23,5 milljónum króna hærri út- gjöld en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Afskriftir voru rúmar 20 milljónir eða þær sömu og reiknað var með. Fjármagnsgjöld voru rúmar 14,2 milljónir króna en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 2,6 milljónum króna í fjármagnstekjur. Rekstarniðurstaða Hólma- víkurhrepps var því neikvæð um rúmar 24 milljónir króna eða um 12,6% af tekjum. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að niðurstaðan yrði jákvæð um 14,8 milljónir króna. Niðurstaðan er því tæpum 39 milljónum króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir eða um 20% af tekjum. Laun og launatengd gjöld voru á áætlun en annar rekstrar- kostnaður sem var áætlaður um 54 milljónir króna endaði í rúmum 77 milljónum króna. Í árslok voru skuldir Hólma- víkurhrepps og stofnana hans að frádregnum veltufjármun- um rúmar 160,6 milljónir króna og höfðu hækkað úr rúmum 62,4 milljónum króna árið áður eða um 98,2 milljónir. Þess má geta að meðal eigna Hólmavíkur- hrepps um síðustu áramót var hlutur í Burðarási að nafnverði 2.500.000 króna. Verðmæti þess hlutar var um síðustu áramót rúmar 17,6 milljónir króna. Skatttekjur Hólmavíkur- hrepps voru um 47,9 % af heildartekjum. Framlag jöfnunarsjóðs var 29.9% af tekjum og aðrar tekjur voru 22,2% af heildartekjum. Laun og launatengd gjöld námu um 54,2% af heildar- tekjum, önnur rekstrargjöld voru um 40,4% af heildar- tekjum. Heildarrekstrar- gjöld voru 112,6% af heildartekjum en gert var ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að gjöldin yrðu 92,2% af heildartekjum. – hj@bb.is Um 1.300 börn á Vest- fjörðum héldu aftur í skólann á mánudag eftir sex vikna langt verkfall grunnskólakennara. Kennt verður í það minnsta út þessa viku en þá á atkvæðagreiðslu um miðl- unartillögu ríkissátta- semjara að vera lokið. Kemur þá í ljós hvort verkfallið heldur áfram eða ekki. Einungis tveir skólar á Vestfjörðum höfðu vetrarfrí á dagskrá sem hefði átt að vera um síðustu helgi. Þau börn sem eru með mjólkur- áskrift fá skjólamjólkina strax í dag en samkvæmt venju hafa foreldrar greitt mjólkina fyrirfram fram að áramótum. – thelma@bb.is Skólastarf hefst að nýju 44.PM5 12.4.2017, 10:463

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.