Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.11.2004, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 03.11.2004, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 200412 STAKKUR SKRIFAR Of mörg og smá sveitarfélög Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Smáauglýsingar Til sölu eru lítið notuð Power King+ vetrardekk, P235/70 R16, á góðu verði. Upplýsingar í síma 892 5789. Til sölu er vagga með himnasæng, dýnu og sængurveri. Einnig Graco bílstóll með standi í bílinn og Graco kerra. Upplýsingar í síma 456 5789. Til sölu er húseignin Hafraholt 10 sem er 144m² endaraðhús auk innbyggðs bílskúrs. Upplýs- ingar í síma 456 4681. Íbúð til sölu: Þriggja herbergja íbúð til sölu, engin útborgun, bara taka við láni hjá íbúðalána- sjóði. Uppl. í síma 8469906. Atvinna. Okkur bráðvantar dag- mömmur í Bolungarvík. Fram- tíðarstarf fyrir 1 – 2 manneskjur. Ágætar tekjur. Mögul. að útvega húsnæði fyrir starfsemina. Uppl. í 456 7292 og 456 7305. For- eldrar ungra barna í Bolungarvík. Til sölu þrjú 31” nagladekk. Tilboð óskast. Uppl. í síma 846 0793. Til sölu er Skidoo MXZ vélsleði árg. ’98, ekinn 3þús. mílur. Verð 300.000 kr. Uppl. í síma 846 0793. Erum að flytja frá Danmörku og óskum eftir einbýli eða íbúð með sér inngangi á leigu á Ísafirði frá áramótum eða fyrr. Uppl. í síma 0045 7560 1214. Halló Ísfirðingar - gamlir og nýir LL félagar! Samveru - rabb og starfsfundir verða framvegis í Edinborgarhúsinu annað hvert fimmtud.kv. Byrjum annað kvöld 4. nóv. kl. 8. ALLIR VEL- KOMNIR — Heitt á könn-unni. Við getum öll haft áhrif! Stjórnin Til sölu Subary Impreza 4x4 árg. '97 lítið ekinn og góður bíll. Sumar- og vetrardekk fylgja. Uppl. í síma 897 6707 Til sölu er Subaru Forrester nýskráður í des. '97, ekinn 86.000km. Bifreiðin er á nagla- dekkjum og álfelgur með sumar- dekkjum fylgja, einnig laus dráttarkúla. Bifreiðin er sérstak- lega vel með farin og í góðu ástandi.Uppl. í síma 896 3697. Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urðarvegi 78. Sér inngangur. Uppl. í 456 3928 og 456 4323 Kökubasar verður haldinn í Neista föstud. 5. nóv til styrktar 3. bekk MÍ. Kaffisala kl. 3. Til sölu eða leigu 792 fm hesthús að Kirkjubóli 3 í Engidal. Nokkrir lausir básar. Uppl. í síma 897 4173 eða 892 0660. Tökum að okkur ýmis verk fyrir fyrirtæki og einstaklinga gegn lágri greiðslu, t.d. blaðaburður o.fl. 3.bekkur MÍ. Auður 865 7239 og Tinna 868 3120. Til leigu 107 fm íbúð. Uppl. í síma 456 4244 eða 892 7911. Verkfall grunnskólakennara hefur dregið athyglina að því að núverandi skipan sveitarstjórnarmála er úr öllum takti við nútímann og þær aðferðir sem beitt er við stjórnun, bæði fyrirtækja og opinberra stofnana. Mikil tregða virðist þó ríkja þegar kemur að hugmyndum þess efnis að stokka upp, sem löngu er tímabært. Í Danmörku, okkar gamla konungsríki, er nú stefnt að fækkun sveitarfélaga í 35 með lagasetningu. Þau munu reyndar vera heldur fleiri nú en á á Íslandi. Hér eru þau rúmlega 100 eftir síðustu sameiningu eystra. Íbúar Íslands eru ríflega 290 þúsund, en Danmerkur 6 milljónir eða þar um bil. Allir hljóta að sjá að þar er mikill munur á. Allt íslenska ríkið hefur á að skipa ríflega meðaltals íbúafjölda sveitarfélga í Danmörku að breyt- ingu lokinni. Það er löngu orðið tímabært að breyta þessu ástandi, sem kostar of mikið fé í stjórnsýslu, sem ýmist er gagnslaus að stórum hluta eða ekki skilvirk svo neinu nemi. Mörgum kann að finnast alhæft sé um sveitarstjórnarstigið. Það gæti verið en sannleikurinn hrópar samt á alla sem kynnt hafa sér nútíma stjórnunarhætti. Lítil sveitarfélög með fáa íbúa halda uppi skrifstofu, sem kostar sitt en hefur eðli máls samkvæmt ekki tök á koma við sérhæfingu sem er nauðsynleg í flókinni tilveru nú- tímafólks. Í hinni að mörgu leyti steingeldu umræðu um kennaraverkfallið, sem alltaf hefur farið út á aðrar brautir en að ræða verkfallið sjálft og hvers vegna kenn- arar í nútímasamfélagi, sem stærir sig af menntun í hæsta flokki, hvað svo sem það þýðir í raun, fóru í verkfall, draga kennarar athyglina frá sjálfum sér að samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Einhverjum hefði þá fundist eðlilegt að þessi vel upplýsti hópur íslensks þjóðfélags myndi þá víkja umræðunni að því meini sem þeir velta á tungunni en segja aldrei upphátt. Það mein er fólgið í ólíkum sveitarfélögum, sem búa við mismunandi aðstæður og eru sum alltof fámenn. Hvað eiga Grímsey og Reykjavík sameiginlegt? Að vera sveitarfélög, en lítið meira. Annað er með yfir 100 þúsund íbúa, nánar til tekið 113 þúsund, en hitt með nálægt 100 íbúa og er við heimskautsbaug og býr við tiltölulega erfiðar samgöngur, sigla þarf eða fljúga. Í Reykjavík er allt til alls Annað er uppi á teningnum í Grímsey. Nú er rætt um sameiningu sveitarfélaga. Hún er bráðnauðsynleg, einkum lands- byggðinni ætli menn sér að hún lifi af. Akureyri og Eyjafjörður er í raun eina svæð- ið utan suðvesturhornsins sem á sér lífsvon. Þar eru íbúar nægilega margir til að mynda byggðarkjarna. Samt þarf markvissar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar til þess að ýta undir þróun byggðarinnar. Það kostar sitt, en flestir telja fórnarkostnaðinn þess virði. Samt þrást íbúar í Eyjafirði við að viðurkenna þessa forgjöf og sameina sveitarfélögin við fjörðinn. Kannski er þar þörf lagasetningar. Eru stjórnvöld ef til vill á villigötum með því að leggja tillögur undir íbúa um sameiningu? Íslendingar verða að horfast í augu við það að sú hreppaskipan sem gilti um aldir þjónar ekki íbúum landsins í dag. Von Austfirðinga liggur í stóriðjunni, en þar eru sveitarfélög að sameinast. Annars staðar nota menn bolvísku aðferðina og segja við getum vel verið sjálfstæðir ef ríkið borgar okkur meira. Aðrir eiga að borga. Það vantar frum- kvæði heimamanna að sameiningu ella verður Alþingi að taka af skarið og nota dönsku leiðina. Þá væri unnt að ná fram hagræðingu í skólahaldi og betri launum. BT Kúbukvöld í Edinborgarhúsinu tókst með miklum ágætum Maður kom í manns stað Kúbukvöld var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á laugardag. Matur, músík og dans voru notuð til að skapa kúbverska stemmningu og tókst vel til, að sögn Margrétar Gunnarsdóttur hjá Menningarmiðstöðinni Edinborg. „Þær Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari komust að vísu ekki þar sem flugvél þeirra þurfti að snúa við vegna veðurs. Jón Páll Bjarnason og Vilberg Vilbergsson komu í þeirra stað og þó þeir hafi engan tíma fengið til að æfa, stóðu þeir sig eins og hetjur“, segir Margrét. Aðrir tónlistarmenn sem komu fram um kvöldið voru trymbillinn Matthías Hemstock og bassaleikarinn Tómas R. Einarsson, en sá síðarnefndi þykir fróður um sögu Kúbu og miðlaði hann þekkingu sinni til viðstaddra. Þá eldaði Ibis Cutino ljúffenga rétti frá heimalandi sínu. Fullt hús var í Edinborg og komust færri að en vildu. „Við verðum með svona þjóðakvöld á hverju ári. Næst verður Pólland tekið fyrir, en þá verðum við í stóra salnum á neðri hæðinni“, segir Margrét Gunnarsdóttir. Meðfylgjandi myndir tók Þorsteinn J. Tómasson. halfdan@bb.is 44.PM5 12.4.2017, 10:4612

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.