Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.11.2004, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 03.11.2004, Blaðsíða 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk www.bb.is – daglegar fréttir á netinu Maður handtekinn þegar hann vitjaði 200 gramma af hassi Interpol aðstoðar við rannsókn málsins Flateyri. Í sendingunni, sem kom frá Póllandi, voru um 200 grömm af hassi. Það var við hefðbundna Seinni part miðvikudags í síðustu viku handtók lögreglan á Ísafirði mann á þrítugsaldri sem vitjaði póstsendingar á fíkniefnaleit á Póststofunni í Reykjavík sem grunsemdir vöknuðu um að umrædd póst- sending innihéldi vímuefni. Sendingunni var fylgt eftir og þegar maðurinn vitjaði hennar var hann handtekinn. Lögreglan fór fram á það við Héraðsdóm Vestfjarða að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Á fimmtudag var orðið við þeim kröfum og kveðinn upp gæsluvarðhalds- úrskurður yfir manninum til klukkan 16 á mánudag. Ekki þótti þó ástæða til að hafa hann í haldi lengur en til sunnudags og var honum þá sleppt. Eng- inn annar hefur verið handtek- inn eða yfirheyrður af lögregl- unni á Ísafirði vegna málsins. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni að maðurinn sé grunaður um að hafa ætlað að dreifa efnunum. Þar sem send- ingin kom að utan er Interpol komin í málið og aðstoðar lögregluna á Ísafirði við rann- sókn þess. – halfdan@bb.is Lögreglustöðin á Ísafirði. Kristinn H. Gunnarsson útilokaður frá setu í fastanefndum Átta Framsóknar- félög mótmæla Kristinn H. Gunnarsson. verið í góðu sambandi við sína kjósendur og er illt til þess að vita að hann sé látin gjalda svo harkalega fyrir sín sjónar- mið, sem fundurinn telur að eigi fyllilega rétt á sér innan Framsóknarflokksins. Lítur félagið svo á að með því að útiloka hann frá nefndarstörf- um þingsins og setja inn óreynda menn í staðinn, sé þungt vegið að byggðamálum NV-kjördæmis og landsins alls. Er því ákvörðun þing- flokksins með öllu óskiljanleg félagsmönnum og krefjast þeir tafarlausra skýringa. Fram- sóknarfélag Kaldrananes- hrepps lýsir hér með yfir full- um stuðningi við Kristin H. Gunnarsson þingmann NV- kjördæmis.“ Aðalfundur Framsóknarfé- lags Barðastrandarsýslu var fyrstur til að lýsa yfir stuðningi við Kristin H. og skoraði jafn- framt á þingflokkinn að endur- skoða kjör í nefndir og tryggja þannig áhrif allra þingmanna flokksins og sem jöfnust áhrif kjördæmanna. „Með þeirri ákvörðun sinni að útiloka annan þingmann Norðvesturkjördæmis frá setu í nefndum Alþingis hefur þing- flokkurinn vegið að lýðræði í flokknum og skert áhrif og vægi flokksmanna og kjós- enda. Aðalfundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Kristin H. Gunnarsson sem þingmann kjördæmisins og bendir á að málflutningur hans hefur verið í góðu samræmi við almennan vilja flokksmanna í öllum meginmálum“, segir í ályktun fundarins. – thelma@bb.is Alþingis. Þau eru; Framsókn- arfélag Barðastrandarsýslu, Framsóknarfélag Bolungar- víkur, Framsóknarfélag Hólmavíkurhrepps, Fram- sóknarfélag Dalasýslu, Fram- sóknarfélag Kaldrananes- hrepps, Framsóknarfélag Árneshrepps, Framsóknarfé- lag Stykkishólms og Fram- sóknarfélag Ísafjarðar. Mótmælin komu fram á aðalfundum félaganna sem haldnir voru í október og lýstu þau þar yfir stuðningi við Kristin H. Þá samþykkti Fram- sóknarfélag Kaldrananes- hrepps á aðalfundi sínum sem haldinn var á Drangsnesi fyrir tæpum tveimur vikum svo- hljóðandi ályktun: „Kristinn H. Gunnarsson hefur borið hag landsbyggðar- innar mjög fyrir brjósti og Átta Framsóknarfélög hafa mótmælt þeirri ákvörðun þing- flokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristin H. Gunnars- son frá setu í fastanefndum Nemendafélag MÍ Fær 68 þúsund króna að gjöf Forráðamenn Vinsemdar og virðingar, félags áhuga- manna um bætta ballmenn- ingu á Vestfjörðum, afhentu á fimmtudag stjórn Nem- endafélags Menntaskólans á Ísafirði 68 þúsund krónur að gjöf. Féð er ágóði af „Trall- inu“, dansleik sem áhugafé- lagið hélt í félagsheimilinu á Suðureyri á laugardag. „Við uppgjör sáum við fram á ágóða af skemmtana- haldinu. Við vildum að féð yrði nýtt til að stuðla að bættu menningar- og félagslífi menntaskólanema í stað þess að því yrði eytt í óþarfa“, segir Halldór Gunnar Páls- son, einn forsvarsmanna Vinsemdar og virðingar. Eins og sagt hefur verið frá kviknaði hugmyndin að Trallinu eftir að skólaráð Menntaskólans á Ísafirði ákvað að það væri ekki í verkahring Nemendafélags skólans að skipuleggja al- mennar skemmtanir. – halfdan@bb.is Frá afhendingunni. Frá vinstri: Guðbjörg Stefánía Hafþórsdóttir forseti, Ásgeir Guðmundsson sprellikall, Ársæll Níelsson menningarviti og Kristín Ólafsdóttir gjaldkeri Nemendafélagsins. Þá koma þeir Birgir Olgeirsson og Halldór Gunnar Pálsson frá Vinsemd og virðingu. Mynd: Birgir Þór Halldórsson. Saga fyrrum Súðavíkurhrepps Stjórn áhugamanna- félags skipuð Hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps hefur skipað Barða Ingibjartsson, Jón Ragnars- son og Sigurdís Samúels- dóttur til setu í stjórn áhuga- félags um ritun byggða- og atvinnusögu fyrrum Súða- víkurhrepps þ.e.a.s. þess sveitarfélags er síðar sam- einaðist hreppum í Ísa- fjarðardjúpi undir sama nafni. Salbjörg Þorbergs- dóttir var skipuð til vara. Hugmynd að stofnun fé- lagsins kom fram á fundi hreppsnefndar þann 10. ágúst í sumar. Félaginu er ætlað að sjá um ritun sög- unnar og mun Súðavíkur- hreppur gera samning við félagið um stuðning við verkið. Að félaginu stendur einnig félaga Álft- og Seyð- firðinga vestra. Félagið hefur tilnefnt Egil Heiðar Gíslason og Guðrúnu Frið- riksdóttur til setu í stjórn hins nýja félags og Sigur- borgu Kristjánsdóttur til vara. Gert er ráð fyrir að gerður verði samningur við Eirík Jörundsson sagnfræðing um ritun sögunnar. – hj@bb.is 44.PM5 12.4.2017, 10:4616

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.