Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.11.2004, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 03.11.2004, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 200414 > RÚV: 6. nóvember kl. 22:30 Ódrepandi (Unbreakable) > Stöð 2: 6. nóvember kl. 23:20 Fyrst kvennadeildin í hafnarbolta var stofnuð árið 1943 og þótti mörgum aðhlátursefni. Stelpurnar unnu þó á og sýndu og sönnuðu að þær voru engu síðri en karlarnir. Aðalhlutverk: Madonna, Tom Hanks. Leikstjóri: Penny Marshall. > Skjár 1: 5. nóvember kl. 21:45 Dramatísk kvikmynd um nýfráskilinn karlmann sem kynnist konu sem opnar augu hans fyrir umheiminum. En þegar fyrrverandi eiginkonan vill gera aðra tilraun með hjónabandið stendur hann frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Með aðalhlutverk fara William Hurt, Kathleen Turner og Geena Davis sem hlaut óskarsverðlun fyrir hlutverk sitt í myndinni Accidental Tourist Helgarveðrið Horfur á fimmtudag: Norðvestan 8-15 m/s norðaustanlands, en annars hægari breytileg átt. Él um landið norðan- vert, en annars úrkomu- lítið. Frostlaust sunnan- og vestanlands, en annars 0 til 5 stiga frost. Horfur á föstudag: Hvöss suðaustanátt og rigning vestantil, en mun hægari og yfirleitt þurrt austantil. Hlýnandi veður. Horfur á laugardag og sunnudag: Stíf vestlæg átt og rigning eða skúrir, en yfirleitt bjartviðri á austurhluta landsins. Hiti 3 til 10 stig. Spurningin Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Hvernig telur þú að bensínverð þróist á Ísafirði með innkomu Atlantsolíu á markaðinn? Alls svöruðu 666. Það lækkar sögðu 557 eða 84% Það hækkar sögðu 35 eða 5% Stendur í stað sögðu 74 eða 11% Kirkjustarf Ísafjarðarkirkja: Messa 7. nóvember kl. 11:00. Kirkjuskóli á sama tíma. Sóknarprestur. Samkeppni í eldsneytissölu Bensínstöð Orkunnar opnuð í Súðavík Bensínorkan ehf. mun að öllum líkindum opna bensínstöð undir nafni Orkunnar í Súðavík í dag. Framkvæmdastjóri félagsins segir það á leið til Ísafjarðar en lengra hafi menn ekki komist í þessum áfanga. Hann segir opnunina svar við þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að veita félaginu ekki lóð á Ísafirði. Bensínorkan ehf. hefur tekið yfir rekstur bensín- stöðvar Skeljungs í Súðavík og hyggst opna þar bensínstöð undir merki Orkunnar á næstu dögum. Gunnar Skaptason framkvæmdastjóri Bensínorkunnar ehf. segir það hafa verið ætlun félagsins að koma með sinn rekstur vestur. „Eins og allir vita sóttum við um lóð á Ísafirði en fengum ekki. Við vildum ekki gefast upp og gripum því til þessa ráðs. Með því að opna í Súðavík viljum við með táknrænum hætti segja neytendum að við erum á leið vestur og munum á endanum opna stöð á Ísafirði þó að það verði ekki að þessu sinni. Við gefumst ekki upp í því að bjóða fólki ódýrt bensín þrátt fyrir að bæjarfulltrúar hafi lagt stein í götu okkar.“ Aðspurður vill Gunnar ekki gefa upp væntanlegt bensínverð. „Nú er það samkeppnin sem gildir og því vil ég ekki gefa neitt upp um hugsanlegt verð en ég lofa því að neytendur verða ekki vonsviknir með verðið. Við höfum ávallt verið lægstir og verðum það áfram.“ Í síðustu viku lýsti Gunnar yfir mikilli óánægju með afgreiðslu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á lóðaumsókn fyrirtækisins. Aðspurður hvort í opnun stöðvarinnar í Súðavík felist ákveðin mótmæli við þeirri afgreiðslu segir Gunnar svo vera. „Eins og ég sagði áðan þá erum við á leið vestur en lengra komumst við ekki í þessum áfanga. Við látum hvorki stjórnmálamenn né hin olíufélögin stöðva okkur í því að bjóða neytendum lágt bensínverð. Því veit ég að neytendur munu taka okkur vel þrátt fyrir að fyrst um sinn þurfi menn að taka á sig krók til þess að tryggja sér lægra verð.“ – hj@bb.is Bensínstöðin í Súðavík. nöfn umsækjenda upp líkt og þegar um opinber störf er að ræða. Hann segir að nú sé verið að skoða og meta umsóknir og málið verði tekið fyrir í stjórn félagsins um eða eftir helgi. Fasteignir Ísafjarðar- bæjar ehf. er fyrirtæki að fullu í eigu Ísafjarðarbæjar og segir Gísli Jón að sú staðreynd breyti engu í málinu. Félagið muni kjölfarið. Starfið var því næst auglýst að nýju. Í framhaldinu fór fram rannsókn á ráðningar- ferlinu hjá Ísafjarðarbæ. Leiddi sú rannsókn í ljós að margt fór úrskeiðis í ráðningarferlinu. Í framhaldinu voru settar reglur um ráðningar starfsmanna bæjarins. – hj@bb.is halda trúnað við umsækj- endur nema þeir kjósi sjálfir annað. Mannaráðningar hjá Ísafjarðarbæ voru mikið í fréttum fyrr á þessu ári í kjölfar ráðningar í stöðu gjaldkera á skrifstofum bæjarins. Við umfjöllun fjölmiðla kom í ljós að sá sem til starfans var ráðinn hafði aldrei unnið á skrifstofu og dró hann umsókn sína til baka í Eins og komið hefur fram í fréttum sóttu nítján manns um umsýslu- og skrifstofustarf hjá Fast- eignum Ísafjarðarbæjar ehf. en umsóknarfrestur rann út þann 20. október. Gísli Jón Hjaltason fram- kvæmdastjóri félagsins hefur synjað beiðni bb.is um lista yfir nöfn umsækj- enda. Hann segir að þar sem um hlutafélag sé að ræða sé ekki skylt að gefa Nöfn umsækjenda fást ekki opinberuð Starfsumsóknir hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar Atvinna Starfskraftur óskast í Krílið Sindragötu 6. Vinnutími frá kl. 12-17 alla virka daga. Ekki yngri en 20 ára. Þarf að hafa reynslu af af- greiðslustörfum. Upplýsingar gefur Margrét í símum 456 3556 og 456 3963. Píanóstillingar Er væntanlegur vestur á næstu dögum til að stilla píanó. Davíð S. Ólafsson, sími: 893 7181 eða netfang: dso@simnet.is Ríkiskaup hafa samið við Ágúst og Flosa ehf. um breytingar á einni álmu heimavistar Menntaskólans á Ísafirði á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í verkið að upp- hæð rúmar 16,2 milljónir króna. Álman sem um ræðir er um 270 fermetrar að stærð. Breyta skal 12 nemenda- herbergjum og sameigin- legum snyrtingum í 10 her- bergi með snyrtingu fyrir hvert þeirra. Þessum breyt- ingum fylgja rif, brottnám og sögun veggja, uppsetn- ing nýrra gipsplötuveggja og hurða auk dúklagnar veggja og gólfa, málun veggja, lofta og glugga og breytingar vatns-, frárennsl- is-, hita-, og loftræsislagna, ásamt raforkuvirki. – hj@bb.is Breytingar á heimavist MÍ Bandarísk spennumynd frá 2000 um mann sem lifir af lestarslys og kemst í framhaldi af því að furðulegum staðreyndum um sjálfan sig. Leikstjóri er M. Night Shyamalan og meðal leikenda eru Bruce Willis, Samuel L. Jackson og Robin Wright Penn. Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 16 ára. Í sérflokki (A League of Their Own) 44.PM5 12.4.2017, 10:4614

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.