Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 12. mars 2003 • 10. tbl. • 20. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk
– segir Davíð Kjartansson sjómaður sem
reynir að lifa með „kerfinu“ hverju sinni.
Sjá viðtal á bls. 4 og 5.
„Ég finn mér alltaf leið“
– listakonan Messíana Tómasdóttir er
komin á Ísafjörð á ný eftir fimmtíu ár.
Sjá viðtal í miðopnu.
„Vil geta gert allt sjálf“
Plastorka á Ísafirði vinnur við báta víða af landinu
Norðurljós ÍS 3 sjó-
sett eftir lengingu
Fiskibáturinn Norðurljós
ÍS-3 var sjósettur á Ísafirði á
mánudag eftir hálfs annars
metra lengingu. Það var
fyrirtækið Plastorka á Ísa-
firði sem verkið vann en
þetta er stærsti báturinn sem
þar hefur verið lengdur.
Norðurljósið er krókaafla-
marksbátur í eigu Kross-
hamars ehf. á Ísafirði og
segir Gunnlaugur Finnboga-
son, framkvæmdastjóri og
skipstjóri, að lest bátsins
lengist um einn metra og að
auki stækki vélarúm skipsins.
„Þegar við létum smíða
bátinn var vélinni pakkað inn
til að fá sem mest lestarpláss
en nú verður þægilegra að
athafna sig í kringum hana“,
segir Gunnlaugur.
Samið var um afhendingu á
Norðurljósi 15. mars og Plast-
orkumenn eru hæstánægðir
með að vera á undan áætlun.
Vinnan við lengingu bátsins
fór fram í húsnæði Skipanausts
á Ísafirði. Að sögn Jens Guð-
mundssonar hjá Plastorku var
á sama tíma verið að vinna við
fimm aðra báta í húsakynnum
Plastorku.
„Verkefnastaðan hefur
mjög góð hjá okkur alveg
síðan í október og lítur vel út
fram að páskum. Við höfum
verið að taka á móti bátum
alls staðar að af landinu og
eigum von á einum alla leiðina
frá Raufarhöfn“, sagði Jens
Magnússon.
Norðurljós í þann veginn að renna fram í sjó.
Snerpa á Ísafirði sýnir á Cebit
Aldrei að vita nema
við fáum stóru lúðuna
Tölvuþjónustan Snerpa á
Ísafirði kynnir INfilter vef-
gæsluna og Inmobil tölvu-
póst fyrir skip á upplýsinga-
tæknisýningunni Cebit í
Hannover, sem hófst í dag
og stendur í rúma viku.
Snerpa er á bás Útflutnings-
ráðs Íslands ásamt fyrirtækj-
unum Kögun, Hugbúnaði og
DesignEuropA. Björn Dav-
íðsson hjá Snerpu segir að
samstarfið við Útflutnings-
ráð geri fyrirtækinu kleift að
taka þátt í sýningunni en afar
dýrt sé að vera með sýning-
arbás á Cebit. Aðaláherslan
verður lögð á að kynna
Infilter vefgæslukerfið.
„Við höfum stundum kall-
að þetta klámsíuna en þetta
er græja sem er sett upp á
tölvukerfum og gerir kleift
að stilla hvaða netsíður eru
bannaðar, t.d. klám, fjár-
hættuspil eða afþreyingu“,
segir Björn. „Margir vinnu-
veitendur hafa keypt þetta
af okkur til að loka fyrir
vefráp á þess konar síðum.
Fyrst og fremst höfum við
verið að selja þetta á Íslandi
en eitthvað út líka. Kerfið
hefur til dæmis verið sett
upp í tveimur skólum í
Bandaríkjunum.“
Snerpa er að sýna á Cebit
í annað skiptið en Björn segir
þá Snerpumenn hafa farið
nokkrum sinnum út til að
skoða sýninguna. Yfir 8.000
sýnendur eru á svæðinu og
segir Björn að auðvelt sé að
týnast meðal þeirra. Því sé
mikilvægt að hafa kynnt sér
aðstæður vel til að ná árangri.
„Jafnvel eru margir eru með
sömu lausnina. Við eigum eftir
að verða bornir saman við
önnur fyrirtæki. Þá skiptir máli
hvort maður er glænýr í þessu
eða hvort fyrirtækið hefur
haldið sínum merkjum á lofti
áður. Við keyrum á því að
kerfið hefur verið notkun síðan
1999 og er fullþróað. Við
höfum fyrst og fremst þær
væntingar að verða sýnilegri
og reiknum ekki með því að
selja þúsund kerfi á fyrstu
dögunum og heldur ekki hund-
rað. Að vísu er aldrei að vita
nema við fáum stóru lúðuna á
krókinn en fyrst og fremst er
þetta hluti af okkar auglýsinga-
stefnu“, sagði Björn.
Björn Davíðsson.
10.PM5 18.4.2017, 10:331