Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamaður: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Fréttavefur: www.bb.is Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. RITSTJÓRNARGREINbb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Frumsýning á Söngvaseiði Frestað sökum anna í menningarlífinu Fyrstu sýningum á Söng- vaseiði (Sound of Music) sem fyrirhugaðar voru á Ísa- firði 15. og 16. mars hefur verið frestað um tæpa viku eða til 21. og 23. mars. Ákvörðunin var tekin í sam- ráði leikstjóra, framkvæm- dastjórnar og hljómsveitar- stjóra. Greipur Gíslason, tals- maður sýningarinnar, segir stóra hljómsveit notaða í verkinu en margir hljóm- listamannana séu einnig lykilþátttakendur í verkefn- um á Sólrisuhátíð Mennta- skólans á Ísafirði sem nú stendur yfir. Einsýnt þótti að erfitt yrði að koma við nægjanlega mörgum sam- eiginlegum æfingum hljóm- sveitar og leikhóps. „Við viljum ekki tefla á tæpasta vaðið. Það stefnir jafnvel í aukasýningar á Sól- risuleikritinu og við viljum vera viss um að hafa nægan tíma til að stilla saman alla þætti“, sagði Greipur. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppinnar á norðanverðum Vestfjörðum Dómnefnd vandi á höndum að velja bestu lesarana Sameiginleg lokahátíð grunnskólanna á norðanverð- um Vestfjörðum í Stóru upp- lestrarkeppninni var haldin í Hömrum á Ísafirði á föstu- dagskvöld að viðstöddu fjöl- menni. Þessi hátíð er loka- punktur keppninnar hverju sinni en undirbúningur fyrir hana hófst á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Á loka- hátíðinni lásu 14 börn frá öll- um grunnskólum Ísafjarðar- bæjar og einnig frá Bolungar- vík og Súðavík. Þetta var í fyrsta sinn sem Súðavíkurskóli átti fulltrúa í keppninni. Fyrst lásu börnin kafla úr bókinni Punktur, punktur, komma strik, síðan las hvert þeirra eitt ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og loks eitt ljóð að eigin vali. Var það samdóma álit þeirra sem á hlýddu að upplestur þeirra allra væri framúrskarandi. Dómnefndinni var mikill vandi á höndum að velja þrjá bestu lesarana úr þessum frábæra hópi. Áður en athöfnin hófst höfðu nemendur Tónlistar- skólans á Ísafirði ofan af fyrir áheyrendum með tónlistar- flutningi og stóðu þeir sig engu síður en lesararnir. Dóm- nefndin komst að þeirri niður- stöðu að verðlaunahafar yrðu þessir: 1. sæti: Ólafía Kristjáns- dóttir. 2. sæti: Ingibjörg Elín Magnúsdóttir. 3. sæti: Stefán Pálsson. Þau eru öll nemendur í Grunnskólanum á Ísafirði. Þessi börn hlutu peninga- verðlaun sem Sparisjóður Vestfirðinga og Sparisjóður Bolungarvíkur veita, en öll fengu þau börn sem lásu á lokahátíðinni bókagjafir frá Eddu – miðlun og útgáfu. Ýmis fyrirtæki á svæðinu styrktu upplestrarkeppnina með margvíslegum hætti, en það er Skóla- og fjölskyldu- skrifstofa Ísafjarðar sem sér um skipulagningu hennar í samstarfi við hugsjónafólk í Kennaraháskóla Íslands. Kennarar 7. bekkjar í öllum skólunum fengu blómvendi og var þeim margþakkað þeirra framlag, enda ljóst að upp- lestur eins og börnin sýndu sig fær um, sprettur ekki af engu. Þar liggur að baki mark- viss þjálfun og kennsla. Allir nemendur 7. bekkjar á svæð- inu sem hafa tekið þátt í keppn- inni, fá viðurkenningarskjal. Fyrirtækjamót Íþróttafélagsins Ívars í boccia Lið Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf., skipað þeim Rúnari Guðmundssyni og Helga Elíassyni, fór annað árið í röð með sigur af hólmi á fyrirtækjamóti Íþróttafélagsins Ívars, íþróttafélags fatlaðra á norðanverðum Vest- fjörðum, sem haldið var í íþróttahúsinu á Torfnesi á sunnudag. Fjölmörg lið frá fyrirtækjum og stofnunum í Ísafjarðarbæ tóku þátt í skemmtilegri keppni og voru margir að kynnast íþróttinni boccia í fyrsta sinn af eigin raun. Ýmsar viðurkenningar voru veittar, m.a. hlaut Sturla Páll Sturluson úr liði lögreglunnar viðurkenn- ingu fyrir besta búninginn, SKG-veitingar þóttu hafa sterkustu liðsheildina og Finnbogi Hermannsson hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða fékk viðurkenningu fyrir mestu tilþrifin. Þátttakendum jafnt sem áhorfendum þótti mótið hið skemmtilegasta. Það þykir álitlegur kostur að reyna fyrir sér við iðkun boccia utanhúss á góð- viðrisdögum í sumar. HG hf. sigraði annað árið í röð Liðsmenn HG taka við verðlaunum úr hendi Hörpu Björnsdóttur, formanns Íþróttafélagsins Ívars. FRAMLENGING HÆTTUMATS VEGNA OFANFLÓÐA Á ÍSAFIRÐI Breyting hefur verið gerð á áður kynntu hættumati fyrir Ísafjörð. Um er að ræða minniháttar breytingu sem felst eingöngu í því að metið svæði stækkar til norðausturs, út fyrir Hnífs- dalsveg 27. Hættumatskortið með áorðnum breytingum er til sýnis á bæjar- skrifstofunum í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, þar sem einnig verður tekið við athugasemdum sem fram kunna að koma. Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Þjóðarhagur Þegar mikið liggur við tala stjórnmálamenn um þjóðarhag, einkum og sér í lagi þegar þeir þurfa á fylgi að halda við ákvarðanir sem þjóðin er ekki á eitt sátt um. Kárahnjúkavirkjun, umdeildasta verk íslenskra stjórnvalda fyrr og síðar, er glöggt dæmi um þetta Hvað sem mönnum finnst um stóriðju og áhrif hennar á efnahag og atvinnulíf, er ljóst að járnblendiverksmiðjum og álverum verður ekki útdeilt með sama hætti og skuttogurunum á sínum tíma. Almennt orðað lýtur staðsetning stóriðju og vatnsaflsvirkjana allt öðrum lögmálum en heimilsfang venjulegra fyrirtækja. Uppistöðulón og stíflumannvirki Kárahnjúkavirkjunar munu að öllu óbreyttu ekki færa Norður-Héraði eina krónu í tekjur af öllu því landi sem mannvirkið út- heimtir. Í þessu tilviki nýtur Landsvirkjun skattfríðinda, en greiðir aftur á móti fasteignagjöld af stöðvarhúsinu. Þeir peningar renna í kassa Fljótsdalshrepps. Gremja íbúa Norður-Héraðs er skiljanleg. Þegar peningafljótið tekur að streyma í hreppskassa Fljótsdalshéraðs örlar ekki á lækjarsprænu í kassa Norður-Héraðsins sem fórnar mestu, eins og það hefur verið orðað. Fyrir margt löngu var viðruð hér sú hugmynd, að skattar af stóriðju rynni í sér- stakan sjóð sem kalla mætti „þjóðarsjóð“ (sbr. þjóðarhagur). Viðkomandi sveitarfélög nytu fasteignagjalda og skatta af launum starfsmanna, væntanlega í flestum tilfellum búsettum í heimabyggð fyrirtækisins. Önnur gjöld rynnu í sameiginlegan sjóð. Stjórnvöld leggja þunga áherslu á, að í virkjanir og stjóriðju sé ráðist með hagsmuni allrar þjóð- arinnar að leiðarljósi. Hvernig ávinningnum er útdeilt er óljóst eins og svo margt annað, sem al- menningi er talin trú um að sé í þjóðarþágu. Það breytir því þó ekki, að með þessum málflutningi hafa stjórnvöld sjálf lagt fram rök fyrir því að skattar stóriðjufyrirtækja verði eyrnamerktir þjóð- inni allri til aðkallandi framkvæmda. Má þar til nefna samgöngur og skóla, sem menn virðast nú loks vera koma auga á að séu almenn forsenda byggðar í landinu. Enda: Skrifar ekki þjóðin öll upp á víxilinn? Öllum er ljóst að takmörk eru fyrir fjölda stóriðjufyrirtækja í landinu. Það styður hugmyndina um „þjóðarsjóð“ og að landsmenn allir fái á augljósan hátt notið hlutdeildar í afrakstrinum. Al- menningi nægir ekki að þjóðarhaginn sé einungis að finna í ræðum alþingismanna meðan leitað er eftir stuðningi við framkvæmdir sem óumdeilt koma til með að breyta ásýnd landsins á þann veg að aldrei verður til fyrra horfs snúið. Þjóðarhagur er tilfinningaríkt orð. Nægir þó ekki eitt og sér. Þjóðarhagur á borði er það sem al- menningur þarf á að halda. s.h. 10.PM5 18.4.2017, 10:332

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.