Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 11
Hvernig er hægt að lækka
flutningskostnaðinn?
Því hefur oft verið haldið
fram að hækkun flutnings-
kostnaðar í landinu stafi af
þeim breytingum sem gerðar
hafa verið á skattlagningu hins
opinbera. Ný skýrsla sem var
unnin fyrir Sturlu Böðvarsson
samgönguráðherra og finna
má í heild sinni á vef sam-
gönguráðuneytisins, sýnir
fram á að þetta er röng fullyrð-
ing. Það verður að skýra breyt-
ingar á flutningskostnaði á allt
annan hátt. Það er mjög mikil-
vægt að þetta liggi fyrir.
Þess vegna er nauðsynlegt
að árétta, að það sem þing-
menn Samfylkingar og ýmsir
fleiri hafa haldið fram í þessa
veru er einfaldlega rangt.
Tilraun til skýringa á mikil-
vægu og margslungnu máli
með því að vísa í breytingar á
skattheimtu ríkisins stenst
einfaldlega ekki. Það dugar
því ekki í þessari umræðu,
fremur en öðrum, að veifa
heldur röngu tré en öngvu.
Þjónustan
hefur batnað
Það er ljóst mál að þjónusta
flutningafyrirtækjanna í heild
sinni hefur verið að batna.
Stóru flutningafyrirtækin
flytja vörur sínar daglega inn
á 90 staði á landinu og í sumum
tilvikum oftar en einu sinni á
dag á hvern stað. Þetta vitum
við landsbyggðarfólk.
Af er sú tíð fyrir löngu, að
menn þurfi að bíða langtímum
saman eftir pökkum og send-
ingum. Panti menn vöru einn
daginn berst hún okkur í flest-
um tilvikum hinn næsta. Þetta
eru mikla framfarir og hafa
meðal annars þær afleiðingar,
að birgðahald verslana minnk-
ar og fjármagnskostnaður
einnig, sem ætti að öllu jöfnu
að stuðla að hagstæðara vöru-
verði.
Flutningskostnaður
hefur lækkað
Það liggur líka fyrir, að
flutningskostnaður hefur
lækkað á þeim mörkuðum þar
sem mikil samkeppni hefur
verið til staðar. Ferskfiskflutn-
ingar eru t.d. gott dæmi um
þetta. Einnig liggja upplýsing-
ar fyrir hvað varðar flutninga
fyrir stóru matvörukeðjurnar.
Það er eftirtektarvert að í
skýrslu samgönguráðherra
kemur fram, að flutnings-
kostnaður af heildarsölu stóru
matvörufyrirtækjanna á Vest-
fjörðum og Eyjafjarðarsvæð-
inu er innan við 1% af heildar-
sölunni. Þetta er mjög at-
hyglisvert. Af þessu má sjá að
það er í tilviki þeirra ekki
flutningskostnaðurinn sem er
ráðandi í verðmynduninni.
Þetta breytir því hins vegar
ekki að víða er flutningskostn-
aðurinn mjög íþyngjandi.
Minni aðilar njóta ekki sömu
kjara og hinar stóru matvöru-
keðjur. Um það er hægt að
nefna ótal dæmi.
Betri vegir – lægri
flutningskostnaður
En þá er spurningin: Hvað
Einar K. Guðfinnsson
alþingismaður skrifar
„Til lengri tíma litið
skipta samgöngubætur
mestu máli“
Hvað með
endurgreiðslu ?
Við eigum líka að skoða
leiðir til þess að endurgreiða
flutningskostnað með beinum
hætti, eins og raunar er bent á
í skýrslunni. Þó er nauðsynlegt
að halda því til haga, að í
Noregi þar sem þessari aðferð
er beitt, hefur þetta sjáanlega
ekki afgerandi áhrif á flutn-
ingskostnaðinn. Í Noregi er
ekki veitt nema tæpum 200
milljónum króna til þess arna
og því augljóst að það hefur
ekki afgerandi áhrif á flutn-
ingskostnað fyrirtækja og
heimila.
Nú er unnið áfram að því að
finna leiðir til lækkunar flutn-
ingskostnaðar. Stjórnvöld hafa
því tekið þessi mál föstum
tökum. Þetta er mikið hags-
munamál landsbyggðarinnar
og því ástæða til þess að fagna
því að unnið sé að því að bæta
ástand sem er í dag ekki
viðunandi.
– Einar K. Guðfinnsson,
alþingismaður.
Íþróttahátíð á Sólrisu
Menntaskólans á Ísafirði (MÍ)
var haldin í íþróttahúsinu á
Torfnesi á laugardag. Meðal
annars kepptu lið nemenda við
lið ýmissa íþróttafélaga í bæn-
um. Hermann Níelsson, kenn-
ari við MÍ, segir að um 160
nemendur hafi tekið þátt í leik-
unum sem stóðu frá morgni til
kvölds. „Íþróttir hafa hingað
til ekki verið fyrirferðarmiklar
á Sólrisu. Íþróttahátíðin eykur
fjölbreytni hennar og laðar að
fleiri beina þátttakendur í
dagskránni“, segir Hermann.
Auk kappleikjanna við íþrótta-
félögin var boðið upp á ýmsar
sýningargreinar. Stúlkur úr MÍ
sýndu jassballet en þær hafa
æft í vetur undir handleiðslu
Katarinu Pavlovu og sýnt
miklar framfarir. Hnefaleikar
og júdó teljast til nýjunga í
íþróttaiðkun nemenda skólans
og áttust þeir við innbyrðis í
greinunum.
Engir sigurvegarar voru
úrskurðaðir í hnefaleikunum
og júdóinu að þessu sinni enda
löggiltum dómurum á þeim
sviðum ekki til að dreifa. Eins
og hér kom fram í síðustu viku
mun þetta hafa verið fyrsta
hnefaleikakeppni á Ísafirði í
47 ár. Einnig var keppt í þrek-
lyftingum og bekkpressu með
hámarkslyftu.
Gestir hátíðarinnar voru
fjórir landsliðsmenn í fimleik-
um frá Gerplu í Kópavogi sem
sýndu listir sínar og vöktu
hrifningu viðstaddra. Her-
mann segir að sýning fimleika-
Sólrisa 2003: Frá fyrstu opinberu hnefaleikakeppninni á
Ísafirði frá 1956.
ætlum við að gera? Hvað á að
gera? Það sem skiptir auðvitað
mestu máli til lengri tíma, er
að við eflum og aukum sam-
göngubætur. Á þetta lögðum
við þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og samgönguráð-
herra mikla áherslu í umræð-
um á Alþingi þegar þessi mál
voru þar til umfjöllunar. Þetta
er einmitt verið að gera núna,
með því mikla átaki sem
stendur yfir í vegagerð, til
dæmis á Vestfjörðum. Við
erum að bæta vegakerfið,
stytta flutningaleiðir þar sem
það er hægt og bæta þannig
samgöngurnar. Þetta dregur úr
rekstrarkostnaði flutningsaðil-
anna og leiðir því til þess að
flutningskostnaður mun
lækka. Þetta er gríðarlega
mikilvægt atriði.
Við vitum að afkoma flutn-
ingafyrirtækjanna er ekkert til
að hrópa húrra yfir og því
nauðsynlegt að hún geti batnað
um leið og við bætum að-
stæðurnar á vegum landsins.
Vegaframkvæmdirnar hafa
þess vegna meðal annars
þennan tilgang og hann er ekki
síst mikilvægur til þess að hafa
áhrif á flutningskostnaðinn í
landinu.
Íþróttahátíð verði fastur liður á Sólrisu Menntaskólans á Ísafirði
Keppt var í hnefaleikum í
fyrsta sinn á Ísafirði síðan 1956
(badminton) bar Tennis- og
badmintonfélag Ísafjarðar
sigur af bæði karlkyns og
kvenkyns nemendum MÍ.
Undir lok hátíðarinnar
kepptu nemendur og kennarar
í blaki og sigruðu þeir síðar-
nefndu með miklum tilþrifum.
Lokapunkturinn var boccia-
mót þar sem nemendur á
starfsbraut sigruðu með glæsi-
brag.
Hermann Níelsson segir
tilgang hátíðarinnar vera þrí-
þættan. Í fyrsta lagi að gefa
fjölmörgu íþróttaáhugafólki
innan skólans tækifæri á að
koma fram á Sólrisunni. Í ann-
an stað að efla samstöðu skóla-
systkinanna og undirbúa lið
skólans fyrir keppni við lið
annarra skóla. Í þriðja lagi að
fólksins hafi dregið að fjölda
áhorfenda en markmiðið með
með henni hafi í og með verið
að vekja athygli og áhuga á
fimleikum sem lítið eru stund-
aðir á svæðinu, öfugt við það
sem var á Ísafirði í gamla daga.
Af úrslitum í kappleikjum
nemenda við íþróttafélög á
svæðinu má nefna, að mennta-
skólastúlkur gerðu jafntefli við
Boltafélag Ísafjarðar í fótbolta
en piltarnir þurftu að lúta í
lægra haldi. Í handknattleik
karla lagði lið MÍ Hörð að
velli en yngri flokkur karla í
Herði sigraði kvennalið MÍ.
Lið KFÍ hafði betur í viður-
eignum sínum bæði við pilta
og stúlkur í MÍ þó að mjótt
hafi verið á munum í kvenna-
leiknum. Í tvímenningi í hniti
undirbúa fyrir næstu viður-
eignir.
Fjöldi ljósmynda frá við-
burðum Íþróttahátíðar á Sól-
risu 2003 verður settur inn á
Ljósmyndavef bb.is í vikunni.
koma á keppni við íþrótta-
félögin í bænum til að efla
keppnisreynslu íþróttamanna.
Stefnt sé að því að gera íþrótt-
hátíðina að árvissum viðburði
á Sólrisuhátíð sem hvetji nem-
endur skólans til að æfa sig og
Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar
hf. verður haldinn á Hótel Ísafirði, föstu-
daginn 21. mars og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 17.
greinsamþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsins til að
kaupa eigin hlutabréf skv. 55. grein
hlutafélagalaga.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Stjórn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.
Augnlæknir á
Ísafirði
Augnlæknir verður með móttöku á Ísafirði
dagana 17. – 21. mars.
Tímapantanir frá og með 13. mars í síma
450 4500, á milli kl. 8.oo - 16.oo alla virka
daga.
Félag eldri borgara
Félag eldri borgara heldur aðalfund á Hlíf
laugardaginn 15. mars kl. 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
10.PM5 18.4.2017, 10:3311