Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 3 UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA Ísafjarðarbær óskar eftir viðræðum við áhugasama aðila um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Ísafirði sem skilgreind er sem landshlutamiðstöð. Áhugasamir hafi samband við Rúnar Óla Karlsson ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar í 450 8000 eða sendi tölvupóst á netfangið runaroli@isafjordur.is fyrir 19. mars. Ísafjarðarbær Unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði um verslunarmannahelgina Keppt í níu grein- um frjálsra íþrótta Undirbúningsnefnd Ung- lingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður á Ísafirði um verslunarmannahelgi ákvað keppnisgreinarnar mótsins á fundi sínum í Gamla Apótek- inu á Ísafirði á föstudag. Keppt verður í níu greinum frjálsra íþrótta: 60 og 100 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, spjótkasti, kúlu- varpi, víðavangshlaupi og boðhlaupi. Einnig verður keppt í knatt- spyrnu, körfuknattleik, sundi, skák, glímu, golfi og hand- knattleik, sem er ný grein á unglingalandsmóti og verður að þessu sinni aðeins í boði fyrir 11 og 12 ára iðkendur. Að auki er fyrirhugað af hafa nokkrar sýningargreinar og segir Jón Pétur Róbertsson, framkvæmdastjóri mótsins, að hugmyndin sé að bjóða upp á kajakróður og aðrar siglinga- greinar en ekki sé búið að útfæra það nánar. Þátttökugjald var ákveðið kr. 4.500 á keppanda og segir Jón Pétur að innifalið í því sé aðgangur að öllum keppnis- greinum á mótinu. Fjölskyld- um keppenda sé velkomið að fylgjast með öllum greinum og skemmtunum á mótinu og þurfi ekki að greiða sérstak- lega fyrir það. „Að sama skapi er fólki, sem kann að vilja eiga helgi á Ísafirði, þó að það sé ekki að taka þátt í keppnishaldinu, velkomið að mæta á alla viðburði. Við viljum fá sem flesta vestur og ætlum að eiga náið samráð við ferðaþjón- ustuaðila á svæðinu til að svo megi verða“, sagði Jón Pétur. Nýhannað merki Unglinga- landsmótsins 2003. Breytt áform hjá Flugfélagi Íslands Flugfélag Íslands hefur eftir allt saman ákveðið að fara eina áætlunarferð til Ísafjarðar og annarra helstu áfangastaða sinna á föstu- daginn langa. „Við ætlum að prófa eina vél á alla staði og sjá hvernig bókast“, segir Arnór Jónatansson, stöðvar- stjóri Flugfélags Íslands á Ísafirði. Þegar þessi ákvörðun Flugfélagsins lá fyrir var frétt annars staðar í blaðinu um að ekki yrði flogið á föstudaginn langa og páskadag farin í prentvinnslu. Það hefur verið mikið kappsmál forsvarsmanna Skíðaviku Ísfirðinga að flog- ið yrði til Ísafjarðar alla daga meðan hún stendur yfir. Að svo stöddu eru ekki áform um flug á páskadag. Ísafjarðarflug á föstudaginn langa Fyrirlestur um heilabilunarsjúkdóma Mánudaginn 17. mars nk. heldur Svava Aradóttir hjúkrunarfæðingur fyrirlestur um „Heilabilunarsjúkdóma og áhrif þeirra á líf einstaklingsins og fjölskyldunnar“. Fyrirlesturinn verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Eyrargötu 2-4 á Ísafirði og hefst kl. 20. Aðstandendur og annað áhugafólk er hvatt til að koma á fyrirlesturinn. Aðgangseyrir 500 kr. 10.PM5 18.4.2017, 10:333

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.