Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003
„Ég finn mér
alltaf leið“
stoppað aðra hverja helgi.
Þetta var í svipuðu horfi til
1994 en svo fengu menn að
velja um það hvort að þeir
færu í krókaaflamark, þ.e.
kvótann, eða þá að fara í
dagakerfi. Þetta var bara svo
mikið rugl, það var alltaf verið
að breyta þessu. Sumir völdu
dagana og fengu þá í upphafi
80 daga til að veiða á. Aðrir
völdu kvótann og voru þá tak-
markaðir af honum. En menn
voru svo hræddir um hvað
gæti gerst. Eins og í mínu
tilviki, þá vissi ég ekkert hvað
yrði með þessa daga, hvort að
þeim yrði fækkað eða hvað.
Ég átti þennan kvóta og veiddi
hann á færum á sumrin en svo
var ég í vinnu í landi á vet-
urna.“
– Hvernig gekk færaútgerð-
in?
„Hún gekk bara fínt. Ég hef
svo ofboðslega gaman af
þessu, að vera svona einn úti
á sjó. Þetta togar alltaf rosa-
lega mikið í mann, alveg sér-
stök tilfinning. Að ég tali nú
ekki um þegar maður er að
veiða fyrir austan Kögur, það
er alveg sérstakur staður í mín-
um huga til að róa á.
En það er varla hægt að
lýsa því hvernig þetta er, að
vera á færum í góðu veðri.
Þetta er einhvers konar teng-
ing við náttúruna. Þá fylgdi
þessu heilmikil frelsistilfinn-
ing. Manni fannst maður vera
alveg óáreittur. Nú er búið að
niðurnjörva þetta allt í einhver
kerfi. Þetta var mikið undir
því komið hvað menn voru
tilbúnir til að leggja á sig við
sjósóknina. Þetta er búið að
eyðileggja nokkuð mikið í dag
en þó er ennþá talsvert frjáls-
ræði að finna í dagakerfinu
eins og það lítur út núna. Dag-
arnir eru fáir en maður má þó
– Byrjaðirðu ungur að
sækja sjóinn?
„Fyrst var ég með pabba á
rækjunni hérna í Djúpinu.
Ætli ég hafi ekki verið svona
14 eða 15 ára þegar ég fékk
að fara með honum. Við vor-
um á rækju á veturna en vorum
þess utan á netum eða færum
og fórum á skel líka. Við sótt-
um hana undan Sléttu við Jök-
ulfirðina og víðar um Djúpið.
Það gekk alveg ágætlega.“
– Þú ert þá búinn að prófa
ýmislegt í þessu?
„Já ætli megi ekki segja
það. Fyrstu árin mín á sjónum
voru með pabba en svo hef ég
verið á mörgum bátum. Ég
var á línu hérna á Guðnýjunni
í tvær, þrjár vertíðar. Svo fór
ég á netabát frá Reykjavík eina
vertíð. Eins hef ég verið á Páli
Pálssyni í nokkur ár og á Bess-
anum. En ég á eftir að fara á
loðnu og síldina hef ég ekki
prófað.
Fyrsta bátinn minn keypti
ég svo 1987. Reyndar var það
bara bátsskrokkur sem var
smíðaður í Vestmanneyjum og
var alveg óinnréttaður. Ég ætl-
aði að smíða þetta sjálfur,
klára bátinn, sem endaði með
því að pabbi hjálpaði mér við
að koma honum á flot. Hann
á eiginlega heiðurinn að því
að hjálpa mér af stað.“
Gaman að vera
einn úti á sjó
– Hvaða kerfi kemstu þá
inn í með veiðiheimildir?
„Þetta var dagakerfi sem var
í gangi 1991 þegar báturinn
kemst af stað. Við máttum róa
ákveðið marga daga á ári. Um
páskana var 10 til 15 daga
stopp, líka um verslunar-
mannahelgina, og svo var
Davíð Kjartansson
í Hnífsdal gerir út
tvo smábáta, annan
með kvóta og hinn í
dagakerfinu. Hann
er einn þeirra fjöl-
mörgu Vestfirðinga
sem hafa sótt sér
björg í bú með smá-
bátaútgerð undan-
farin ár og reynir að
vinna sem best úr
þeim aðstæðum sem
fiskveiðistjórnunar-
kerfið býður upp á.
Undanfarin tuttugu
ár hefur hann búið í
Hnífsdal ásamt fjöl-
skyldu sinni en er
fæddur og uppalinn
á Ísafirði, sonur
Kjartans Sigmunds-
sonar frá Hælavík
við Horn og Maríu
Hallgrímsdóttur frá
Grunnavík. Systkin-
in eru þrjú auk
Davíðs: Hallgrímur
er læknir á Ísafirði,
Bergrós er búsett í
Reykjavík og Kristín
í Noregi. Sambýlis-
kona Davíðs er
Hnífsdælingurinn
Sigrún Hinriksdóttir,
dóttir Hinriks Vagns-
sonar frá Aðalvík og
Barðstrendingsins
Elínar Jónsdóttur.
„Ætli megi ekki
segja að fjölskyldan
sé vestfirsk að öllu
leyti. Við Sigrún er-
um búin að vera í
sambúð í tuttugu ár
og erum ekki gift
ennþá en það kemur
að því. Elsti strákur-
inn okkar, Kjartan,
er 19 ára. María
Bjargey er að verða
16 ára. Ástrós er sjö
ára og Gabríel er
fjögurra ára.“
– segir Davíð Kjartansson sjómaður sem reynir að lifa
með „kerfinu“ hverju sinni
veiða eins mikið og maður
getur innan þess ramma. Ég
vona bara að þetta fyrirkomu-
lag fái að vera í friði áfram.“
Geri hlutina sjálfur
– Fylgdi þessu ekkert óör-
yggi að stunda sjóinn yfir
sumarið en þurfa svo að út-
vega sér vinnu í landi yfir vet-
urinn?
„Jú, oft var það hálferfitt að
redda sér vinnu og ég fékk nú
að heyra að það væri ekki
vinsælt að ráða sig í vinnu
yfir veturinn og vera svo alltaf
farinn á vorin. En ég komst
upp með þetta, var að vinna
mikið hjá Leiti sem þá var
hérna úti í Hnífsdal. Eigand-
inn þar hafði skilning á þessu
og leyfði mér að hafa þetta
eins og mér hentaði.“
– Hvenær fórstu svo að róa
allt árið?
„Ég var á skakinu allt fram
til 1998 en þá var ég farinn að
hugsa um að geta sótt þetta
allt árið. Þá var líka orðið tals-
vert erfitt að fá vinnu yfir vetr-
artímann og hreinlega ekki
hægt, þannig að ég varð bara
að reyna að búa mér til eitt-
hvað sjálfur. Einhvern veginn
hefur maður alltaf reynt að
gera hlutina sjálfur þegar mað-
ur hefur ekki fengið vinnu
annars staðar.
Einu sinni fór ég að gella
hausa, bara hingað og þangað.
Labbaði hérna í verkanirnar
og seldi svo. Ég fékk ekki
vinnu en sá þarna smugu og
fékk smávegis pening út úr
því. Maður var náttúrlega með
fjölskyldu og þurfti að redda
sér en þegar ég lít til baka þá
furða ég mig á því að maður
hafi virkilega gert þetta. En
1998 fer ég að róa allt árið og
set línugræjur í bátinn. Þá er
kerfið orðið þannig að það
var kvóti á þorskinum en frelsi
í veiðum á ýsu og steinbít. Ég
fór bara rólega af stað í þessu,
byrjaði að róa með nokkra
bala og var að beita sjálfur.
Þetta hefur gengið ágætlega
og það er rosalega gaman að
gera þetta allt sjálfur.“
– Rærðu ennþá einn?
„Já, ég ræ bara einn og
strákurinn er að beita hjá mér
og líkar það bara vel. En þetta
gengur upp og ég hef vinnu
við þetta allt árið. Í fyrra var
settur kvóti á ýsuna og stein-
bítinn en ég næ alls ekki við-
miðunarárunum í því. Þau eru
áður en ég byrja á línunni. Þá
stóð maður frammi fyrir því
að vera bara með þorskkvóta.
Til að halda þessu áfram hef
ég leigt til mín ýsu- og stein-
bítskvóta. Það er bara eins og
það er, þetta er dýrt í dag.
Maður gerir þetta til að halda
þessu áfram því að maður
kann náttúrlega ekkert annað
og er kominn á kaf í þetta.
Svona er kerfið, maður er
kannski ekkert sáttur við það
en þetta eru leikreglurnar og
maður verður að reyna að spila
sem best úr þeim. Megnið af
þorskinum hefur maður líka
keypt til sín til að geta látið
þetta rúlla allt árið.
Við Hallgrímur bróðir minn
stofnuðum fyrirtæki í fyrra og
hann er að koma inn í útgerð-
ina með mér. Við ætlum að
reyna að gera þetta í samein-
ingu, trillusjómaðurinn og
læknirinn. Mér líst rosalega
vel á þetta núna eins og við
erum búnir að stilla þessu upp.
En það er orðin mikil vinna í
kringum þetta, bæði bók-
haldslega og við ná í heimildir
og það allt. Þetta snýst ekkert
bara um að fara út á sjó og
veiða. Ég vil helst bara sinna
því en Hallgrímur verður
meira í því að halda utan um
þetta.“
Sjálfsbjargarvið-
leitnin ómetanleg
– En er ekki rosalega mikil
vinna í kringum þessa báta?
Það þarf að beita, sækja sjó-
inn, halda bátnum gangandi
og fleira ...
„Ég hef oft verið spurður
að því hvernig ég nenni þessu
og hvort maður hafi nokkurn
tíma fyrir fjölskylduna. En það
er alveg hægt að gefa henni
tíma, maður bara skipuleggur
sig vel. Ég er meira heima hjá
mér en togarasjómaður, t.d.
þeir sem eru á frystitogurun-
um. Ég er heima á kvöldin og
fer líka oft heim til mín í há-
deginu þegar ég er að beita í
brælum. Eins er ég heima á
nóttunni, þannig að ég er
ekkert endilega að vinna neitt
rosalega mikið, þó að auðvit-
að sé þetta heilmikið stúss.“
– Menn hljóta að þurfa að
búa yfir talsverðri kunnáttu
og lagni til að geta stundað
einyrkjaútgerð ...
„Jújú, það er heilmikið í
þessu. Maður þarf að vera
vélamaður og kokkur og inni
í þessu öllu saman. Þegar
kemur að vélaviðgerðum og
öðrum stærri verkum fær
maður menn með sér en ég
reyni að gera allt sem ég get
sjálfur. Sennilega hef ég erft
þetta frá föður mínum, að
reyna að bjarga mér, láta hlut-
ina ganga án þess að þurfa að
kosta miklu til. Hún er alveg
ómetanleg, þessi ríka sjálfs-
bjargarviðleitni – eins og
pabbi er með og fólkið sem
ólst upp á þessum afskekktu
stöðum. Ég hef sennilega
fengið eitthvað af því. Sumir
kalla þetta þrjósku. Maður er
kannski að fara út í hluti sem
aðrir myndu sleppa eða hætta
við, en ég reyni að fara milli-
veginn í þessu.“
Útgerðirnar gætu
unnið meira saman
– Starfsumhverfi smábáta-
sjómanna virðist vera orðið
mjög flókið. Eru farnar að
fylgja þessu miklar viðskipta-
hugleiðingar við kvótaleigu
og slíku?
„Jú, það liggur við að maður
þyrfti að vera með lögfræðing
í vinnu hjá sér við að sinna
þessum málum. Þetta er alla-
vega ofsalega skrýtið um-
hverfi fyrir sjómann að vinna
í. Nú er ég sjómaður og hef
ekkert lært um svona hluti –
er bara með pungaprófið.
Maður þarf að ná sér í kvóta
og spila á þetta allt saman og
vera með allt á hreinu gagnvart
Fiskistofu. Öll þessi leyfi og
allt, það er rosalega mikið í
kringum þetta.“
– Hvernig gengur að gera
út með leigukvóta í dag?
„Að gera út á þorsk á línu í
10.PM5 18.4.2017, 10:334