Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003
„Ég var svo mikið hérna á
sumrin að það má segja að ég
líti á Marsellíusarbörnin sem
systkini mín, enda var komið
fram við mig þannig. Við
Messíana nafna mín Marsell-
íusdóttir vorum eins og systur
enda ekki nema eitt ár á milli
okkar. Ég er líka yngst af níu
barna hópi þannig að ég held
að mig hafi alltaf langað til að
eignast yngra systkini. Ég veit
ekki alveg hvenær pabbi minn
flutti héðan en ég held að hann
hafi verið talsvert ungur. Hann
lærði á óbó á Ísafirði og var
meðal annars óbóisti en starf-
aði líka sem prentari. Pabbi
var einn af stofnendum Tón-
listarfélagsins í Reykjavík og
fékk þess vegna alltaf miða á
tónleika félagsins.
Þannig fékk ég tónlistar-
uppeldi og fór á alla tónleika
mig tónlistina og hún var mjög
falleg. Þar með komst ég upp
á það að vera alltaf með bestu
hljóðfæraleikarana en tónlist-
in var flutt á sviðinu af þeim
Guðnýju Guðmundsdóttur
fiðluleikara, Sigfús Birgi á
píanó og Óskari Ingólfssyni
klarinettuleikara. Við héldum
sýninguna um Norðurlönd og
sendum alltaf nóturnar á und-
an okkur. Þannig vorum við
alltaf með nýja og nýja hljóð-
færaleikara og þess vegna
nýja túlkun á verkinu í hvert
skipti.
Seinna vann ég með finnsku
tónskáldi, Patrick Kosk, að
verki sem hét Sjö spegilmynd-
ir og var farið með það víða
um Norðurlönd. Þriðja verkið
sem ég vann var svo með Ís-
firðingnum Hjálmari H. Ragn-
arssyni. Það var barnaóperan
Sónata sem við sýndum í Ís-
lensku óperunni. Fjöldamörg
börn sáu þessa sýningu, þau
komu í hópum frá leikskólum
og grunnskólum. Náms-
gagnastofnun tók hana upp á
myndband og hefur 10 ára
sýningarrétt á því.
Ég tók svo aftur upp þráðinn
með Karólínu og við unnum
frá því að ég man eftir mér.
Auðvitað var heilmikið ævin-
týri að hlusta á þessa heims-
frægu hljóðfæraleikara og
söngvara í Austurbæjarbíói og
Þjóðleikhúsinu. Þetta var það
skemmtilegasta sem ég gerði
og með því að hlusta svona
mikið á klassíska tónlist sem
barn fór ég strax að kunna
mjög vel við nútímatónlist.
Ég hef sótt mikið í hana og
unnið mikið með módernísk-
um tónskáldum.
Þegar ég kom að utan úr
námi, þá atvikaðist það til
dæmis þannig að ég fór að
vinna með leikfélaginu Grímu
sem samanstóð af atvinnu-
leikurum. Þar var Magnús
Blöndal Jóhannsson einmitt
að vinna að tónlistinni sem
var mjög ánægjulegt. Þetta eru
mínar ær og kýr.“
Alltaf með bestu
hljóðfæraleikarana
Messíana var valin Borgar-
listamaður Reykjavíkur árið
1983 og fékk þá starfslaun til
að setja upp brúðuleikhússýn-
ingu. „Ég fékk Karólínu Ei-
ríksdóttur til að semja fyrir
Messíana Tómasdóttir er leikmyndahöfundur,
sannkölluð fjöllistakona sem hefur lært á textíl,
grafík, leikmyndateiknun og brúðuleikhús. Hún
er líka afar tónelsk og laðast að verkefnum með
tónlistarlegu innihaldi. En hún er ekki bara
hönnuður eða hugsuður heldur líka fram-
kvæmda- og handverkskona. Hún rekur sitt
eigið brúðuleikhús og segist helst vilja vinna
alla hluti sjálf niður í smæstu atriði. Teikna og
hanna, sníða búninga og festa tölur.
Tómas Albertsson, faðir Messíönu, var Ísfirð-
ingur og hún á hlýjar minningar frá dvöl með
föðurfólki vestra á hverju sumri þar til hún varð
12 ára gömul. Nú hefur hún snúið til baka eftir
50 ára fjarveru til að vinna að leikmynd
Söngvaseiðs (Sound of Music) í leikstjórn
Þórhildar Þorleifsdóttur.
að óperuleik fyrir fullorðna
þar sem Árni Ibsen skrifaði
textann. Þetta verk hét Maður
lifandi. Árni skrifaði einmitt
leikritið sem Menntaskólinn
færði upp á Sólrisuhátíðinni í
ár. Fyrir rúmu ári gerði ég svo
eina barnaóperu sem hét
Skuggaleikhús Ófelíu. Lárus
Grímsson samdi tónlistina við
hana. Nú er Kjartan Ólafsson
að semja tónlist fyrir nýja
óperu þar sem við ætlum að
höfða til aldurshópsins 9-15
ára. Ég hef frétt að unglingar-
nir komi til að sjá Rómeó og
Júlíu þannig að ég ætla að
skoða þá sýningu og reyna að
sjá hvað það er sem dregur að
þar. En þetta er erfiður aldur
að ná til. Þau eru svo ofsalega
gagnrýnin og þess vegna er
þetta spennandi viðfangs-
efni.“
Hefur aldrei sóst
eftir fastráðningu
Messsíana lærði leikmyn-
dahönnun og hefur starfað við
fagið í um þrjátíu ár, bæði í
íslensku atvinnuleikhúsunum
og erlendis. Samtals hefur hún
tekið þátt í liðlega 60 sýning-
um með atvinnumönnum.
Litafræði og leikmyndateikn-
un í brúðuleikhúsum hafa ver-
ið Messíönu hugleikin við-
fangsefni en hún hefur kennt
báðar greinarnar hér heima
og erlendis. Fræðin hefur hún
að mestu sótt til útlanda.
„Ég lærði aðallega í Árós-
um í Danmörku. Svo fór ég til
Frakklands til að læra leik-
brúðugerð. Hér heima var ég í
Myndlista- og handíðaskól-
anum en í Færeyjum lærði ég
vefnað og síðan grafík. Í Fær-
eyjum er mjög mikið af fínum
myndlistarmönnum og námið
þar var mjög góður grunnur
fyrir mig. Ég hef líka teiknað
frá því að ég man eftir mér.
Alltaf verið að búa til leikhús
og brúður. Það býr í mér ein-
hver sköpunarþörf.“
– Þú virðist starfa á mjög
breiðu sviði ...
„Þegar maður starfar í leik-
húsinu sem leikmynda- og
búningahöfundur, þá þarf
maður að vera inni í öllum
fjandanum. Til dæmis kenndi
ég handavinnu á Norðfirði í
fimm ár og var þá með alls
konar aðferðir í gangi – litun
og hnýtingar, brúðugerð,
Vill helst geta gert allt s
10.PM5 18.4.2017, 10:338