Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2003, Page 7

Bæjarins besta - 09.04.2003, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 7Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Fram kom á aðalfundi Mjólkursamlags Ísfirðinga fyrir skömmu að umtalsverður bati varð í rekstri þess á síðasta ári. Rekstrartekjur voru um 208 milljónir króna og tap á rekstrinum um 770 þúsund krónur. Til samanburðar voru rekstrartekjur árið 2001 um 196 milljónir króna og rekstr- artap um 23 milljónir króna. Tekið er fram að aðferð við uppgjör var samræmd öðrum fyrirtækjum í mjólkuriðnaði á Íslandi og kemur það þess- um samanburði milli ára í óhag sem nemur um þremur milljónum króna. Á fundinum kom fram ánægja með þá ráðstöfun stjórnar að leita til Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík eftir aðkomu að yfirstjórn fyrirtæk- isins. Samstarfssamningur þar að lútandi var gerður 1. sept- ember á síðasta hausti. Frá þeim tíma og út þetta ár að minnsta kosti er Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkur- bússtjóri í Búðardal starfandi sem mjólkursamlagsstjóri á Ísafirði. Þetta er nokkurs kon- ar fjarstýring frá Búðardal en Halldór G. Guðlaugsson framleiðslustjóri hefur með höndum allan daglegan rekst- ur samlagsins. Nú stendur yfir markaðs- átak fyrir próteindrykkinn PRIMUS og telja forsvars- menn samlagsins að viðbrögð gefi góðar vonir með framhald framleiðslunnar. Sósugrunnur sem einnig er framleiddur í samlaginu virðist halda ágæt- lega stöðu sinni á markaði. Í stjórn Mjólkursamlags Ís- firðinga eru Ebba Jónsdóttir á Hóli í Önundarfirði, Sigmund- ur H. Sigmundsson á Látrum í Mjóafirði, Sunna Reyr Sig- urjónsdóttir á Ósi í Bolungar- vík, Björn Birkisson í Botni í Súgandafirði og Árni Bryn- jólfsson á Vöðlum í Önundar- firði, sem er formaður. Verulegur bati í rekstr- inum á síðasta ári Aðalfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga Landaður afli fiskiskipa í höfnum Ísafjarðarbæjar hefur dregist saman um nærri 40% á fimm ára tímabili eða úr um 46 þúsund tonnum árið 1998 í liðlega 28 þúsund tonn árið 2002. Magn landaðs afla stendur nokkurn veginn í stað á milli áranna 2001 og 2002. Vöruflutningar um Ísafjarð- arhöfn eru hins vegar svipaðir að umfangi árið 2002 og þeir voru árið 1998. Samdrátturinn er hlutfalls- lega mestur í Flateyrarhöfn eða um 62% þar sem landaður afli dregst saman úr tæplega 13.000 tonnum í tæplega 5.000 tonn milli áranna 1998 og 2002. Þingeyrarhöfn held- ur sínum hlut hvað best á tíma- bilinu. Landaður afli þar dróst saman úr liðlega 4.200 tonn- um í um 3.500 tonn sem jafn- gildir liðlega 17% samdrætti. Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir vísbendingar um að um- fang landaðs afla í höfnunum í bæjarfélaginu sé að ná jafn- vægi. „Aflinn sem kemur inn á hafnirnar hefur síðustu tvö ár verið stöðugur í tæpum 30 þúsund tonnum. Það er lítils- háttar samdráttur frá árinu 2000 þegar hann var um 33 þúsund tonn. Í Tilviki Flateyr- arhafnar munar mest um skel- ina en árið 1999 var síðasta árið sem henni er landað“, segir Guðmundur. Stærsti tekjuliður hafnanna kemur af viðskiptum við fiski- skip. Guðmundur segir að hin síðari ár virðist afli heima- manna vera á svipuðu róli en sveiflur séu í fjölda aðkomu- báta og því magni sem þeir landa. „Aðkomubátarnir vega þungt á sumrin, eins og á Suð- ureyri og Flateyri, en það eru misgóð ár í því eins og geng- ur.“ Samskip hættu strandflutn- ingum til Ísafjarðar árið 2000 og fóru að leggja alla áherslu á landflutninga. Þrátt fyrir það eru vöruflutningar á árinu 2002 svipaðir og árin 1998 og 2000. Stærstur hluti flutn- inganna um Ísafjarðarhöfn er með sjávarafurðir. „Þeir dróg- ust saman árið 2001 en eru aftur komnir í svipað horf og áður eða í kringum 55 þúsund tonn á ári“, sagði Guðmundur. Nær 40% samdráttur á fimm ára tímabili Landaður afli í höfnum Ísafjarðarbæjar Landað úr Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 í Ísafjarðarhöfn. 14.PM5 18.4.2017, 10:527

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.