Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2003, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 09.04.2003, Qupperneq 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Ríkisstjórnirnar fylgja stríðsherr- unum en þjóðirnar gera það ekki – rætt við Herdísi Hübner, kennara á Ísafirði og dóttur hermanns í seinni heimsstyrjöld, um stríðið í Írak og stöðu friðarhreyfinga Stríð geisar nú í austur í Írak. Að þessu sinni virðast stríðsátök að sumu leyti vera nær okkur en nokkru sinni í meira en hálfa öld. Heimur- inn er að smækka í þeim skilningi að öll samskipti, samgöngur og miðlun upp- lýsinga eru greiðari en nokk- ru sinni fyrr. Þegar stríð var háð í Írak á árunum 1990 til 1991 gafst Íslendingum kostur á að fylgjast með at- burðarásinni í beinum út- sendingum Sky og CNN. Núna getum við auk þess sótt nýjustu upplýsingar af gangi mála á Netið, ýmist frá vestrænum fréttamiðlum eða frá t.d. arabísku sjón- varpsstöðinni Al Jaazera með hjálp rafrænna þýðing- artóla. Ekki er einungis hægt að velja úr rituðum fréttum heldur má skoða mynda- syrpur og myndbönd eða ræða við Jóna og Gunnur úti í heimi á spjallþráðum. Margt má segja um átökin í Írak út frá flóknu mynstri alþjóðastjórnmála, hags- munum einstakra ríkja, bar- áttunni um yfirráð yfir olíu- lindum heimsins, stjórnar- háttum Saddams Hússeins og þeirri ógn sem stafar al- mennt af geðfirrtum leið- togum þjóða. Átakalínur kalda stríðsins eru útmáðar. Almenningur virðist ekki taka afstöðu til þessa nýja stríðs á grunni þeirrar skör- pu heimsmyndar er var að mást út síðast þegar við fylgdumst í beinni með stríði í Írak. Margir finna til hryggðar eða reiði yfir ástandinu og trúa ekki á stríðið sem vænlega lausn, í það minnsta ekki þá væn- legustu. Margir hafa látið tilfinningar sínar og skoð- anir í ljós í opinberum mót- mælum. Erfitt er að henda reiður á grasrótarstarfi friðarsinna. Blaðið leitaði því til Her- dísar Hübner, grunnskóla- kennara á Ísafirði, sem hefur lengi verið á móti þátttöku Íslendinga í slíkum aðgerð- um. Hún ræðir það ófriðar- bál sem nú geisar og friðar- hreyfinguna sem vex og dafnar í kjölfarið. Dóttir hermanns „Ég er auðvitað enginn friðarpostuli öðrum fremur. Ég hef hins vegar alltaf hugsað mikið um það hver- su hræðilegar ógnir verða í styrjöldum, enda er ég dóttir hermanns sem barðist í síð- ari heimsstyrjöldinni. Faðir minn var sendur út í heim 17 ára gamall til að berjast fyrir vondan málstað og ég hugsaði mikið um það þegar ég var barn. Nú á ég syni á þeim aldri sem væru fall- byssufóður í öðrum löndum og óhjákvæmilega setur mað- ur sig í spor foreldra hermann- anna – eða barna þeirra. Sam- úðin hlýtur þó að vera sterkust með óbreyttum borgurum sem verða fórnarlömb stríðsátaka. Mér hefur alltaf fundist þetta hræðileg aðferð við að fá sínu framgengt, hvort sem mál- staðurinn er góður eða vond- ur.“ – Nú sjáum við andstöðu við stríð spretta upp um allan heim. Getur verið að afstaða til stríðsins gangi þvert á þess- ar gömlu kaldastríðslínur? Til að mynda eru ekki öll Nato ríkin fylgjandi þessum að- gerðum. „Mér sýnist stjórnvöld vera föst í kalda stríðinu ennþá og vilja fylgja Bandaríkjamönn- um, sama hvað þeim dettur í hug að gera. Ef Bandaríkin eru svona mikil vinaþjóð Ís- lendinga, þá ættum við þess heldur að segja þeim til synd- anna í þessu máli. Vinur er sá er til vamms segir. Ég held að fólk almennt hugsi ekki svona og það er sorglegt, að stjórn- völd skuli böðlast yfir greini- legan vilja þorra fólks á Ís- landi með því að lýsa stuðn- ingi við stríðið, og þó á Ísland að heita lýðræðisríki. – Þessi mótmæli virðast fara fram um allan heim. Vest- firðir eru þar ekkert undan- skildir, eða hvað? „Mótmælin fara fram um allan heim. Við getum til dæmis séð á Netinu myndir af fólki sem var að mótmæla á á kertaljósasamkomum um allan heim, eins og við gerð- um á Silfurtorgi um daginn, og maður finnur mjög sterka samstöðu. Ég var svolítið stolt af því þegar við héldum fyrsta mótmælafundinn í Edinborg- arhúsinu og það var talað um að sams konar fundir færu fram allt frá Suðurskautsland- inu til Ísafjarðar. Þátttaka hvers einstaklings verður þeim mun veigameiri sem landið er smærra. Það skiptir miklu máli að svona litlir staðir eins og Ísafjörður séu með og samstaða náist sem víðast.“ Skoðanir okkar skipta máli – Förum við jafnvel að taka upp herstöðvarmálin aftur, Ís- land úr Nató og herinn burt? „Það hefur þótt svolítið púkó upp á síðkastið en ég held að við hljótum að fara að hugsa það mál upp á nýtt. Mér hefur alltaf þótt það góður málstaður að huga að og ég vildi óska þess að þetta yrði ofarlega á baugi aftur. Ég held að vera okkar í Nató valdi því að við drögumst aftur og aftur inn í styrjaldarátök með bein- um eða óbeinum hætti. Margt bendir til þess að Bandaríkja- menn vilji sjálfir fara héðan með herinn og ég vona að þeir geri það. Farið hefur fé betra. Ég vona bara að stjórn- völd fari ekki að ganga væl- andi á eftir þeim.“ – Það viðhorf hefur viljað loða við, að friðarsinnar á Ís- landi séu bara gömul komma- kerti úr Keflavíkurgöngum. Er þetta eitthvað að brotna upp eða breytast? „Já, það þykir víst ekki smart í dag að vera komma- kerti. En ef fólk hugsar þetta burtséð frá öllum kommún- isma og öllu kaldastríðstali, þá eru Íslendingar almennt mjög friðarsinnaðir. Og ég skil ekki hvernig það getur sam- rýmst hugsunarhætti upplýst- ra nútímamanna að taka þátt í hernaðarsamtökum eins og Nató. Það er tímaskekkja. Mér dettur í hug, að ef herstöðva- andstæðingar skiptu um nafn og kölluðu sig til dæmis frið- arsamtök, þá fengju þeir mik- inn fjölda fólks í lið með sér jafnvel þótt stefnuskráin væri óbreytt. – Oft og jafnvel iðulega stöndum við frammi fyrir því að friði er ógnað. Eitthvert vald hlýtur að þurfa til að grípa þar inn í eða til að verjast. Getum við staðið fyrir utan línur hernaðarbandalaga? „Ég held að við getum alveg eins staðið utan við slík bandalög eins og Svíar eða Svisslendingar og ýmsar aðrar þjóðir sem greinilega geta það. Ég held að besta vörnin fyrir okkur væri sú að standa hér vopnlaus og friðsöm. Vera okkar í Nató og herstöðin í Keflavík eru í rauninni einu hugsanlegu ástæðurnar fyrir því að einhverjum gæti dottið í hug að ráðast á okkur.” – Skiptir álit okkar hérna á Íslandi einhverju máli í þess- um stóru og flóknu málum? „Já, auðvitað skipta okkar skoðanir máli þótt við séum lítil þjóð. Samvisku okkar og sjálfsvirðingar vegna verðum við að standa fyrir því sem okkur finnst vera rétt. Okkar álit hlýtur að hafa sama gildi og hverra annara. Þess vegna verður okkar rödd að heyrast.“ Ofbeldið má ekki beinast gegn saklausu fólki – Erum við að upplifa ein- hver vatnaskil í viðhorfum vestrænna þjóða? Nú hafa meðal annarra Norðmenn lagst gegn hernaðinum. „Já, og til dæmis Frakkar og Þjóðverjar. Maður vonar að þetta sé upphafið að ein- hverju meiru og að þessar hugmyndir muni breiðast út meðal stjórnvalda í heiminum. Ég held að í mörgum löndum sé almenningur kominn leng- ra en stjórnvöld. Ef maður horfir til dæmis til Spánverja, þá er ríkisstjórnin þar fylgj- andi stríðinu eins og hjá okkur en þjóðin ekki. Það sama má segja um Dani og fleiri þjóðir. Ríkisstjórnirnar fylgja stríðs- herrunum af einhverjum ástæðum en þjóðirnar á bak við þær gera það ekki. Slíkir stjórnmálamenn hljóta að þurfa að hugsa sinn gang og verða væntanlega ekki kosnir aftur. Menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir bjóða sig fram. Stjórnmálamenn starfa í umboði almennings og mega ekki brjóta þvert gegn vilja hans.“ – En í þessu Íraksmáli eins og í ýmsum öðrum – þurfum við í ljósi sögunnar ekki að geta sýnt hörku? Samanber friðþægingu Chamberlains þegar hann samdi við Hitler um „frið um vora daga“? Það virðast alltaf annað slagið komast voðamenni til valda. „Það verður þá að eiga við þá sem einstaklinga, ekki ráð- ast á þjóðina þeirra. Íraska þjóðin er búin að líða nóg fyrir brjálæðinginn Saddam Hússein þó hún þurfi ekki að þola þessar skelfilegu loftár- ásir frá Vesturlöndum í ofaná- lag. Ég held að það verði að finna aðrar leiðir til að tjónka við svona brjálæðinga. Svo er líka spurning hver á að dæma um það hver er voðamenni og hver ekki. Ég held að Vestur- landabúar séu ekki endilega sjálfsagðir í það dómarasæti, að minnsta kosti ekki einstak- ar þjóðir eins og gerist núna.“ – Hvaða leiðir myndir þú vilja sjá farnar í slíkum mál- um? „Ég sé ekki betri leið en með alþjóðasamstarfi eins og Sameinuðu þjóðunum. Þótt þær séu seinvirkar og veikar um þessar mundir, þá höfum við ekkert betra. Það þyrfti að styrkja þær og efla og gera þær snarari í snúningum. En ef ofbeldi er óhjákvæmilegt verður það að minnsta kosti að beinast gegn þeim sem eiga sökina en ekki gegn saklausu fólki.“ Styrkur að vita af sam- herjum um allan heim – Ert þú búin að fara og mótmæla þessu stríði form- lega? „Já, hér spratt upp grasrótar- hreyfing friðarsinna á Ísafirði og við héldum mótmælafund í Edinborgarhúsinu, sem var mjög vel sóttur, og svo vorum við með ljósasamkomu á Silf- urtorgi. Síðastliðinn laug- ardag var haldinn fundur sem átti að vera á Silfurtorgi en var færður í Edinborgarhúsið vegna veðurs. Eins hef ég tekið þátt í mótmælum á Netinu – maður gerir það sem maður getur.“ – Er Netið orðið virkur vettvangur í þessum skoðana- skiptum? „Já, það eru mjög virkar friðarhreyfingar út í heimi sem eru duglegar að hafa samband og hvetja fólk áfram.“ – Getur verið að við séum að sjá á einhvern hátt breytta heimsmynd með tilkomu þessarar nýju tækni? „Heimurinn er orðinn svo lítill. Við sjáum þessi voða- verk í beinni útsendingu og samskiptin eru orðin svo fljótvirk. Þannig er heims- myndin allt önnur en hún var. Þegar Víetnamstríðið geisaði var talað um að það væri í fyrsta skiptið sem fólk sá stríð heima í stofu í sjón- varpinu. Nú með tilkomu Netsins tengist fólk um all- an heiminn og maður finnur fyrir því. Ef við fyndum fyrir því hérna á Ísafirði að við værum bara örfáar hræður að mótmæla, þá myndi maður upplifa sig svo mátt- lausan að maður gæfist bara upp. En það er virkilega mikill styrkur að finna að við erum hluti af milljónum mótmælenda í öllum lönd- um heims.“ Herdís og hennar sam- herjar vestra og um allan heim halda áfram að standa vaktina. Öll fylgjumst við með því sem er að gerast í sjónvarpsfréttunum, í blöð- unum eða á Netinu. Sjálf- sagt verður friðar um vora daga beðið lengi enn. Ef hann næst þá nokkurn tíma. En þau milliliðalausu samskipti sem almenningur um allan heim hefur með sér, að minnsta kosti þeir sem hafa efnahagslega burði til að hafa aðgang að Netinu, á sér ekki fordæmi í sögunni. Ef þau fá að halda áfram óáreitt, má kannski eygja þar nýja von fyrir hug- sjónina um heimsfrið? 14.PM5 18.4.2017, 10:5210

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.