Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 23. apríl 2003 • 16. tbl. • 20. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk – rætt við Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðu- mann Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Sjá miðopnu. Óhætt að biðja um aðstoð áður en allt er farið í hundana – rætt við körfuboltamanninn Branislav (Bane) Dragoljovic frá Serbíu, sem er búinn að kynnast nýjum og gerólíkum heimi á Íslandi Kom til Ísafjarðar í leit að framtíðinni Súðavíkurhreppi er ætlað að skila ríflega 20 milljóna króna rekstrarafgangi á hverju ári á næstu þremur árum eða frá 2004 til 2006. Þetta kemur fram í þriggja ára fjárhags- áætlun sem samþykkt var fyrir páska. Gert er ráð fyrir að tekjur hreppsins aukist lítil- lega milli ára á tímabilinu eða úr 137 milljónum króna í 143 milljónir. Athygli vekur að í áætlun- inni er gert ráð fyrir að rekstr- arniðurstaða fyrir fjármagns- liði verði töluvert lægri en endanleg niðurstaða eða á bil- inu 10 til 11 milljónir króna. Fjármagnsliðir Súðavíkur- hrepps eru jákvæðir og skýrist það af arðgreiðslum vegna eignarhlutar hreppsins í Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf. Ef tekið er mið af þessari áætlun má segja að framtíðar- horfur um fjárhag Súðavíkur- hrepps séu bjartar. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri segir menn þó setja ákveðna fyrir- vara við áætlunina. Þannig hafi Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. greitt óvenjulega háan arð á þessu ári. „Reksturinn sem slíkur er að skila þokkalegri afkomu og því erum við bjart- sýn. Nú teljum við að lag sé til að reyna að skapa hér já- kvæð skilyrði til atvinnu- rekstrar“, sagði Ómar Már Jónsson. Gert ráð fyrir yfir 20 milljóna króna afgangi á ári næstu ár Bjartar framtíðarhorfur í fjárhag Súðavíkurhrepps Ísafjörður Stúlka slas- aðist á höfði Hátíðisdagarnir voru með nokkrum undantekn- ingum, fremur friðsælir hjá lögreglunni á Ísafirði, þrátt fyrir margháttaðan gleðskap víða í byggðum. Aðfaranótt laugardags var fjölmenni á dansleikjum sem hófust á miðnætti í Hnífsdal, á Ísafirði og á Flateyri en þar fór allt frið- samlega fram. Stúlka datt í tröppunum við Félagsheimilið í Hnífsdal. Hún meiddist á höfði og var meðvitundar- laus og var flutt á sjúkra- hús. Hér mun hafa verið um óhapp að ræða en ekki átök. Nokkur útköll voru yfir páskana vegna há- værra partía. Í einu tilviki hafði gestur brotið rúðu en málið var leyst á staðn- um. Eldsnemma á skírdags- morgun var hringt í neyð- arlínuna og tilkynnt að maður lægi á Hlíðarvegi á Ísafirði. Þegar að var kom- ið reyndist maðurinn með höfuðáverka og var orðinn nokkuð kaldur. Þarna mun hafa verið um óhapp vegna ölvunar að ræða og mun maðurinn hafa stung- ist á höfuðið oftar en einu sinni á ferð sinni. Hann var fluttur á sjúkrahús. Skíðavikan á Ísafirði, sem haldin er ár hvert um páska, fór nokkuð óvenjulega fram í ár þar sem skíðalyftur í Tungudal voru lokaðar vegna snjóleysis og var dagskráin því flutt upp á Breiðadals- og Botnsheiðar þar sem enn er nokkur snjór. Rúnar Óli Karlsson hjá Ísafjarðarbæ, sem hafði umsjón með framkvæmd Skíðavikunnar, segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu margir mættu upp á heiði til að njóta veðurblíðunnar og renna sér á skíðum eða snjóþotum. Fresta varð helstu dagskrár- liðum föstudagsins langa vegna hvassviðris en á laugar- dag tókst að efna hana og féllu því engir dagskrárliðir niður. 16.PM5 18.4.2017, 10:571

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.