Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 7Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Stuttar af bb.is HG sýknað fyrir dómi Sýslumaðurinn á Ísafirði Auglýsing um atkvæða- greiðslu utan kjörfundar Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninga sem fram fara laugardaginn 10. maí 2003, hófst laugardaginn 15. mars sl. Kjósa má á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 1, Ísafirði, alla virka daga frá kl. 09:00-15:00 og utan skrifstofutíma, ef nauðsyn ber til eftir samkomulagi. Umsókn um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötl- unar eða barnsburðar, skal hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 6. maí. Allar nánari upplýsingar veitir Arndís Baldursdóttir í síma 450 3711, einnig utan skrifstofutíma í síma 846 3200. Kjósendum er bent á að hafa með sér persónuskilríki. Ísafirði, 15. apríl 2003 Sýslumaðurinn á Ísafirði Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. var í Héraðsdómi Vestfjarða í síðustu viku dæmt til að greiða af- leysingamanni á Páli Pálssyni ÍS liðlega 300 þúsund krónur auk drátt- arvaxta og málskostnað- ar. Hér var um laun í veikindaforföllum að ræða. Á hinn bóginn var fyrirtækið sýknað af kröfu skipverjans um skaðabætur vegna meintra ólögmætra slita á ráðningarsamningi. Kröfur skipverjans námu samtals liðlega 1,7 millj- ónum króna auk dráttar- vaxta. Fram kom að stefnandi hafi aldrei verið ráðinn nema til einnar veiðiferðar í senn og var fyrirtækið því sýknað af meginkröfunni. Andrés sigr- aði í golfinu Andrés Guðmundsson sigraði á páskadagsmóti Golfklúbss Ísafjarðar sem haldið var á golfvell- inum í Tungudal. Leiknar voru 18 holur með punktafyrirkomulagi og hlaut Andrés 39 punkta. Í öðru sæti varð Kristján Kristjánsson með 37 punkta en í þriðja sæti varð Haukur Eiríksson með 36 punkta. Mótið þótti takast afar vel en liðlega 30 keppendur tóku þátt í mótinu. Óvanalegt er að golfmót séu haldin um páska sem jafnan eru helgaðir skíðaíþróttinni á Ísafirði en golfarar létu vel af aðstæðum á vellinum í Tungudal. Segja kunnug- ir ástand vallarins nú vera eins og í maí eða júní á vanalegu ári. Ísfirsku listamennirnir Dagný Þrastardóttir og Reynir Torfason opnuðu samsýningu á verkum sínum í Edinborgarhúsinu á föstudaginn langa og var margmenni mætt til leiks. Verkin hlutu góðar undir- tektir og hafði töluvert selst að loknum fyrsta sýn- ingardegi. Dagný Þrastar- dóttir er húsasmiður og hefur um árabil rekið Rammagerðina á Ísafirði en að þessu sinni sýndi hún ýmsa nytjamuni úr gleri, t.d. borðbúnað og ljós. Reynir Torfason starfaði um árabil sem sjómaður og síðar hafnar- verkamaður á Ísafirði en hefur einnig málað og sýnt verk sín með reglulegum hætti í gegnum tíðina. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnunina. Húsfyllir á sýningu Dagnýjar og Reynis Listakonan Dagný Þrastardóttir (lengst til hægri) á meðal sýningargesta. Sigrún Gerða Gísladóttir, Jósef Vernharðsson og Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður voru á meðal gesta. Sýningargestir skoða eitt af verkum Dagnýjar á sýningunni. Félagar í Björgunarsveit- inni Tindum í Hnífsdal sóttu nýjan sérútbúinn jeppa af gerðinni Ford Excursion til Selfoss fyrir páska þar sem honum hafði verið breytt af fyrir- tækinu Icecoll en það var Ib ehf. á Selfossi sem flutti hann til landsins. Magnús Helgason hjá Tindum segir kaupin á bílnum vera lið í endur- nýjun á tækjaflota björg- unarsveitarinnar. Bíllinn er afar fullkominn og getur flutt fleiri farþega en eldri bíll sveitarinnar. Björgunarsveitir njóta sérstakrar ívilnunar af hálfu ríkisins þar sem aðflutningsgjöld af tækjabúnaði þeirra eru felld niður og segir Magnús að bíllinn kosti um 7 milljónir króna. Fá sérútbú- inn jeppa Hljómsveitin Manna- korn með þá Pálma Gunnarsson og Magnús Eiríksson í broddi fylk- ingar hélt þrenna tón- leika á Hótel Ísafirði um páskana, á skírdag, föstudaginn langa og á laugardag. Karl Ásgeirs- son hjá SKG veitingum á Hótel Ísafirði segir tón- leika hafa verið afar vel sótta, sérstaklega á laugar- dagskvöld en þá hafi verið troðfullt. Alls megi reikna með að liðlega 300 manns hafi hlýtt á leik sveitar- innar. Þeim félögum Pálma og Magnúsi til fulltingis að þessu sinni var hinn lands- kunni hljómborðsleikari Þórir Baldursson. Með- fylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum. Mannakorn léku í þrí- gang fyrir fullu húsi 16.PM5 18.4.2017, 10:577

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.