Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
ÚTGÁFAN
ISSN 1670 - 021X
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560,
Fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamaður:
Kristinn Hermannsson
sími 863 1623
kristinn@bb.is
Ritstjóri netútgáfu:
Hlynur Þór Magnússon
sími 892 2240
hlynur@bb.is
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson
sími 894 6125,
halldor@bb.is
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
Fréttavefur: www.bb.is
Önnur útgáfa:
Á ferð um Vestfirði
Umboðsaðilar BB:
Eftirtaldir aðilar sjá um
dreifingu á blaðinu á þétt-
býlisstöðum utan Ísa-
fjarðar: Bolungarvík:
Sólveig Sigurðardóttir,
Hlíðarstræti 3, sími 456
7305. Súðavík: Sólveig
Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími
456 4106. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson,
Aðalgötu 20, sími 898
6328. Flateyri: Gunnhildur
Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi
12a, sími 456 7752.
Þingeyri: Anna Signý
Magnúsdóttir, Hlíðargötu
14, sími 456 8233.
RITSTJÓRNARGREIN
„Sannleiknum meta sitt gagn meir“bb.is
pú
lsi
nn
fy
rir
ve
sta
n
Sölustaðir á Ísafirði:
Hamraborg, Hafnarstræti
7, sími 456 3166. Flug-
barinn, Ísafjarðarflugvelli,
sími 456 4772. Bónus,
Ljóninu, Skeiði, sími 456
3230. Bókhlaðan, Hafn-
arstræti 2, sími 456 3123.
Bensínstöðin, Hafnarstræti,
sími 456 3574. Samkaup,
Hafnarstræti 9-13, sími 456
5460. Krílið, Sindragata 6,
sími 456 3556.
Lausasöluverð er kr. 250
eintakið m.vsk. Áskriftarverð
er kr. 215 eintakið. Veittur
er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti.
Það er ofmat að ætla að samviskubit Samherjaforstjórans, sem missti það út úr
sér að Guggan yrði áfram gul og áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði, meðan hann
og þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði og stjórnarformaður Samherja í einum og sama
manninum voru að koma höndum yfir kvóta þessa landsfræga aflaskips, hafi ráðið
orðavali hans í Kastljósi Sjónvarpsins miðvikudaginn 9. apríl. Sýnilegt er þó að
Vestfirðir bögglast öðru fremur fyrir brjóstinu á blessuðum manninum svo sem
eftirfarandi ummæli hans bera með sér:
„Það er aftur á móti alltaf verið að grípa til sérstakra ráðstafana hér í sjávarútvegi
sem hérna ganga allar út á það eitt að færa veiðiheimildir til Vestfjarða. Þannig að
mér finnst þetta vera orðin spurning um Vestfirði annars vegar og restina af land-
inu. Menn verða að svara því af hverju er óæskilegt að vinna fisk á Dalvík heldur
þurfa að vinna hann á Vestfjörðum og þá helst með erlendu innfluttu vinnuafli.“
Lítilsvirðingunni, drambinu, að ekki sé minnst á fordómana í garð þess erlenda
fólks sem sest hefur að á Vestfjörðum, í einu orði sagt lúalegs málflutnings Sam-
herjaforstjórans í viðleitni hans til að etja íbúum sjávarbyggða í landinu gegn Vest-
firðingum, verður best svarað með orðum Súgfirðingsins Guðna Einarssonar í
sama Kastljósþætti og forstjórinn lét sín orð falla: „Við biðjum ekki um neina að-
stoð frá einum eða neinum. Við viljum bara fá að vinna þann fisk sem við höfum
við bæjardyrnar hjá okkur og mér er alveg sama hvort frystitogarinn kemur frá Hull
eða Akureyri.“
Þetta er mergurinn málsins, hvað sem orðavali Samherjaforstjórans og orðheldni
frá tíma Gulu-Guggunnar líður.
Velkomin sértu Harpa
„Kvikar lund af kæti, / kann sér ekki læti, - / lyfta mér á ferð og flug / hin fögru
sumarmál“, segir í lok kvæðis Guðmundar Guðmundssonar „skólaskálds“ um
komu sumarsins.
Þótt Vestfirðingar séu mörgu vanir í veðurfari á sumardaginn fyrsta, þá efast
enginn um að sumarið með allri sinni dýrð er í nánd.
Bæjarins besta þakkar samfylgdina á vetrinum og sendir landsmönnum öllum
bestu óskir um gleðilegt sumar. s.h.
Benedikt Bjarnason lætur af stjórnarmennsku í Sparisjóði Bolungarvíkur eftir 45 ár
Góður hagur hjá Sparisjóði Bol-
ungarvíkur á 95 ára afmælinu
Gestur Kristinsson á Suð-
ureyri hefur tekið við stjórn-
arformennsku í Sparisjóði
Bolungarvíkur af Benedikt
Bjarnasyni í Bolungarvík,
sem gaf ekki lengur kost á sér
í stjórn. Benedikt hafði setið í
stjórn frá árinu 1958 eða í 45
ár, þar af formaður stjórnar
síðustu átta ár. Á aðalfundi
sjóðsins fyrir skömmu kom
fram, að hagnaður fyrir reikn-
aða skatta nam 14,4 milljón-
um króna en nam 10,1 millj-
ónum króna að teknu tilliti til
reiknaðs tekjuskatts og eign-
arskatts.
Heildarrekstrartekjur námu
505,4 milljónum króna og
heildarrekstrargjöld námu
495,2 milljónum króna að
meðtöldum afskriftum. Aðrar
rekstrartekjur námu 49,1
milljónum króna.
Bókfært eigið fé Spari-
sjóðsins í árslok 2002 var
746,3 milljónir króna og hafði
aukist á árinu um tæplega
4,2%. Eiginfjárhlutfall sam-
kvæmt CAD-reglum var
20,3% en má lægst vera 8%
af útreiknuðum áhættugrunni.
Í árslok var niðurstaða efna-
hagsreiknings liðlega 5.289
milljónir króna.
Innlán og verðbréfaútgáfa
Sparisjóðsins nam í árslok
3.372 milljónum króna og
höfðu dregist saman um 3,3%
á árinu. Heildarútlán að með-
töldum fullnustueignum
námu í árslok 3.057.3 millj-
ónum króna og höfðu minnk-
að um 10,7% á árinu.
Langstærsti útlánaflokkur-
inn er til sjávarútvegs eða
rúmlega 58,1%. Hlutur ein-
staklinga og íbúðalána í heild-
arútlánum var 28,1% í árslok.
Hlutfall útlána til verslunar,
þjónustu- og annarrar atvinnu-
starfsemi var 6,0%. Lán til
bæjar- og sveitarfélaga voru
4,5%.
Sparisjóður Bolungarvíkur
er alhliða fjármálafyrirtæki.
Hann var stofnaður 15. apríl
1908 og átti því 95 ára afmæli
í síðustu viku. Sparisjóðurinn
rekur einnig afgreiðslu í Súg-
andafirði. Hann sér um af-
greiðslu Íslandspósts á báðum
þessum stöðum. Undanfarin
ár hefur Sparisjóðurinn einnig
séð um rekstur Lífeyrissjóðs
Bolungarvíkur.
Hjá sjóðnum störfuðu 15
manns í árslok. Sparisjóðs-
stjóri er Ásgeir Sólbergsson.
Stofnfjáreigendur í Sparisjóði
Bolungarvíkur eru 202 og
stofnfé er alls 92 milljónir
króna.
Stjórn Sparisjóðs Bolungar-
víkur skipa Finnbogi Jakobs-
son, Gestur Kristinsson,
stjórnarformaður, Ólafur Þ.
Benediktsson, Runólfur Pét-
ursson og Örn Jóhannsson.
Forsvarsmenn Impru í heimsókn á Ísafirði
Kynntu sér starfsemi Póls og 3X-Stáls
Berglind Hallgrímsdóttir forstöðu-
maður og Björn Gíslason verkefnisstjóri
hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Akur-
eyri, heimsóttu í síðustu viku tæknifyrir-
tækin Póls og 3X-Stál á Ísafirði og kynntu
sér það nýjasta í starfsemi þeirra.
Berglind og Björn voru stödd á Ísafirði
vegna fundar iðnaðarráðherra og sam-
gönguráðherra.
Ferðin nýttist vel til fleiri hluta, að
sögn Björns, þar sem þau hafi setið fund
hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða um
sameiginleg verkefni og farið í tvær
heimsóknir í fyrirtæki. „Bæði þessi fyrir-
tæki hafa verið í samstarfi við Impru og
eru líka mjög spennandi. Það er afskap-
lega ánægjulegt að sjá svona fyrirtæki
blómstra úti á landi“, segir Björn Gísla-
son.
Impra er miðstöð upplýsinga og leið-
sagnar fyrir frumkvöðla og lítil og meðal-
stór fyrirtæki á Íslandi en þjónustan er
veitt öllum atvinnugreinum. „Okkur
finnst um að gera, þegar við erum á
ferðinni, að fylgjast með því sem er í
gangi í þessum nýsköpunarfyrirtækjum
og viðhalda þeim tengslum, þó við
hefðum gjarna viljað komast í fleiri
heimsóknir“, sagði Björn.
Hörður Ingólfsson stjórnarformaður Póls, Björn og Berglind frá Impru og Aðalsteinn Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
16.PM5 18.4.2017, 10:572