Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 12
1 2 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is maður hefur samanburðinn. Ég sá það þegar ég kom út, að margir af vinum mínum þar gera í rauninni ekki neitt og eru bara á framfæri sinna fjöl- skyldna. Fyrstu dagana leidd- ist mér svo mikið að ég hélt ég myndi ganga af göflunum og vildi helst fara beint aftur til Íslands því ég þoldi ekki þetta aðgerðaleysi.“ – Áttu mikið af fólki úti? „Pabbi minn er úti og þar fyrir utan á ég mikið af frænd- fólki í Serbíu. Núna er bróðir minn fluttur hingað til Íslands ásamt konunni sinni. Hún er frá sama bæ og við. Þau eiga 6 mánaða stelpu og tveggja ára strák og hafa það gott á Íslandi. Mamma býr hérna líka. Þegar maður horfir til baka, þá er þetta fremur skrýtin at- burðarás, því síðustu árin áður en ég kom hingað hafði ég ekki spilað körfuboltann mik- ið. Ég hafði þó æft frá því ég var níu eða tíu ára því eldri bróðir minn æfði körfubolta og ég elti hann í þetta. Hann var að mestu dottinn út úr boltanum en hefur verið virkj- aður aftur hérna og er farinn að spila með KFÍ.“ Sat og starði á veggina – Þú kemur hingað í sept- ember beint inn í upphaf leik- tíðarinnar í körfuboltanum. Hvernig gekk það, lentirðu á fótunum? „Menn höfðu miklar vænt- ingar til mín í liðinu en ég var að reyna að átta mig á hlutum hér og leið ekki sem best. Þarna var ég illa haldinn af heimþrá og tók upp á því að byrja að reykja. Íbúðin sem ég bjó í var nánast tóm. Ekkert sjónvarp og allur húsbúnaður ákaflega takmarkaður. En þarna sat ég tímunum saman, starði á hvíta veggina og taut- aði fyrir sjálfum mér að ég þjáðist af heimþrá. Þetta var mitt helsta tómstundagaman um tíma þannig að maður var nú ekki að standa sig mjög vel.“ – Var þetta erfiður tími? „Já, það má segja það. En þegar ég kom heim aftur, þá fannst fólki ég vera hrjúfur og beinskeyttur, jafnvel vægðar- laus í gagnrýni minni á sam- ferðamennina. En ég vil meina að ég sé hreinskilinn og ófeiminn við að segja til vamms en ég reyni líka að gera miklar kröfur til sjálfs mín.“ – Hvernig braustu út úr þessu eymdarástandi sem var á þér? „Við fengum annan leik- mann sem er hálfserbneskur og kemur frá Slóveníu. Hann hafði verið úti í Bandaríkjun- um í fimm ár að spila körfu- bolta og hafði náttúrlega geng- ið í gegnum svipuð aðlögunar- vandamál. Hann sagði mér frá því öllu saman, hvernig hon- um hefði liðið og hvernig hann hefði tekist á við sín mál. Það hjálpaði mér af stað og ég fór að hlaða á mig verkefnum. Ég reyndi að finna mér eins mikið til að gera og ég gat. Þegar maður hefur nóg að gera þá hættir maður að velta sér upp úr hlutunum. Enda þýðir ekk- ert að hanga yfir því að maður sakni hins eða þessa. Maður verður að móta sitt eigið líf, standa upp og fara að tala við fólk og gera eitthvað.“ Gerólík samfélög – Myndirðu þá segja að þér hafi gengið vel að aðlagast? „Nei í rauninni var þetta óttalegt bras. Ég er í grunninn hálffeiminn og hlédrægur og tungumálakunnáttan var held- ur ekki upp á marga fiska. Bæði var enskukunnáttan tak- mörkuð en svo var fólk að reyna að koma mér inn í ís- lenskuna. Og þó að maður segist á mánudegi vilja ná tök- um á íslensku, þá þýðir það ekki að maður sé farinn að skilja allt á fimmtudegi. Mað- ur er ekki með sömu með- fæddu þekkinguna á íslensku, íslenskum hugsunarhætti og íslenska kerfinu eins og hinir. Í hreinskilni sagt, þá veit ég ekki einu sinni hvort hægt er að bera saman þessi tvö lönd. Innviðirnir eru svo ólíkir. Ef þú ætlar að gera eitthvað í Serbíu, þá ertu einn í liði og þarft algjörlega að bjarga þér upp á eigin spýtur. Grunnþætt- ir í samfélaginu, eins og sam- skipti við stjórnvöld, eru í molum. Vanhagi þig um eitt- hvað frá ríkinu þarf að fara í kringum hlutina og beita klíkuskap. Þar verður maður að þekkja einhvern. En hér er allt á hreinu. Fólk mætir í vinnu og veit að það á rétt einni kaffipásu fyrir há- degi og annarri eftir hádegi. Þar úti þekkir fólk ekki réttindi sín og veit ekki hvernig það stendur. Eins og ég sagði, þá veit ég ekki hvort er hægt að bera þessi þjóðfélög saman.“ Ástandið í Serbíu – Nú hefurðu sótt um ríkis- borgararétt. Þú hefur þá vænt- anlega í hyggju að búa hér í framtíðinni. „Já, í fyrstu hafði ég hugsað mér að reyna að flytjast eitt- hvert annað. Þýskaland var t.d. að mörgu leyti augljós kostur. Þar er mikið af Serbum og fólki frá því svæði. Óneit- anlega væri það líka styttra frá heimahögunum. En það er ekki aðalmálið því nú er ég farinn að mynda tengsl hérna og eiga mína fjölskyldu. Hér- na finn ég fyrir svo miklum létti. Ástandið úti í Serbíu er mjög rafmagnað og allt snýst í kringum pólítík. Hérna þarf maður ekki sífellt að vera á kafi í slíku og getur leitt hug- ann að öðrum málum. Þar dynur þetta á manni alls staðar og það er ekki hægt að vera hlutlaus og sigla lygnan sjó heldur er maður undir stöðug- um þrýstingi að gangast við einni fylkingunni eða annarri. Fólk er æst og því er heitt í hamsi. Í Serbíu er sífellt rætt um að breytinga sé þörf og það þurfi að gera hluti – fólkið eyðir öllum sínum kröftum í það en samt gerist ekki neitt. Hérna hefur fólk frelsi til að gera hvað sem því sýnist. Ef fólk langar í skóla, þá fær það námslán og lifir svo sem engu glæsilífi en þó allavega eðli- legu stúdentalífi. Þegar ég var í námi og hafði ekki efni á að fara út að skemmta sér, þá þýddi það að maður átti ekki pening til að kaupa kaffibolla eða kókglas. Hérna þýðir það að maður hafi ekki efni á að eyða fimm eða tíu þúsundum á djamminu. Hérna lærir fólk það sem það vill læra og getur blómstrað í. Úti í Serbíu er pressan öll á því að nema eitthvert fag sem gæti tryggt sæmilega afkomu.“ Hafði ekki borðað kjöt í hálft ár – Finnst þér jafnvel að Ís- lendingar séu ofdekraðir? Að þeir geri sér ekki grein fyrir því hversu góð lífskjör eru hérna og kunni ekki að meta það hversu góð tækifæri þeim bjóðast? „Ég veit ekki hversu skyn- samlegt það er að setjast í eitthvert dómarasæti. En Ís- lendingar eru það, ég fer ekki ofan af því. Margir Íslendingar gera sér ekki grein fyrir því hversu gott þjóðin hefur það almennt af því þeir hafa aldrei kynnst neinu öðru. Þegar ég var að læra úti í Serbíu, þá hafði ég t.d. ekki borðað kjöt í hálft ár og það var mikið af krökkum sem bjuggu við svipuð kjör. Eins þegar ég var að alast upp, þá fór ég ekki út í búð með mömmu minni að velja nýja skó. Hún spurði ekki hvernig skó ég vildi, heldur var málið að útvega skó í réttu númeri. Fólk þarf að vera tilbúið til að taka hverju sem er í lífinu – núna er ég hér þar sem allt er svo afslappað. Úti í Serbíu gengur fólk um göturnar og passar sig að líta ekki á neinn því spennan er svo mikil. Í fúlustu alvöru, þá geturðu lent í mestu vandræðum bara með því að horfa á einhvern úti á götu. Hérna á hinn bóginn hitt- ist fólk í partíum og skemmtir sér og allir tala saman.“ Frjálslyndir Íslendingar „Reyndar kom það mér spánskt fyrir sjónir, að þegar maður hitti fólk sem var örlítið í glasi, þá spjallaði það á fullu og var mjög vinsamlegt. Svo veifaði maður því úti á götu í vikunni á eftir og þá varð það kleinulegt og gaf engin við- brögð. En ég er fyrir löngu búinn að venjast því. Frjálslyndið hérna er svo mikið að til dæmis ræðir fólk um kynlíf, sem mér þótti mjög vandræðalegt í fyrstu. Þegar ég fór aftur til Serbíu í heim- sókn, þá hitti ég vini mína þar yfir kollu og við skiptumst á sögum og bröndurum eins og gengur. Þá segi ég einhvern kynlífstengdan brandara og ég vissi ekki hvert þeir ætluðu. Þeir störðu á mig eins og ég væri orðinn galinn.“ Ætlaði alltaf að vera svalur og einhleypur – Mér skilst að þú hafir unnið með Rauða krossinum hérna að verkefni með Rauða kross deild úti í Serbíu. Get- urðu sagt okkur aðeins frá því? „Rauða kross deildin hér á Ísafirði á vinadeild úti í Uzice í Serbíu sem er nálægt Kral- jevo, heimabænum mínum. Ég fór þangað út á síðasta ári og var að reyna að aðstoða en ég veit ekki að hve miklu liði maður varð. Hingað kom svo fulltrúi frá þeim og ég var að sýna honum bæinn og segja frá lífsháttum hérna. Ég hef verið í sambandi við deildina úti í Uzice síðan.“ – En nú er barn á leiðinni. Hvernig leggst það í þig? „Að minnsta kosti verður þetta ný lífsreynsla. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að vera svalur og einhleypur náungi en sú framtíðarsýn á ekki við lengur. Ég hélt alltaf að ég yrði einhleypi gaurinn á ár- gangamótunum. En svona breytast hlutirnir. Að öllu gamni slepptu, þá hugsa ég að maður hafi nú einhverja hæfileika til að verða góður uppalandi. Ég hef mjög gam- an af börnum en hingað til hef ég viljað skila þeim til foreldr- anna um leið og þau fara að vera með eitthvert vesen.“ Framtíðin? – Hvernig sérðu þig eftir 10 ár eða svo? Heldurðu að þú munir eiga hús inni í Holta- hverfi og þjálfa körfubolta? „Ég veit það ekki. Ekki endilega. Lífið nær náttúrlega yfir svo margt annað en körfu- bolta. Þetta á allt eftir að ráðast en mér finnst það mjög furðu- leg tilhugsun að ég verði hús- eigandi og flytji inn í einbýlis- hús. Ég hafði áætlanir um lífið, í fúlustu alvöru, stórar áætlanir. En engin þeirra reyndist hafa neitt hald. Þannig hef ég því aflagt þann sið að skipuleggja langt fram í tímann, að minn- sta kosti í bili. Sumir segja að ef þú hugir ekki að framtíð- inni, þá kunnirðu ekki að eiga neina framtíð. En ég er alla- vega á því að það sé betra að vinna að framtíðinni heldur en að tala um hana“, segir Branislav Dragoljovic, sem sætti sig ekki framtíðarmögu- leikana á heimaslóðunum og endaði vestur á fjörðum á Ís- landi í leit að betra lífi. Nú er tekið að vora jafnt á Ísafirði sem í Kraljevo þar sem ferskjutrén eru farin að bera blóm. Körfuboltatíðinni hjá KFÍ er lokið með glæsibrag og við taka viðfangsefni sum- arsins. Í nógu verður að snúast að njóta kraftaverka náttúr- unnar, taka á móti barni, baða sig í birtunni og undirbúa sig fyrir verkefni næsta vetrar. Bane mun enn og aftur takast á við nýjar aðstæður, þá ný- bakaður faðir að leika í úr- valsdeildinni í körfubolta og vinna að framtíðinni. 16.PM5 18.4.2017, 10:5712

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.