Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 11Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Kom til Ísa-
fjarðar í leit
að fram-
tíðinni
– rætt við körfuboltamanninn Branislav
(Bane) Dragoljovic frá Serbíu, sem er búinn að
kynnast nýjum og gerólíkum heimi á Íslandi
Branislav Dragoljovic er einn af burðar-
ásum meistaraflokks karla hjá Körfuknatt-
leiksfélagi Ísafjarðar (KFÍ). Þegar hann kom
til Ísafjarðar fyrir um tveimur árum vissi
hann ekkert um landið en hafði eitt mark-
mið: Að komast frá spennunni og stöðn-
uninni í Serbíu þar sem honum buðust ekki
mörg tækifæri. Hann segir fyrstu mánuðina
hér hafa verið afar erfiða. En nú hefur hann
sótt um íslenskan ríkisborgararétt og á von á
barni með unnustu sinni, Önnu Margréti
Magnúsdóttur frá Ísafirði sem les til kenn-
ara suður í Reykjavík.
Bane eins og hann er kall-
aður segist hafa mikið skap
og stundum sé hann snöggur
að rjúka upp. Til allra heilla
séu félagar hans í körfubolta-
liðinu farnir að þekkja það
vel til hans að þeir láti það
ekkert á sig fá. Hingað til hefur
það ekki talist keppnismönn-
um til lasts að hafa mikið skap
og sjálfsagt hefur það komið í
góðar þarfir að geta barið í
borðið til að koma ár sinni
fyrir borð úti í Serbíu. Bane
útskýrir að þar sé kerfið ekki
nærri því eins slétt og fellt og
við eigum að venjast hér á
Íslandi.
Hann segir líka sitt hvora
merkinguna lagða í hugtakið
að rífast í þessum ólíku menn-
ingarheimum. Hér á landi ríf-
umst við með því að hækka
röddina eða gerast beinskeytt-
ari í tali. En ef hann eigi óút-
kljáð mál við vini sína í Ser-
bíu, þá skeyti þeir skapi sínu
ekki einungis með orðum
heldur einnig athöfnum, þó
að menn vilji að sjálfsögðu
ekki vinna hver öðrum mein.
Bane er fæddur og uppalinn
í Kraljevo, liðlega hundrað
þúsund manna borg um 150
kílómetra suður af Belgrad.
Þar eru sumrin hlý þó að hann
geti orðið napur um hávetur-
inn.
Framtíðin bauð
ekki upp á mikið
„Þegar ég kom hingað
haustið 2001 var ástandið í
Serbíu fremur óstöðugt.
Tveimur dögum eftir að ég
lenti hér fóru fram kosningar
úti og það var alls ekki ljóst
hvernig mál myndu þróast.
Ástandið þar ytra hefur alls
ekki verið gott síðasta áratug-
inn. Þar hafa geisað stríð og
síðast árið 1999 voru gerðar á
okkur loftárásir sem stóðu yfir
í sjö daga – þetta voru brjá-
læðislegir dagar.
Ég lauk framhaldsskóla og
fór svo í háskóla í borginni
Nis að læra íþrótta- og þjálfun-
arfræði. En framtíðin bauð
ekki upp á líf eins og ég sætti
mig við. Þannig á fullorðið
fólk í Serbíu í mestu erfið-
leikum við að fá vinnu. Auð-
vitað getur fólk fengið ein-
hverja vinnu en launin eru lág
og þó að þú leggir harðar að
þér, þá færðu ekki meira í
aðra hönd.
Í reynd er það þannig, að
atvinnurekendurnir nánast
eiga starfsfólkið. Ef maður
ynni til dæmis á skrifstofu, þá
væri ekkert fráleitt við það að
yfirmaðurinn bæði mann um
að koma heim og elda fyrir
sig kvöldmatinn. Að minnsta
kosti er fjölskyldan mín ekki
það hátt skrifuð í þjóðfélaginu
að það byði upp á marga
möguleika.“
Kurteislegt
nei í Póllandi
„Þetta var hálfaumt stúd-
entalíf á manni. Ég fór að
hugsa með mér hvað ég gæti
gert til að komast í burtu. Ég
hafði spilað körfubolta í mörg
ár og hugsaði með mér að það
hlyti að vera einhver staður í
heiminum þar sem væri þörf
fyrir mig og ég myndi passa
inn. Þá fór ég á fullt og sendi
tölvupóst til hvers einasta
körfuknattleiksfélags sem ég
gat komist í tæri við. Upp úr
því fór ég til Póllands og var
þar um tíu daga. Þeir sögðu
mér að ég væri nokkuð góður
og þeir myndu hringja í mig
seinna, þannig að í rauninni
fékk ég nei á kurteislegan hátt.
Um það bil þremur mánuð-
um eftir þetta fékk ég sím-
hringingu frá umboðsmanni í
Reykjavík sem spurði hvort
ég vildi koma upp til Íslands.
Ég hugsaði með mér: Af
hverju ekki? Ég vissi ekkert
hvernig það yrði en mér fannst
framtíðin ekki spennandi í
Serbíu.“
– Hvernig var að koma til
Íslands?
„Þegar ég kom hingað var
ég staurblankur og átti ekki
neitt. En ég hef getað unnið
ágætlega út frá því þó að fyrstu
mánuðirnir hafi tekið mjög á.
Þetta var í september 2001
sem ég kom til Íslands frá
Danmörku að næturlagi. Hita-
stigið í Serbíu er frá 25 og
upp í 30 gráður á þessum árs-
tíma en hitinn í Keflavík þetta
kvöld var einungis 2 gráður.
Ég var í jakka og peysu en
vindurinn blés eins og óður
væri.“
Fiskimannaþorp
úr bíómynd?
„Mér hafði verið sagt, að
þegar maður kæmi til Íslands,
þá væri það eins og að lenda á
Mars, en ég sá ekki neitt fyrir
myrkri. Ég var kominn inn í
algjörlega annan heim en fólk
gerði ekkert ráð fyrir því held-
ur lét eins og maður væri
fæddur með þekkingu á þessu
umhverfi. Mér fannst erfitt að
komast inn í verkefnin hérna
og komast inn í liðið. En þegar
þetta fór allt saman að rúlla,
þá fór mér strax að líða mun
betur hérna.“
– Þegar þessi umboðsmað-
ur hringdi í þig, stóð það þá
strax til að þú færir að spila
með KFÍ á Ísafirði?
„Já, ég man að það lá strax
fyrir því hann reyndi eitthvað
að útskýra þetta fyrir mér með
Ísafjörð en ég var engu nær.
Síðan fékk ég símtal frá Guð-
jóni Þorsteinssyni hjá KFÍ og
hann skýrði út fyrir mér að
þetta væri lítill sjávarbær þar
sem körfuboltinn væri fyrir-
ferðarmikil íþróttagrein. Ég sá
fyrir mér einhvers konar fiski-
mannaþorp úr bíómynd, lítinn
og dúllulegan bæ þar sem væri
ekki svona mikið myrkur á
veturna og umhverfið mun
grænna.
Þegar ég var að ganga frá
umsóknargögnunum mínum
sem ég sendi á umboðsmenn-
ina, þá kryddaði ég körfu-
boltaferillinn aðeins. Ég varð
að gera það til að troða mér
áfram. Það stóð enginn á bak
við mig í þessu heldur varð ég
bjarga mér upp á eigin spýtur.“
Pakkaði bara
niður og fór
– Hafirðu haft einhver tök á
því að undirbúa þig fyrir kom-
una hingað? Var þetta þraut-
skipulagt hjá þér?
„Nei, alls ekki. Það eina
sem vakti fyrir mér var að
komast í burtu. Í Serbíu skiptir
miklu máli hver fjölskyldan
þín er og hvernig hennar staða
er. Ég vildi hins vegar standa
á eigin fótum og móta mína
framtíð á eigin verðleikum.
Ég hafði ekkert undirbúið mig
fyrir komuna hingað og vissi
heldur ekkert við hverju ég
ætti að búast. Spurningin var
meira af hverju ætti ég ekki
að fara: Hverju hef ég að tapa?
Sem dæmi um það, þá kem ég
hingað með eina tösku af föt-
um og það voru mestmegnis
stuttermabolir.
Í Serbíu og raunar yfirleitt í
þeim hluta Evrópu má segja
að fólk eigi framlengda barn-
æsku því það býr heima hjá
sér og er á framfæri foreldr-
anna fram undir þrítugt. Þess
vegna búa jafnaldrar mínir úti
við mikil afskipti foreldra
sinni. En ég pakkaði bara nið-
ur og fór. Þetta var ekki mikið
flóknara en það.“
– Hefurðu farið aftur út eftir
að þú komst hingað?
„Já, tvisvar sinnum, í fyrra
og hitteðfyrra. Ég hef haldið
sambandi við fólkið mitt og
vini úti í gegnum síma og
tölvupóst. Fyrstu mánuðina
mína hérna voru símreikning-
arnir geysiháir. Ég þjáðist af
heimþrá en á einhverjum
tímapunkti áttar maður sig á
því að maður verður að lifa
sínu eigin lífi og skilja heima-
hagana að baki.
Í fyrra skiptið sem ég fór út
hafði ég ekki gert mikil boð á
undan mér heldur var bara bú-
inn að biðja vin minn um að
sækja mig á flugvöllinn. Þegar
ég kom svo heim, þá man ég
að pabbi minn starði á mig
eins og hann væri að velta því
fyrir sér hvort þetta væri raun-
verulega ég. Mamma mín
öskraði af fögnuði, þannig að
þetta var mjög skemmtileg
fjölskyldustemmning.“
Fremur skrítin
atburðarás
„Þegar ég kom til Íslands
fyrst fann ég fyrir heimþránni
en þegar ég kom út aftur, þá
fann ég að maður upplifir
heimahagana á allt annan hátt
þegar maður hefur dvalist ann-
ars staðar. Maður fer að skynja
hlutina á annan hátt þegar
16.PM5 18.4.2017, 10:5711