Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 23.04.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 9Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is nd á að vera hlutlaus aðili sem getur skoðað málin hlut- lægt. Í því felst heilmikill styrkur fyrir starfsmennina því að þeir verða oft mjög undirlagðir af málum og eru farnir að hrærast mikið inni í viðkomandi fjölskyldum. Þá er nefndin gagnrýninn og hlut- laus aðili sem hefur eftirlit með framkvæmdinni og getur gripið inn í, til dæmis með því að fá annan starfsmann að málinu. Þessu fyrirkomulagi fylgir að starfsmennirnir lenda í að svara fyrir það sem nefndin gerir og verða oft persónu- gervingar hennar – nokkurs konar persónugervingar þessa yfirvalds, en það er bæði gott og slæmt. Stundum erum við að taka ákvarðanir sem ein- hver er ekki sáttur við og stundum er verið að taka ákvarðanir sem góð sátt er um. Hvort heldur sem er verð- ur viðkomandi starfsmaður oft persónugervingur fyrir þá ákvörðun. Að því leyti er erfitt að vinna að barnaverndarmál- um, og líka að skólamálunum að nokkru leyti, að það er verið að vinna með innri málefni fjölskyldna. Ekki tíður gestur á böllum – Þegar markaleysi af þessu tagi er fyrir hendi og mörkin milli vinnu fólks og einkalífs eru ekki virt, eru dæmi um það að starfsmenn verði fyrir aðkasti úti í búð eða úti á götu? Jafnvel að það sé hringt heim til þeirra eða abbast út í fjölskyldumeðlimi? „Ég held að flestir starfs- menn sem vinna hérna á Skóla- og fjölskylduskrifstofu hafi lent í því á einhvern hátt, í mismiklum mæli. Sem dæmi, þá sérðu ekki fólk í þessum geira mikið á böllum eða mannamótum. Við grín- umst stundum með það að við förum ekki á annað en verndaðar samkomur. Ég held að þetta sé landlægt í þessum geira vegna þess að þetta er svo lítið samfélag og þú getur lent í því að hitta einhvern úti á lífinu sem vill halda áfram að vinna með málið á þeim vettvangi, þó það sé ekki alls ekkert gert af illum hug. Svo eru aðrir sem virða ekki þessa friðhelgi og eru að fá upplýsingar um einhver mál sem eru þeim jafnvel ekkert skyld. Jafnvel hefur það kom- ið upp að hringt sé í börn starfsmanna og þeim tjáð hverslags aðgerðum foreldrar þeirra standa fyrir. En ég held að þetta sé bara hið almenna umhverfi sem fólk í þessum geira þarf að búa við. Þú kemst ekkert hjá því að hitta einhvern sem þú ert að vinna með. Þú getur rétt ímyndað þér, ef maður fer á skíði um páskana, hvort mað- ur hittir ekki einhverja af skjólstæðingum sínum. Eða ef þú ferð á jólahlaðborð á hótelinu, ball í Sjallanum eða hvað sem er. Hið sama gildir þó maður færi á einhverja samkomu í Bolungarvík eða á Þingeyri. Þetta er ekki það stórt samfélag að þú vitir ekki alltaf af einhverjum. Þess vegna er gott að hugsa til þess að umdæmi barna- verndarnefndar hefur verið stækkað með því að Súðavík og Bolungarvík sameinuðust Ísafjarðarbæ í þeim efnum. Ég held að það sé mjög já- kvætt að vera að taka utan um stærri kjarna í þessum mála- flokki.“ Skipt um símanúmer – Hvaða úrræði hafa starfs- menn sem vinna að erfiðum málum og verða fyrir aðkasti utan vinnunar eða jafnvel hót- unum? „Fyrir það fyrsta er bannað að hóta eða vera með ein- hverja slíka tilburði gegn op- inberum starfsmönnum sem eru að framfylgja lögum. Slíkt hátterni varðar viðurlögum. Í flestum tilvikum þegar fólk er að fá símhringingar heim til sín tekst að útskýra að þetta sé ekki rétti vettvangurinn og fá viðkomandi aðila til að hafa aftur samband á vinnutíma. Í einstaka tilvikum gengur þetta svo langt að starfsmaður þarf að skipta um símanúmer eða á annan hátt að takmarka aðganginn að sínu persónu- lega lífi. Í flestum tilvikum er hægt að útskýra fyrir fólki að maður sætti sig ekki við að farið sé yfir þessi mörk eða sætti sig ekki við framkomu af þessu tagi. Í undantekning- artilvikum dugar það ekki og þá reynir maður að bregðast einhvern veginn við því.“ – Eru það þá jafnvel ein- staklingar sem þurfa einhverra úrræða við sjálfir? „Þetta eru oft eintaklingar sem finna ekki fyrir þessum mörkum og skilja ekki hvar þau liggja milli embættis fólks og einkalífs. Jafnvel eru þetta líka einstaklingar sem eru það illa staddir sjálfir að þeir ná ekki að hemja sig og hafa stjórn á því sem þeir gera. Þeir sem hegða sér svona eiga náttúrlega erfitt að vissu leyti, það er eitthvað sem ekki virkar hjá þeim. Það er óþolandi og óviðunandi að fá hótanir gegn sínum eigin börnum, slíkt gengur ekki. En það eru ekki mörg úr- ræði til taks, maður verður að reyna að leiða viðkomandi fyrir sjónir að slíkt háttalag gangi ekki upp. Ef það dugar ekki er kannski það eina sem maður getur gert að loka á aðgengi utanaðkomandi að einkalífi sínu. Jafnvel að tak- marka það hver sjái um að svara símanum eða hver fari út með börnin. Ef þetta eru hreinar og klárar hótanir, þá liggur fyrir að fara til lögregl- unnar og kæra það.“ Barnaverndin er engin grýla – Maður vonar að það séu ekki nema að litlu leyti erfið ofbeldismál sem koma til kasta nefndarinnar. En hvern- ig mál eru það sem falla undir þetta hrollvekjandi hugtak barnaverndarmál? „Oft á tíðum eru þetta til- kynningar sem koma til okkar og eru athugaðar en innan viku er búið að ákveða að hafast ekkert frekar að. Í sum- um tilvikum er ákveðið að kanna málið betur og leita upplýsinga. Endirinn er oft sá að fjölskyldan fær aðstoð við að koma barni inn á leikskóla, fær pláss fyrir það í heima- lærdómi, fær útvegaða dag- vistun fyrir barnið eftir skóla eða eitthvað slíkt. Þá er málið búið og allt fallið í ljúfa löð. Í langflestum tilvikum eru þetta smávægileg mál þar sem einungis þarf að hjálpa lítil- lega til yfir erfiðan hjalla. Stundum eru mál til með- ferðar hjá okkur í lengri tíma og geta jafnvel varað í mörg ár, en það er mjög sjaldgæft. Til okkar berst mikið af til- kynningum frá lögreglu þar sem reglur um útivistartíma hafa verið brotnar, börn eru með áfengi eða slíkt. En næst á eftir lögreglunni koma flest- ar tilkynningar frá foreldrun- um sjálfum. Þá eru foreldr- arnir að láta vita að þeir þurfi aðstoð og vanti ráðleggingar um hvernig þeir eigi að taka á málum barna sinna. Oft nægja lítilsháttar úrræði til að skapa það svigrúm að fólk geti unnið úr sínum málum sjálft – þetta eru algengu málin. Í sumum tilvikum hafa ung- menni komið hérna inn sjálf og beðið um aðstoð vegna þess að það er eitthvað sem þau ná ekki að aðlagast eða geta ekki unnið úr sjálf. Síðan eru þessi undantekningartil- vik þar sem ofbeldi er á ferð- inni eða einhver vanhæfni sem ekki er hægt að vinna bug á.“ – Nú virðist vera uppi aukin vitund um að draga úr þeim vanköntum sem fylgja starfi félagsmála- og barnaverndar- nefnda í smærri samfélögum. Nýju barnaverndarlögin virð- ast miða í þá átt. „Vissulega, og það sem ég legg líka áherslu á er að barna- verndin er engin grýla. Þegar barnavernd kemur til tals, þá er hugsað til einhverra starfs- manna sem eru jafnvel illa innrættir og koma til að taka börnin af heimilinu og rífa þau helst grátandi og öskrandi í burtu. Raunin er hins vegar sú, að markmið laganna er að styðja fjölskylduna og halda barninu sem lengst innan fjölskyld- unnar. Sumir kvarta yfir því að það sé of lengi. Þessi grýlu- ímynd er slæm vegna þess að barnaverndin á að vera til að styðja og til að hjálpa. Í 99% tilvika er ekkert gert nema með samþykki foreldra og þegar barn hefur náð ákveðn- um þroska þarf það að veita sitt samþykki líka. Við þurfum að koma þeim skilaboðum út til samfélags- ins að barnaverndaryfirvöld eru til að aðstoða og til að hjálpa og það má hver sem er leita sér aðstoðar þangað. Ef einhverjum líður illa og hann nær ekki að vinna úr sínum málum, þá þarf hann ekki að bíða eftir því að allt fari í hund og kött. Það þarf ekki að bíða eftir því að nágranni eða vinur tilkynni mann inn heldur getur maður farið og beðið um að- stoð, sem er líka mikið fljót- virkara“, segir Ingibjörg Mar- ía sem stendur vaktina á Skóla- og fjölskylduskrifstofunni. 16.PM5 18.4.2017, 10:579

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.