Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamenn: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Halldór Jónsson sími 892 2132 hj@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson RITSTJÓRNARGREIN Er ekki tímabært að losa um handtakið? bb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. Þetta árið eru sauðfjárbændur vandamálið. Offramboð á kjöti, lækkandi afurðaverð og birgðasöfnun. Afkoma bænda er skelfileg. Úrræði stjórnvalda: Skylduútflutningur á lambakjöti á spottprís. Nefnd sett í málið til að meta í alvöru vandann sem nú steðjar að sauðfjárbændum. Ráðherrafundur Alþjóða viðskiptastofnunarinnar -WTO- sem haldinn var í Mexíkó fór út um þúfur. Verndartollar hins ,,frjálsa markaðar“ munu því áfram standa í vegi fyrir því að þróunarríkin komi landbúnaðarvörum sínum á fram- færi. Enn einn gálgafresturinn fyrir íslenska landbúnaðarstefnu. Fyrr en seinna munu þó höggvin skörð í verndarmúra gegn frjálsri sölu á landbúnaðarvörum landa á milli. Og hvað gera íslenskir bændur þá eftir að hafa verið bundnir á klafa ofstjórnar áratug- um saman? Bændur sem hafa sýnt tilburði til að rísa upp gegn kerfinu hafa verið litnir horn-auga. Ekki komist upp með neitt múður. ,,Okkar Íslendinga bíður að búa íslenskan landbúnað undir breytt rekstrarumhverfi (frjáls viðskipti á heimsmarkaði) á næstu árum. Afleiðingin verður sú að hagræða þarf í íslenskum landbúnaði svo hann geti tekist á við aukna erlenda samkeppni.“ ,,Við verðum að treysta á það að stjórnvöld leiði íslenskan landbúnað í gegnum ferlið (sem kæmi í kjölfar væntanlegra samninga innan WTO) þannig að hann standi sterkari á eftir.“ Tilvitnanir af þessu tagi í ummæli nýgræðinga í íslenskum stjórnmálum á haust- dögum 2003, benda ekki til mikilla vatnaskila í íslenskum landbúnaði. Hafa ekki stjórnvöld verið að ,,leiða íslenskan landbúnað“ í gegnum hin og þessi kerfi lengur en elstu bændur muna? Nei, vatnaskila er fyrst að vænta þegar bændur taka málin í eigin hendur. Losa sig við óþarfa milliliði. Taka að bera ábyrgð á framleiðslu og sölu afurða sinna. Bændagisting hefur rutt sér til rúms og mun almennt vel þokkuð. Bændur er gott heim að sækja. Frelsi þeirra til að gera vel við gesti sína er þó takmarkað, að minnsta kosti þá sem vilja neyta ósnortinna afurða, líkt og spenvolgrar mjólkur, sem áreiðanlega er heislusamlegri en obbi þeirrar rotvarnarfylltu verksmiðjuframleiðslu, sem fyllir hill- ur stórmarkaða og vegasjoppa. Slíkt er með öllu bannað. Mjólkin skal fyrst hristast í tönkum tugi kílómetra aksturs í mjólkursamlagið og síðan aftur til bóndans í pappaum- búðum. Þá fyrst má hún vera á borðum fyrir gesti bóndans! Er hægt að hugsa sér öllu meiri vitleysu? Og nú á eina ferðina enn að bjarga bændum af alvöru með hagræðingu og aðlögun og með því að stjórnvöld að haldi í hendina á þeim líkt og verið hefur! Er ekki tímabært að bændur losi um handtakið? s.h. Flutningabíll og fólks- bíll lentu saman á veginum í Súðavíkurhlíð milli Ísa- fjarðar og Súðavíkur á sjötta tímanum á mánu- dag. Ökumennina sakaði ekki en fólksbíllinn hafn- aði mikið skemmdur utan vegar. Flutningabíllinn skemmdist hins vegar lítið. Áreksturinn varð þegar ökumaður flutningabílsins var að taka fram úr fólks- bílnum. Lélegt skyggni var þegar óhappið varð, snjó- koma og laus snjór á veg- inum. –bb.is Árekstur á Súðavíkurhlíð Vestfirðir Ísafjörður Arabískt kvöld og magadans Arabískt kvöld verður í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði á laugardagskvöldið, 8. nóvember. Að kvöldinu standa Menningarmið- stöðin Edinborg, Fjöl- menningarsetur, Rætur, samtök áhugafólks um menningarfjölbreytni, og Ísafjarðardeild Rauða krossins. Gestur kvöldsins verður Amal Tamimi. Hún mun flytja erindi um Pal- estínu, boðið verður upp á arabískan mat og gestum gefst tækifæri til að kynn- ast magadansi. Dagskráin hefst kl 19.30 og kostar kr. 2.000 en þar er matur innifalinn. Miða- pantanir eru í síma 456 4453, 456 5444 og 864 2998. Nánari upplýsingar veita Amal í síma 899 2301 og Elsa í síma 450 3090. – hlynur@bb.is Þingeyri Tónlisarkennari tekur til starfa Nú í vikunni er hafin á nýjan leik langþráð tónlistar- kennsla á Þingeyri. Eistlend- ingurinn Olavi Körre er kom- inn vestur ásamt fjölskyldu sinni og tekur strax til starfa. Olavi er fjölhæfur tónlist- armaður og getur leikið á fjölda hljóðfæra, auk þess sem hann er mikill söngmað- ur, segir á Þingeyrarvefnum. Hann hefur sérhæft sig í þjóðlagatónlist, einkum síns heimalands og svo frá Grikk- landi, og hefur sungið og leikið slíka tónlist inn á geisladiska. Hann mun einn- ig starfa sem organisti. Mestur kvóti var leigður frá Akureyri á árunum 2001-2003 og mest leigt til Grindavíkur. Á Vestfjörðum var mest leigt til Flateyrar en mest leigt frá Bíldudal. Útgerðarfélag Akur- eyringa leigir frá sér mestan kvóta en Þorbjörn-Fiskanes leigir til sín mest. Sjávarútvegsráðherra, Árni M Mathiesen (D) hefur svarað á Alþingi fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar þingmanns (S) um flutning veiðiheimilda fiskveiðiárin 2001/2002 og 2002/2003 í botnfisktegund- um. Í svari hans kemur fram að mest aflamark þ.e. kvóti innan árs var á þessu tímabili leigt frá Akureyri eða 9.196 þorksígildistonn. Í öðru sæti yfir sveitarfélög voru Vest- mannaeyjar en þaðan voru leigð 6.116 tonn, þá Ólafs- fjörður en þaðan voru leigð 3.347 tonn og frá Skagaströnd voru leigð 2.519 tonn. Mest aflamark þ.e. kvóti innan ársins var leigt til Grindavíkur eða 5.833 tonn. Í Garðinn voru leigð 3.798 tonn, í Hafnarfjörð 2.716 tonn og til Ólafsvíkur voru leigð 2.221 tonn á þessum árum. Af sveitarfélögum á Vest- fjörðum má nefna að mest var leigt til Flateyrar eða 1.978 tonn, til Patreksfjarðar voru leigð 1.217 tonn, í Bolungar- vík voru leigð 983 tonn og 871 tonn voru leigð á Tálkna- fjörð. Til Ísafjarðar voru leigð 179 tonn, til Suðureyrar voru leigð 151 tonn og til Súðavíkur 4 tonn. Frá Bíldudal voru hins- vegar leigð 382 tonn á tíma- bilinu og vekur það athygli vegna frétta þaðan að undan- förnu. Frá Hnífsdal voru leigð 290 tonn á þessum árum. Ef litið er á einstök fyrirtæki leigði Útgerðarfélag Akureyr- inga frá sér mestan kvóta á þessu tímabili eða 5.637 tonn, Útgerðarfélagið Tjaldur ehf. leigði 5.624 tonn, Vinnslu- stöðin hf. leigð frá sér 4.784 tonn, Útgerðarfélagið Hjalt- eyrin 3.098 tonn og Þormóður Rammi-Sæberg leigði frá sér 2.842 tonn. Þorbjörn - Fiskanes hf. í Grindavík leigði mestan kvóta til sín á þessum árum eða 3.626 tonn, Grandi hf. leigði 2.833 tonn, Nesfiskur hf. í Garði leigði til sín 2.330 tonn, Har- aldur Böðvarsson 1.920 tonn og Flói ehf. 1.818 tonn. Vestri ehf., á Patreksfirði leigir mest- an kvóta til sín eða 1.207 tonn og Útgerðarfélagið Ós í Bol- ungarvík 1.031 tonn. Það skal áréttað að hér er um að ræða botnfiskveiði- heimildir og þær eru reiknaðar í þorskígildum. – hj@bb.is Flateyringar keyptu mestan kvóta Bílddælingar leigðu frá sér mestan kvóta á árunum 2001-2003 Húsafriðunarnefnd ríkisins 23 styrkir til verkefna á Vestfjörðum Húsafriðunarnefnd ríkisins veitti 23 styrki til margvíslegra verkefna á Vestfjörðum á þessu ári, samtals að fjárhæð liðlega 22 milljónir króna. Hæstu framlögin voru til Vatn- eyrarbúðar á Patreksfirði, 7 milljónir, og Gamla félags- heimilisins við Brekkugötu á Hólmavík, 5 milljónir. Til húsakannana á Patreksfirði og Bíldudal annars vegar og í Bolungarvík hins vegar var veitt 750 þúsund krónum á hvoru svæði. Veitt var fé til sex friðaðra kirkna á Vestfjörðum. Hæsta upphæðin eða 2 milljónir renn- ur til Þingeyrarkirkju en fjár- hæðir á bilinu 100 þúsund til 600 þúsund renna til bæna- hússins í Furufirði, Sauðlauks- dalskirkju, Patreksfjarðar- kirkju, Saurbæjarkirkju á Rauðasandi og Hólskirkju í Bolungarvík. Önnur viðfangsefni á Vest- fjörðum sem fengu styrki frá Húsafriðunarnefnd eru Fakt- orshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði, Gunnlaugshús í Flat- ey, Aðalstræti 8 á Ísafirði, Riis-hús á Borðeyri, Ásgarður í Flatey, Flateyjarkirkja, prest- sbústaðurinn á Brjánslæk, Smiðjan á Bíldudal, Strand- gata 6 á Bíldudal, Hrafnabjörg í Arnarfirði, Tangagata 4 á Ísa- firði, gamli hjallurinn í Ögri við Ísafjarðardjúp og Kollsá I í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Styrkir til verkefna á landinu öllu eru 118, samtals að fjár- hæð rétt liðlega 100 milljónir króna. Umsóknir um styrki voru 237. – hlynur@bb.is Þingeyrarkirkja. 44.PM5 18.4.2017, 11:572

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.