Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 13Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Ég og starfið Framrás – nám fyrir skrifstofufólk Þriðjudaginn 11. nóvember hefst Framrás 1 á Ísafirði. Framrás, sem er nám fyrir skrifstofufólk, er í þremur sjalfstæðum hlutum. Nám þetta hefur notið mikilla vinsælda á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá: Þriðjudagurinn 11. nóvember kl. 11:30 - 17:30 Samskipti, ágreiningur og liðsheild. Eyþór Einarsson. Miðvikudagurinn 12. nóvember kl. 08:30 - 15:30 Tilfinningagreind, sjálfstraust og starfsánægja. Eyþór Einarsson. Þriðjudagurinn 25. nóvember kl. 11:30 - 17:30 Starfsþróun, starfsframi, vinna og einkalíf. Ingrid Kuhlman. Miðvikudagurinn 26. nóvember kl. 08:30 - 12:00 Að takast á við breytingar. Ingrid Kuhlman. Miðvikudagurinn 10. desember kl. 08:30 - 15:30 Streita og álag. Marteinn Steinar Jónsson. Námskeiðsgjald er kr. 25.000.- á þátttakanda. Starfsmennt greiðir námskeiðsgjald fyrir starfsmenn ríkisstofnana, aðrir starfsmennta- sjóðir styrkja sína félaga. Athugið að þótt námið sé hugsað fyrir skrifstofufólk er fyrsti hlut- inn almennur og á erindi til allra. Þess vegna eru allir velkomnir. Skráning er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sími 456 5025. Netfang: frmst@frmst.is. Veffang: www.frmst.is Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Starfsstúlkur FSÍ nutu heimboðs Jóa Júl Glatt var á hjalla á heimili hins aldna athafnamanns Jóhanns Júlíussonar á Ísafirði þegar starfsstúlkur Fjórð- ungssjúkrahússins þáðu heimboð hans kvöld eitt í síð- ustu viku. Jóhann hefur oft notið góðrar þjónustu starfs- fólksins FSÍ þegar hann hefur sótt sér lækningar þar á undanförnum árum og þótti ánægjulegt að fá að veita í þetta sinn. Stúlkurnar skemmtu sér vel með Jóa Júl, eins og kappinn er jafnan kallaður, en hann hafði á orði að það væri ekki á hverjum degi sem 91 árs maður hefði á fjórða tug kvenna í kringum sig. – kristinn@bb.is Jóhann Júlíusson ásamt starfsstúlkum Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði. Bolungarvík: Ágúst og Flosi buðu lægst Opnuð hafa verið tilboð í breytingar á leikskólanum í Hlíðarstræti í Bolungarvík. Alls bárust fimm tilboð í verkið og var lægsta tilboðið frá Ágúst og Flosa ehf., á Ísafirði, rúmar 9,4 milljónir króna. Önnur tilboð sem bárust voru frá Trésmiðjunni hf. í Hnífsdal að upphæð rúmar 10,9 milljónir, Múrkraftur bauð rúmar 11,5 milljónir, Spýtan ehf., 12 milljónir og hæsta tilboðið barst frá F.B. Festingu að upphæð rúmar 12,1 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var 10,5 milljónir króna og var því lægsta tilboð um 90% af áætlun. – hj@bb.is Högni kvaddur með 200 radda söng eftir tuttugu ára starf Krakkarnir færðu Högna innrammað ljóðið í kveðjuskyni.Högni í barnaskaranum á föstudag. Högni Marsellíusson lét af störfum sem skólaliði hjá Grunnskólanum á Ísa- firði á föstudag eftir tutt- ugu ára starf sem skólaliði. Nemendur í 1.-4. bekk, um 200 talsins, sungu kveðju- brag fyrir Högna sem sam- inn var af Þóru Karlsdótt- ur kennara við lag Atla Heimis Sveinssonar „Snert hörpu mína himinborna dís“. Börnin höfðu æft lag- ið dagana á undan, bæði á laun heima hjá sér og í skólanum. Mikil leynd hvíldi yfir fyrirætlunum kórsins enda var söngnum ætlað að koma Högna á óvart. Að lokum færðu krakkarnir Högna kveðju- ljóðið innrammað. Ekki fór á milli mála að Högni fann mikið til söngs barn- anna enda ekki allir sem uppskera slíkar kveðjur við starfslok. – kristinn@bb.is Verslanir í miðbæ Ísafjarðar Enginn samræmd- ur afgreiðslutími Ýmsir hafa kvartað yfir mis- munandi afgreiðslutíma versl- ana í miðbæ Ísafjarðar á laug- ardögum. Samkvæmt könnun blaðsins er ljóst að afgreiðslu- tíminn er nánast eins misjafn og verslanirnar eru margar og virðist engin samræming ríkja. Ef marka má frásagnir við- skiptavina virðist sem sumar verslanir hafi stundum ekki einu sinni opið á auglýstum afgreiðslutíma á laugardögum. Fyrsta verslunin er opnuð klukkan sjö að morgni laugar- dags en það er Gamla bakaríið. Síðan er verið að opna versl- anir hverja af annarri til há- degis, þær sem eru opnaðar á annað borð á laugardögum, en svo er ekki um allar. Fyrstu versluninni er síðan lokað klukkan tólf á hádegi og eftir það er hverri af annarri lokað fram til kl. 23:30 þegar Hamra- borg er lokað. Að sögn kaupmanna kemur umræðan um samræmdan afgreiðslutíma upp annað slag- ið. Síðast var stórt átak gert um verslunarmannahelgina en þá lengdu verslanir afgreiðslu- tíma sinn vegna Landsmóts UMFÍ sem haldið var á Ísa- firði. Engin formleg samtök kaupmanna í miðbænum eru starfandi og því enginn form- legur vettvangur þar sem þessi umræða getur farið fram. Í samtölum við kaupmenn kom fram að þeir eru flestir hlynntir því að setjast niður og reyna að móta einhverja heildar- stefnu. Þarna virðist þó sagan um litlu gulu hænuna endur- taka sig og hver bendir á ann- an. Sumir kaupmenn telja hins vegar að afgreiðslutími versl- ana sé kominn út í öfgar. Leng- ri afgreiðslutími þýði bara hærra vöruverð á endanum. Einn kaupmaður fullyrti t.d. að aldrei gæti borið sig að hafa opið á laugardögum. Flestir telja þó að slíkt sé ein- faldlega krafa nútímasamfé- lags sem kaupmenn verði að uppfylla, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Hvort hinn ríki vilji til sam- ræmingar á afgreiðslutíma í miðbæ Ísafjarðar ber ávöxt mun tíminn leiða í ljós. – hj@bb.is 44.PM5 18.4.2017, 11:5713

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.