Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. júlí 2002 • 28. tbl. • 19. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk ISSN 1670 - 021X Vegurinn upp á Bolafjall fyrir ofan Bolungarvík opnaður almenningi fram á haust Ökumenn hvattir til að sýna aðgæslu Almenningi gafst á föstu- dag kostur á að aka upp Bolafjall í fyrsta skipti í fjölda ára. Vegurinn upp Bolafjall var sem kunnugt er gerður á níunda áratugn- um vegna byggingar ratsjár- stöðvar á fjallinu og var op- inn almennum borgurum fyrstu tvö árin, en hefur ver- ið lokaður síðan. Vegagerð- in hefur nú náð samkomu- lagi við eigendur vegarins og ratsjárstöðvarinnar um afnotaleyfi af honum og mun hann því framvegis verða opinn almennri um- ferð yfir sumartímann. Í frétt frá Vegagerðinni segir m.a: „Fram hefur kom- ið mikill áhugi hjá Bolung- arvíkurkaupstað og ýmsum ferðaþjónustuaðilum að fá veginn opnaðan að nýju, enda mikið og gott útsýni af fjallinu. Vegagerðin hefur undanfarin ár staðið í samn- ingaviðræðum við yfirvöld ratsjárstöðvarinnar, sem eru eigendur vegarins, um opnun hans yfir sumarmánuðina. [...] Samkomulagið hljóðar upp á að vegurinn er í umsjá Vega- gerðarinnar á meðan hann er opinn almennri umferð. Upp- lýsingar um vegaskemmdir og slíkt eiga því að berast til Vegagerðarinnar. Þess er vænst að svipað fyrirkomulag verði á næstu ár.“ Vegagerðin hefur undanfar- ið unnið að því að útbúa að- stöðu fyrir fólks- og lang- ferðabifreiðir uppi á fjallinu, sem felst m.a. í því að gerð hefur verið snúningsaðstaða fyrir ökutækin og allar merk- ingar hafa verið endurbættar. Ratsjárstöðin á Bolafjalli. Ljósmynd: Grétar Sigurðsson. Raddtæknifyrirtækið VoiceEra í Bolungarvík Öllu starfsfólki sagt upp störfum Öllu starfsfólki VoiceEra í Bolungarvík hefur verið sagt upp störfum frá og með 30. júní sl. Í bréfi sem starfsfólk- inu barst nýlega, segir að um þessar mundir sé unnið að endurskipulagningu fyrirtæk- isins og því verði að segja upp öllum starfskröftum að svo stöddu máli. Jafnframt segir í bréfinu, sem er undirritað af Cameron Porter, stjórnarformanni Voi- ceEra, að ekki sé vitað hvort eða hvenær starfsmennirnir verða endurráðnir. Sem kunn- ugt er hafa forsvarsmenn Voi- ceEra átt í nokkrum vandræð- um með að fjármagna starf- semi fyrirtækisins upp á síð- kastið og eiga starfsmenn þess í Bolungarvík enn eftir að fá greidd laun fyrir maí mánuð. Cameron Porter sagði í samtali við blaðið að því mið- ur hefði orðið að grípa til þess ráðs að segja starfsfólkinu upp þar sem ekki sé til neinn pen- ingur til þess að greiða því laun. „Við erum um þessar mundir að vinna að samkomu- lagi við skuldunauta okkar og endurskipuleggja fyrirtækið svo að við getum lokið vinnu við okkar vöru og þannig fengið pening inn í fyrirtækið til þess að borga útistandandi skuldir. Fyrst og fremst leggj- um við áherslu á að greiða fyrrverandi starfsfólki okkar og vonumst til þess að geta lokið því innan þrjátíu daga. Til þess að það verði hægt erum við m.a. að selja hús- gögn og tölvubúnað úr eigu fyrirtækisins sem við erum ekki að nota, en peningurinn sem við greiðum starfsfólkinu er sá eini sem mun fara úr rekstrinum á næstunni,“ sagði Porter. Hann segist þegar hafa rætt við um helming starfs- fólksins sem var sagt upp og býst við eiga viðræður við þá sem eftir eru á næstu dögum. Porter segist vonast til þess að geta ráðið starfsfólkið aftur þegar framleiðsluvara fyrir- tækisins er tilbúin til markaðs- setningar og sölu og býst hann við að það gæti gerst eftir um þrjá mánuði. „Langtímaáætl- unin er enn sú sama; að byggja upp öflugt og gott hátækni- fyrirtæki í Bolungarvík og ég er sannfærður um að það eigi eftir að takast. Við eigum nú í viðræðum við hugbúnaðarfyr- irtæki í Reykjavík um að ljúka forritunarvinnu á raddgrein- ingarbúnaðinum og munum þá greiða vinnuna með hlut í VoiceEra,“ sagði Porter. Aðspurður staðfesti Porter framhald á bls. 2.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.