Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 7 Haukur og stúlkan sem fór með honum utan við ráðhús New York (City Hall). Haukur utan við S.Þ. bygginguna. Haukur á efstu hæð Empire State byggingarinnar. gífurlega þakklátur fyrir hvað við höfum hér og ætla að reyna að njóta þess til fulls. Jafnframt því ætla ég að sýna aðgát og reyna að troða ekki neinum um tær með lifnaðar- háttum mínum. Það er verk- efni meiri manna en mín að bæta heiminn. En ég er tilbú- inn að leggja þeim lið við hvert tækifæri.“ sjaldan eða aldrei verið eins þakklátur fyrir það hve góð lífsskilyrði okkar eru og þegar ég sneri heim af þinginu.“ – Hvernig hyggstu nýta þér þá reynslu sem þú öðlaðist á þinginu? Ætlar þú að vinna að því að bæta kjör bágstaddra eða bara að reyna að njóta lífsins sem við höfum hér til fullnustu? „Ég er eins og áður sagði Haukur á heimleið við limósínuna sem ók ferðalöngunum á JFK-flugvöllinn að þinginu loknu. Bolungarvík Átján holu golfvöllur vígður með móti Sigurvegarar í kvennaflokki. F.v. Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Pimonlask Rodpitake og Margrét Ólafsdóttir. Á myndinni eru einnig þeir Ásgeir Sólbergsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Bolungarvíkur og Helgi Birgisson, formaður Golfklúbbs Bolungarvíkur. Golfklúlbbur Bolungar- víkur hélt vígslumót nýs 18 holu Syðridalsvallar á laug- ardag. Tæplega 60 kylfingar tóku þátt í mótinu sem fór fram í ágætis veðri. Sigur- vegari í karlaflokki án for- gjafar var Einar Bjarni Jóns- son, GKJ, sem lék á 73 höggum, eða tveimur yfir pari. Halldór Pálmi Bjarka- son varð í öðru sæti og Magnús Gautur Gíslason í því þriðja. Bjarni Pétur Jónsson GBO varð hlutskarpastur þeirra sem léku með forgjöf, en Karl Fannar Gunnarsson og Einar Karlsson fylgdu í kjölfarið. Í kvennaflokki sigraði Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, GÍ. Í öðru sæti lenti Pimonlask Rodpitake og Margrét Ólafsdóttir varð í þriðja sæti. Sigurvegari í unglinga- flokki var Gunnar Már Elíasson, GBO. Annar varð Sigurður Fannar Grétars- son, GÍ, en Kristinn Gauti Einarsson, GBO, varð í þriðja sæti. Í öldungaflokki sigraði Birgir Sigurbjarts- son, GBO, en í öðru og þriðja sæti urðu þeir Karl Svanhólm Þórðarson, GL, og Kristján Grétar Schmidt, GÍ. Þrír efstu í unglingaflokki. F.v. Kristinn Gauti Einarsson, Gunnar Már Elíasson og Sig- urður Fannar Grétarsson ásamt þeim Helga Birgissyni og Ásgeir Sólbergssyni. Ljós- myndir: Grétar Sigurðsson. Bænahúsið í Furufirði á Hornströndum Messað í tilefni 100 ára vígsluafmælis kirkjunnar Í Furufirði á Hornströndum er lítið bænhús sem þjónaði söfnuði sínum norðan Skor- arheiðar meðan búið var þar. Lokið var við byggingu húss- ins 1899, en það var ekki vígt fyrr en 2. júní 1902. Meðan búið var á svæðinu var bænhúsinu þjónað frá Stað í Grunnavík, en eftir að Stað- arprestakall lagðist af hefur því ýmist verið þjónað frá Ísa- firði eða Bolungarvík. Messað hefur verið í bænhúsinu nokkrum sinnum á síðustu ár- um og hafa fyrrum sóknarbörn þess m.a. notað það til kirkju- athafna innan fjölskyldna sinna. Síðast var fermt þar sumarið 1999. Í tilefni af 100 ára víg- sluafmæli bænhúss ætlar séra Agnes Sigurðardóttir messa þar þann 21. júlí n.k. Allir eru velkomnir til þessarar athafn- ar og býður heimafólk í Furu- firði kirkjugestum í kaffi að athöfn lokinni. Þeim sem áhuga hafa fyrir að vera í Furu- firði þennan dag er bent á að hafa sambandi við Vesturferð- ir á Ísafirði til að fá upplýs- ingar um ferðir. Meðan búið var norðan Skorarheiðar og regluleg notkun var á bænhúsinu var því haldið við. En eftir að byggð lagðist af og þar til fólk flutti aftur í Furufjörð upp úr 1970 var ekkert fyrir húsið gert og var það verulega farið að láta ásjá. Nú stendur yfir viðgerð á húsinu og er ætlunin að koma því í upprunanlegt horf. Um verkið sér Guð- mundur Ketill Guðfinnsson frá Reykjarfirði, en afi hans Benedikt Hermannsson sá um smíði hússins á sínum tíma. Þeir sem vilja styrkja þessa framkvæmd með fjárframlög- um geta lagt framlag sitt inn á reikn. nr.400518 í Sparisjóði Bolungarvíkur. Bænahúsið í Furufirði á Hornströndum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.