Bæjarins besta - 10.07.2002, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 11
Arnar G. Hinriksson hdl.
Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243
Fasteignaviðskipti
Hef til sölu
fasteignir víða
á Vestfjörðum
Allar nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu
kirkja
Unaðsdalskirkja:
Guðsþjónusta sunnudag-
inn 14. júlí kl. 11:00. Sr.
Magnús Erlingsson, þjón-
ar fyrir altari.
urinn breiðist út og undrast mjög við-
brögð yfirmanna sjúkrahússins. Það er
engu líkara en þeir kæri sig kollótta og
hér er greinilega eitthvað dularfullt á
seyði. Aðalhlutverk: Nicollette Sheridan,
William Devane, Stephen Caffrey, Dakin
Matthews.
00.10 Party in the Park. (Risatónleikar
í Hyde Park) Fram koma All Saints,
Christina Aguilera, The Corrs, Craig
David, Destiny´s Child, Gabrielle, Mel-
anie C, Ronan Keating, Savage Garden,
Texas, Travis, Westlife o.fl.
02.15 Dagskrárlok og skjáleikur
Laugardagur 13. júlí
18.00 Íþróttir um allan heim
18.50 Lottó
19.00 Highlander (18:22)
20.00 MAD TV
21.00 Newton Boys, The. (Newton-
bræður) Newton-bræðurnir eru fátækir
bóndasynir sem uppgvötva að bankarán
geta verið býsna arðvænleg. Þeir verða
brátt alræmdir og hyggjast komast á
spjöld sögunnar þegar þeir reyna að
fremja stærsta lestarrán í sögu Bandaríkj-
anna. Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Skeet
Ulrich, Matthew McConaughey.
23.00 Hnefaleikar. (Paul Spadafora -
Angel Manfredy) Útsending frá hnefa-
leikakeppni. Á meðal þeirra sem mættust
voru léttvigtarkapparnir Paul Spadafora
og Angel Manfredy.
01.25 Her Face. Erótísk kvikmynd.
01.30 Dagskrárlok og skjáleikur
Sunnudagur 14. júlí
18.30 South Park (8:17)
19.00 Símadeildin. Bein útsending.
21.15 Golfstjarnan Sergei Garcia
21.45 Golfmót í Bandaríkjunum
22.45 Serial Killer (e)
00.20 Trust In Me. (Undirheimar stór-
borgar) Í undirheimum stórborgarinnar
eru mannslíf lítils metin. Því fékk lög-
reglumaðurinn Dylan Gray að kynnast
af eigin raun og var mjög hætt kominn.
Lögreglumaðurinn fær nú aftur tækifæri
til að halda á vit leyndardóma undir-
heimanna og þrátt fyrir fyrri reynslu
lætur hann ekki segja sér það tvisvar.
Aðalhlutverk: Stacey Keach, Currie
Graham, Sandra Nelson.
01.50 Dagskrárlok og skjáleikur
afmæli
Sturla Halldórsson,
skipstjóri og fyrrv. hafnar-
vörður á Ísafirði verður
áttræður laugardaginn 13.
júlí nk. Hann og eiginkona
hans, Rebekka Stígsdóttir,
verða með heitt á könn-
unni í Kiwanishúsinu á
Skeiði frá kl. 15-18 á
afmælisdaginn.
netið
Hver eru uppáhalds
bókamerkin þín á Netinu?
Jóhanna Ásgeirsdóttir,
nýráðinn aðstoðarskóla-
stjóri Grunnskólans á
Ísafirði svarar:
,,Ég fer oftast
inn á bb.is,
eins og svo
margir aðrir
geri ég það til
að fylgjast
með fréttum
úr bænum.
Svo fer ég mikið inn á
skolatorg.is og lauf.is
sem er heimasíða lands-
samtaka áhugafólks um
flogaveiki. Af einskærri
forvitni fer ég mikið inn á
femin.is. Vinnunnar vegna
fer ég oft inn á heimasíðu
námsgagnastofnunnar,
namsgagnastofnun.is,
en þar liggja oft tillögur að
verkefnum sem fylgja ný-
útgefnum bókum.“
Föstudagur 12. júlí
17:30 Muzik.is
18:30 Hjartsláttur í strætó (e)
19:30 Yes dear (e) Það er svo sannar-
lega ekki tekið út með sældinni að vera
foreldri, hvað þá fullkomið foreldri.
Nýir og sprenghlægilegir þættir um syst-
urnar Kim og Christine sem hafa vægast
sagt ólíkar hugmyndir um foreldrahlut-
verkið.
20:00 Jackass. Bandarísk þáttaröð frá
MTV um prakkarastrik og asnaskap.
Johnny Knoxville og meðreiðarsveinar
hans eru enn og aftur sloppnir af hælinu
og sýna nú vafasamar listir sínar á brett-
um, hjólum og öðrum þeim farartækjum
sem þeir finna.
20:30 Grillpinnar. Grillpinnarnir og
stuðboltarnir Róbert Ólafsson (Robbi)
og Þórir Erlingsson (Dódó) bjóða í grill-
partí á SKJÁEINUM í sumar. Þeir félag-
ar eru grillmeistarar hjá TGI Friday’s á
Íslandi og auk starfa sinna þar munu
þeir skella sér í sveitina og grilla ofan í
vel þekkta, misþekkta og jafnvel lítið
þekkta Íslendinga. Gestir kvöldsins eru
þeir Þorgils Óttar Mathiesen, Sigurður
Sveinsson, Ólafur Stefánsson og Dagur
Sigurðsson
21:00 Traders. Kanadísk þáttaröð um
líf og störf verðbréfasala, ástir þeirra
og örlög. Fylgst er með baráttu félag-
anna hjá Gardner-Ross í viðskiptaheim-
inum, fjandsamlegum yfirtökum, miklum
gróða og stóru tapi
22:00 Djúpa laugin. Lokaþáttur.
23:00 Will & Grace (e) Innanhússhönn-
uðurinn Grace Adler og lögfræðingurinn
Will Truman eru vinir og nágrannar.
Ásamt aðstoðarkonu Grace, Karen, og
æskufélaga Wills, Jack. Þættirnir hafa
fengið frábærar viðtökur enda er þarna á
ferðinni gæðagrín og glens. Þættirnir eru
margverðlaunaðir.
23:30 According to Jim (e)
00:00 Law & Order (e)
00:50 Jay Leno (e)
01:40 Muzik.is
Laugardagur 13. júlí
15:00 Grillpinnar (e)
15:30 Djúpa laugin (e)
16:30 Jay Leno (e)
17:30 Judging Amy (e)
18:30 Dateline (e) Dateline er margverð-
launaður, fréttaskýringaþáttur á dagskrá
NBC sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkj-
unum. Þættirnir hafa unnið til fjölda við-
urkenninga og eru nær alltaf á topp 20
listanum í Bandaríkjunum yfir áhorf í
sjónvarpi. Stjórnendur þáttarins eru allir
mjög þekktir og virtir fréttamenn eins og
Tom Brokaw, Stone Phillips og Maria
Shriver.
19:30 Sledgehammer (e)
20:00 Malcolm in the middle. Þessir
frábæru gamanþættir hafa hlotið verð-
skuldaða athygli víða um heim. Þættirnir
fjalla um hinn ofurgáfaða Malcolm , bræð-
ur hans og foreldra sem geta ekki beinlínis
kallast mannvitsbrekkur. Dregurinn á við
það vandamál að stríða að vera gáfaðastur
ífjölskyldunni en það er svosannarlega
enginn leikur.....Frumlegir og fjörlegir
þættir um fjölskyldulíf í blíðu og stríðu...
og allar stóru spurningarnar í tilverunni.
21:00 Klassíski klukkutíminn. Fylgist
með, rifjið upp kynnin við gamla kunn-
ingja og nýja, og látið laugardagskvöldin
koma ykkur á óvart.
22:00 Profiler. Réttarsálfræðingurinn
Rachel er allra kvenna gleggst á hegðun
glæpamanna og ásamt sérsveit FBI í
Atlanta fær hún til rannsóknar erfiðustu
glæpamálin. Baráttan fyrir betri heimi litar
líf hennar allt og hún á í miklum innri
átökum vegna fórnanna sem hún færir. Á
hælum hennar er ósvífinn raðmorðingi,
sem grípur öll tækifæri til að hrella hana.
22:50 Bíómynd (e)
00:20 Jay Leno (e)
02:10 Muzik.is
Sunnudagur 14. júlí
15:00 Jay Leno (e)
16:00 48 Hours
17:00 Brúðkaupsþátturinn Já (e)
18:00 Providence (e)
19:00 According to Jim (e) Bandarísk
þáttaröð með Jim Belushi og Courtney
Thorne-Smith í aðalhlutverkum. Jim leik-
ur jarðbundinn vertaka og blúsara sem
veit að lykillinn að góðu hjónabandi er að
kinka kolli þegar konan segir eitthvað.
Honum kemur líka vel saman við börnin
því hann er ekki beint vaxinn upp úr
barndómi sjálfur. Inn í líf þeirra spila síð-
an systkini Courtney sem eru hið besta
fólk en vandræðagripir jafnvel þegar best
lætur.
19:30 Grillpinnar (e) Grillpinnarnir og
stuðboltarnir Róbert Ólafsson (Robbi) og
Þórir Erlingsson (Dódó) bjóða í grillpartí
á SKJÁEINUM í sumar. Þeir félagar eru
grillmeistarar hjá TGI Friday’s á Íslandi
og auk starfa sinna þar munu þeir skella
sér í sveitina og grilla ofan í vel þekkta,
misþekkta og jafnvel lítið þekkta Íslend-
inga. Þeir ætla að kenna áhorfendum
SKJÁSEINS hvernig best er að bera sig
við grillið og bera fram ljúffenga kjúkl-
inga-, lamba-, nauta- og svínakjötsrétti.
Nú er bara málið að drífa sig út að grilla
og hækka meðalhitann yfir landinu!
20:00 The King of Queens. Bandarísk
gamanþáttaröð um Doug Hefferman,
sendil í New York sem gerir ekki miklar
kröfur til lífsins. Meðal þess sem honum
þykir vænst um er 70 tommu sjónvarp
sem eiginkonan gaf honum en nú er
tengdapabbinn fluttur inn í sjónvarps-
herbergið og það hefur í för með sér tals-
verðar breytinga á einfaldri tilveru Dougs.
20:30 Will& Grace – Lokaþáttur
21:00 Citizen Baines. Kærasti Dori
hjálpar Baines fyrrverandi þingmanni að
sætta sig við tap sitt. Dori hjálpar reeva
systur sinni að njósna um eiginmann henn-
ar sem stendur kannski í framhjáhaldi.
Ellen list illa á að faðir sinn fari að vinna
með sér.
21:45 Dateline
22:30 Boston Public (e)
23:15 Traders (e) Í dramaþættinum
Traders er fjallað um hóp fólks í sem
vinnur við verðbréfamiðlun í banka. Það
er stutt milli hláturs og gráturs í þessum
heimi þar sem breytingar eru miklar og
þær hafa ekki einugis áhrif á vinnu þessa
fólks heldur tekur sinn toll í einkalífinu.
00:00 Deadline (e)
00:45 Muzik.is
Ertu orðin(n)
áskrifandi?